Aflrás BMW i8 hlaut titilinn "Vél ársins 2016“ Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2016 09:42 BMW i8. Hin sameiginlega aflrás í fjórhjóladrifna sportbílnum BMW i8 sem búinn er tveimur aflgjöfum, bensínvél og rafmótor, var verðlaunuð í vikunni þegar hún var kjörin vél ársins 2016 (International Engine of the Year) í þeim flokki þar sem keppa vélar frá 1,4-1,8 lítra að stærð. Verðlaunin eru enn ein staðfesting tæknilegrar getu Efficient Dynamics-vélatækninnar frá BMW sem kynnt var fyrst árið 2007, en hún leggur höfuðáherslu á akstursánægju og afköst en um leið lágmörkun eldsneytiseyðslu og útblásturs. Aflrás Plug-In Hybrid-kerfisins í BMW i8 samanstendur af 131 hestafla rafmótor sem knýr framhjólin á móti þriggja strokka 231 hestafla bensínvél með tvöfaldri forþjöppu sem knýr afturhjólin. Saman skila vélarnar 362 hestöflum, þar af 154 á hvern bensínlítra sem eru einstök afköst í flokki sportbíla. Hröðun i8 í 100 km/klst. er aðeins 4,4 sekúndur. Eldsneytiseyðslan er að meðaltali 2,1 lítri á hverja 100 km og CO2 útblástur 49 gr/km. BMW i8 er einn léttasti sportbíll í heimi, aðeins 1.490 kg, og að stórum hluta smíðaður úr koltrefjum og áli ásamt fjölmörgum umhverfisvænum efnum og nýjum tæknilausnum í samræmi við umhverfisstefnu BMW. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent
Hin sameiginlega aflrás í fjórhjóladrifna sportbílnum BMW i8 sem búinn er tveimur aflgjöfum, bensínvél og rafmótor, var verðlaunuð í vikunni þegar hún var kjörin vél ársins 2016 (International Engine of the Year) í þeim flokki þar sem keppa vélar frá 1,4-1,8 lítra að stærð. Verðlaunin eru enn ein staðfesting tæknilegrar getu Efficient Dynamics-vélatækninnar frá BMW sem kynnt var fyrst árið 2007, en hún leggur höfuðáherslu á akstursánægju og afköst en um leið lágmörkun eldsneytiseyðslu og útblásturs. Aflrás Plug-In Hybrid-kerfisins í BMW i8 samanstendur af 131 hestafla rafmótor sem knýr framhjólin á móti þriggja strokka 231 hestafla bensínvél með tvöfaldri forþjöppu sem knýr afturhjólin. Saman skila vélarnar 362 hestöflum, þar af 154 á hvern bensínlítra sem eru einstök afköst í flokki sportbíla. Hröðun i8 í 100 km/klst. er aðeins 4,4 sekúndur. Eldsneytiseyðslan er að meðaltali 2,1 lítri á hverja 100 km og CO2 útblástur 49 gr/km. BMW i8 er einn léttasti sportbíll í heimi, aðeins 1.490 kg, og að stórum hluta smíðaður úr koltrefjum og áli ásamt fjölmörgum umhverfisvænum efnum og nýjum tæknilausnum í samræmi við umhverfisstefnu BMW.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent