Ummæli þýsks stjórnmálamanns um Boateng vekja reiði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2016 12:30 vísir/getty Ummæli þýska stjórnmálamannsins Alexanders Gauland um landsliðsmanninn Jérome Boateng hafa vakið hörð viðbrögð. Gauland er varaformaður stjórnmálaflokksins AfD (Alternative für Deutschland) sem er með harða stefnu í málum innflytjenda. Hann lét hafa eftir sér að þótt fólk væri hrifið af Boateng sem fótboltamanni myndi það ekki vilja búa við hliðina á fólki eins og honum. Boateng, sem á þýska móður og ganverskan föður, vildi lítið tjá sig um þessi ummæli Gauland. „Í hreinskilni sagt hef ég ekkert um þetta að segja. Eina sem ég get gert er að hlæja að þessu,“ sagði Boateng sem hefur leikið 58 landsleiki fyrir Þýskaland. „Það hryggir mig að þetta skuli enn gerast,“ bætti varnarmaðurinn öflugi við. Gauland reyndi að klóra í bakkann og sendi frá sér tilkynningu þar sem hann þvertók fyrir að hafa ætlað að móðga Boateng og sagði orð hans hafa verið tekin úr samhengi. Frauke Petry, formaður AfD, baðst svo afsökunar á ummælum Gauland á Twitter í gær. Ýmsir hafa komið Boateng til varnar á Twitter, þ.á.m. Julia Klöckner hjá Kristilegum demókrötum sem sagðist frekar vilja hafa Boateng sem nágranna en Gauland.Lieber Boateng als Gauland als Nachbarn. Typisches Muster AfD: beleidigen, provozieren - später dann relativieren. https://t.co/vDhbCqSz6L — Julia Klöckner (@JuliaKloeckner) May 29, 2016Benedikt Höwedes, félagi Boatengs í vörn þýska landsliðsins, tók í sama streng þegar hann tísti: „Ef þú vilt vinna titla með Þýskalandi þarftu nágranna eins og hann.“Wenn du für Deutschland Titel gewinnen willst, brauchst du Nachbarn wie ihn. #Abwehr #pic.twitter.com/hXzsI5aCq2 — Benedikt Höwedes (@BeneHoewedes) May 29, 2016 EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Sjá meira
Ummæli þýska stjórnmálamannsins Alexanders Gauland um landsliðsmanninn Jérome Boateng hafa vakið hörð viðbrögð. Gauland er varaformaður stjórnmálaflokksins AfD (Alternative für Deutschland) sem er með harða stefnu í málum innflytjenda. Hann lét hafa eftir sér að þótt fólk væri hrifið af Boateng sem fótboltamanni myndi það ekki vilja búa við hliðina á fólki eins og honum. Boateng, sem á þýska móður og ganverskan föður, vildi lítið tjá sig um þessi ummæli Gauland. „Í hreinskilni sagt hef ég ekkert um þetta að segja. Eina sem ég get gert er að hlæja að þessu,“ sagði Boateng sem hefur leikið 58 landsleiki fyrir Þýskaland. „Það hryggir mig að þetta skuli enn gerast,“ bætti varnarmaðurinn öflugi við. Gauland reyndi að klóra í bakkann og sendi frá sér tilkynningu þar sem hann þvertók fyrir að hafa ætlað að móðga Boateng og sagði orð hans hafa verið tekin úr samhengi. Frauke Petry, formaður AfD, baðst svo afsökunar á ummælum Gauland á Twitter í gær. Ýmsir hafa komið Boateng til varnar á Twitter, þ.á.m. Julia Klöckner hjá Kristilegum demókrötum sem sagðist frekar vilja hafa Boateng sem nágranna en Gauland.Lieber Boateng als Gauland als Nachbarn. Typisches Muster AfD: beleidigen, provozieren - später dann relativieren. https://t.co/vDhbCqSz6L — Julia Klöckner (@JuliaKloeckner) May 29, 2016Benedikt Höwedes, félagi Boatengs í vörn þýska landsliðsins, tók í sama streng þegar hann tísti: „Ef þú vilt vinna titla með Þýskalandi þarftu nágranna eins og hann.“Wenn du für Deutschland Titel gewinnen willst, brauchst du Nachbarn wie ihn. #Abwehr #pic.twitter.com/hXzsI5aCq2 — Benedikt Höwedes (@BeneHoewedes) May 29, 2016
EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti