Fleiri leikmenn á EM spila í Liechtenstein en í Pepsi-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 10:00 Kári Árnason spilaði nokkur tímabil í úrvalsdeildinni á Íslandi en Kolbeinn Sigþórsson hefur aldrei spilað þar. Hér sjást þeir koma út úr flugvélinni í Frakklandi í gær. Vísir/EPA Pepsi-deild karla á engan leikmann á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi þrátt fyrir að þar verði 23 íslenskir leikmenn að spila undir merkjum íslenska landsliðsins í fótbolta. Allir 23 leikmenn íslenska hópsins spila nefnilega með liðum utan Íslands og er Ísland aðeins eitt af þremur landsliðum í Evrópukeppninni sem er ekki með leikmann innanborðs sem spilar í heimalandinu. Flestir íslensku leikmannanna spila á Norðurlöndunum eða 12 af 23 mönnum þar af eru sjö hjá sænskum liðum. Leikmenn íslenska liðsins dreifast samt vel um Evrópu enda spila þeir alls í ellefu löndum. Hinar tvær þjóðirnar auk Íslands sem ekki eru með leikmenn frá liði í heimalandinu eru Írland og Norður-Írland. Allir Írarnir nema einn spila í ensku deildunum en sá eini sem sker sig úr er Robbie Keane sem spilar með LA Galaxy í Bandaríkjunum. Það er aðeins meiri fjölbreytni hjá Norður-Írunum þó að 18 af 23 mönnum spili í Englandi. Fjórir leikmenn liðsins spila í Skotlandi og einn í Ástralíu. Ensk lið eiga langflesta leikmenn eða alls 134 en 65 spila með þýskum liðum. Í þriðja sætinu eru síðan ítölsk lið sem eiga 56 leikmenn. Meðal landa sem eiga fleiri leikmenn en íslenska Pepsi-deildin eru Aserbaídsjan, Kanada, Kína, Kasakstan, Sádí-Arabía og Liechtenstein. Eini leikmaður sem spilar með liði frá Liechtenstein er Albaninn Armando Sadiku sem spilar með Vaduz.Hér fyrir neðan má sjá í hvaða löndum leikmennirnir á EM spila. 134 - England (1 íslenskur) 65 - Þýskaland (2 íslenskir) 56 - Ítalía (2 íslenskir) 36 - Tyrkland 35 - Spánn 32 - Rússland (1 íslenskur) 22 - Frakkland (1 íslenskur) 21 - Úkraína 15 - Pólland 15 - Sviss (1 íslenskur) 13 - Tékkland 13 - Ungverjaland 10 - Króatía 10 - Portúgal 10 - Svíþjóð (7 íslenskir) 9 - Rúmenía 6 - Danmörk (2 íslenskir) 6 - Skotland 5 - Belgía (1 íslenskur) 5 - Grikkland 5 - Wales (2 íslenskir) 4 - Slóvakía 3 - Búlgaría 3 - Noregur (allir íslenskir) 3 - Katar 2 - Albanía 2 - Austurríki 2 - Holland 2 - Bandaríkin 1 - Ástralía 1 - Aserbaídsjan 1 - Kanada 1 - Kína 1 - Ísrael 1 - Kasakstan 1 - Liechtenstein 1 - Mexíkó 1 - Sádí-Arabía ---- 0 - Ísland 0 - Norður-Írland 0 - Írland EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Pepsi-deild karla á engan leikmann á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi þrátt fyrir að þar verði 23 íslenskir leikmenn að spila undir merkjum íslenska landsliðsins í fótbolta. Allir 23 leikmenn íslenska hópsins spila nefnilega með liðum utan Íslands og er Ísland aðeins eitt af þremur landsliðum í Evrópukeppninni sem er ekki með leikmann innanborðs sem spilar í heimalandinu. Flestir íslensku leikmannanna spila á Norðurlöndunum eða 12 af 23 mönnum þar af eru sjö hjá sænskum liðum. Leikmenn íslenska liðsins dreifast samt vel um Evrópu enda spila þeir alls í ellefu löndum. Hinar tvær þjóðirnar auk Íslands sem ekki eru með leikmenn frá liði í heimalandinu eru Írland og Norður-Írland. Allir Írarnir nema einn spila í ensku deildunum en sá eini sem sker sig úr er Robbie Keane sem spilar með LA Galaxy í Bandaríkjunum. Það er aðeins meiri fjölbreytni hjá Norður-Írunum þó að 18 af 23 mönnum spili í Englandi. Fjórir leikmenn liðsins spila í Skotlandi og einn í Ástralíu. Ensk lið eiga langflesta leikmenn eða alls 134 en 65 spila með þýskum liðum. Í þriðja sætinu eru síðan ítölsk lið sem eiga 56 leikmenn. Meðal landa sem eiga fleiri leikmenn en íslenska Pepsi-deildin eru Aserbaídsjan, Kanada, Kína, Kasakstan, Sádí-Arabía og Liechtenstein. Eini leikmaður sem spilar með liði frá Liechtenstein er Albaninn Armando Sadiku sem spilar með Vaduz.Hér fyrir neðan má sjá í hvaða löndum leikmennirnir á EM spila. 134 - England (1 íslenskur) 65 - Þýskaland (2 íslenskir) 56 - Ítalía (2 íslenskir) 36 - Tyrkland 35 - Spánn 32 - Rússland (1 íslenskur) 22 - Frakkland (1 íslenskur) 21 - Úkraína 15 - Pólland 15 - Sviss (1 íslenskur) 13 - Tékkland 13 - Ungverjaland 10 - Króatía 10 - Portúgal 10 - Svíþjóð (7 íslenskir) 9 - Rúmenía 6 - Danmörk (2 íslenskir) 6 - Skotland 5 - Belgía (1 íslenskur) 5 - Grikkland 5 - Wales (2 íslenskir) 4 - Slóvakía 3 - Búlgaría 3 - Noregur (allir íslenskir) 3 - Katar 2 - Albanía 2 - Austurríki 2 - Holland 2 - Bandaríkin 1 - Ástralía 1 - Aserbaídsjan 1 - Kanada 1 - Kína 1 - Ísrael 1 - Kasakstan 1 - Liechtenstein 1 - Mexíkó 1 - Sádí-Arabía ---- 0 - Ísland 0 - Norður-Írland 0 - Írland
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira