Baulað á Giroud þrátt fyrir að hann skoraði Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2016 17:00 Fólkið vill Benzema en það er ekki Giroud að kenna. vísir/getty Oliver Giroud, framherji Arsenal og franska landsliðsins í fótbolta, skoraði fyrir Frakka í 3-2 sigri í vináttuleik gegn Kamerún í Nantes í gærkvöldi. Þrátt fyrir að skora bauluðu stuðningsmenn franska liðsins á hann fyrir leik og í gegnum allan leikinn en talið er að þeir hafi hálfpartinn verið að mótmæla ákvörðun Didier Deschamps, landsliðsþjálfara Frakklands, að velja ekki Karim Benzema í EM-hópinn. Giroud hefur staðið sig vel með landsliðinu en þetta var fjórða markið hans í síðustu fimm leikjum í byrjunarliðinu. Hann hefur þó áður mátt þola baul stuðningsmanna en nú finnst honum nóg komið. „Þetta er synd. Mér finnst að fólkið eigi alltaf að klappa fyrir manni og styðja mann þegar maður spilar fyrir Frakkland. Ég skil ekki hvað málið er en ég sef alveg í nótt,“ sagði svekktur Giroud við blaðamenn eftir leik. Didier Deschamps hafði heldur engan húmor fyrir bauli stuðningsmanna franska liðsins og lét þá heyra það á blaðamannafundi eftir leik. Þar sagði hann þetta ósanngjarnt gagnvart Giroud. Aðspurður hvort hann haldi að þessi meðferð tengist Benzema svaraði Giroud: „Þetta er kannski tengt því en það þýðir ekkert að grafa hausinn í sandinn. Ég talaði um þetta við Gignac. Við verðum í skotlínu stuðningsfólksins núna,“ sagði Oliver Giroud. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Oliver Giroud, framherji Arsenal og franska landsliðsins í fótbolta, skoraði fyrir Frakka í 3-2 sigri í vináttuleik gegn Kamerún í Nantes í gærkvöldi. Þrátt fyrir að skora bauluðu stuðningsmenn franska liðsins á hann fyrir leik og í gegnum allan leikinn en talið er að þeir hafi hálfpartinn verið að mótmæla ákvörðun Didier Deschamps, landsliðsþjálfara Frakklands, að velja ekki Karim Benzema í EM-hópinn. Giroud hefur staðið sig vel með landsliðinu en þetta var fjórða markið hans í síðustu fimm leikjum í byrjunarliðinu. Hann hefur þó áður mátt þola baul stuðningsmanna en nú finnst honum nóg komið. „Þetta er synd. Mér finnst að fólkið eigi alltaf að klappa fyrir manni og styðja mann þegar maður spilar fyrir Frakkland. Ég skil ekki hvað málið er en ég sef alveg í nótt,“ sagði svekktur Giroud við blaðamenn eftir leik. Didier Deschamps hafði heldur engan húmor fyrir bauli stuðningsmanna franska liðsins og lét þá heyra það á blaðamannafundi eftir leik. Þar sagði hann þetta ósanngjarnt gagnvart Giroud. Aðspurður hvort hann haldi að þessi meðferð tengist Benzema svaraði Giroud: „Þetta er kannski tengt því en það þýðir ekkert að grafa hausinn í sandinn. Ég talaði um þetta við Gignac. Við verðum í skotlínu stuðningsfólksins núna,“ sagði Oliver Giroud.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira