Meiddist á fyrstu æfingunni í Frakklandi og missir af EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 07:30 Antonio Rüdiger. Visir/Getty Hver er mesta martröð fótboltamannsins? Ein af þeim verstu hlýtur að vera að meiðast illa rétt fyrir stórmót og það er sú skelfilega staðreynd sem þýski varnarmaðurinn Antonio Rüdiger þarf að horfast í augu við núna. Antonio Rüdiger meiddist illa á hné á fyrstu æfingu þýska landsliðsins eftir að liðið mætti til Frakklands. Fljótlega kom í ljós að krossbandið var slitið og hann spilar ekki fótbolta næstu mánuðina. Eins og sjá má í myndbandinu af atvikinu hér fyrir neðan þá tók það liðsfélaga hans ekki langan tíma að átta sig á því að að meiðsli Rüdiger væru alvarleg. Antonio Rüdiger spilar með ítalska liðinu AS Roma og það var líklegt að hann yrði í byrjunarliði þýska landsliðsins í fyrsta leiknum á EM. Þetta er mikið áfall fyrir Rüdiger og ekki bara vegna landsliðsins heldur einnig vegna ferils hans með félagsliðinu. Rüdiger hefur nefnilega verið orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Chelsea að undanförnu. Antonio Conte þekkir Rüdiger vel úr ítalska boltanum og vildi samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla fá hann á Stamford Bridge þegar hann tekur við Chelsea eftir EM. Það má búast við því að ekkert verði af þeim félagsskiptum vegna þessara alvarlegu meiðsla. Rüdiger hafði tekið stöðu Mats Hummels sem hefur verið að glíma við kálfameiðsli síðan í maí. Rüdiger hafði spilað allar 90 mínúturnar í undanförnum fimm leikjum Þjóðverja. Antonio Rüdiger hafði spilað við hlið Jerome Boateng í síðustu tveimur leikjum. Antonio Rüdiger er 23 ára gamall og á að baki 11 landsleiki fyrir Þýskaland. Hann fékk sín fyrstu tækifæri hjá VfB Stuttgart en var fyrst lánaður til AS Roma og svo keyptur fyrir 9 milljónir evra.Antonio Rudiger got injured during Germany's first training session in France. Still no diagnosis #EURO2016 pic.twitter.com/nWLWE6csqD— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) June 7, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Hver er mesta martröð fótboltamannsins? Ein af þeim verstu hlýtur að vera að meiðast illa rétt fyrir stórmót og það er sú skelfilega staðreynd sem þýski varnarmaðurinn Antonio Rüdiger þarf að horfast í augu við núna. Antonio Rüdiger meiddist illa á hné á fyrstu æfingu þýska landsliðsins eftir að liðið mætti til Frakklands. Fljótlega kom í ljós að krossbandið var slitið og hann spilar ekki fótbolta næstu mánuðina. Eins og sjá má í myndbandinu af atvikinu hér fyrir neðan þá tók það liðsfélaga hans ekki langan tíma að átta sig á því að að meiðsli Rüdiger væru alvarleg. Antonio Rüdiger spilar með ítalska liðinu AS Roma og það var líklegt að hann yrði í byrjunarliði þýska landsliðsins í fyrsta leiknum á EM. Þetta er mikið áfall fyrir Rüdiger og ekki bara vegna landsliðsins heldur einnig vegna ferils hans með félagsliðinu. Rüdiger hefur nefnilega verið orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Chelsea að undanförnu. Antonio Conte þekkir Rüdiger vel úr ítalska boltanum og vildi samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla fá hann á Stamford Bridge þegar hann tekur við Chelsea eftir EM. Það má búast við því að ekkert verði af þeim félagsskiptum vegna þessara alvarlegu meiðsla. Rüdiger hafði tekið stöðu Mats Hummels sem hefur verið að glíma við kálfameiðsli síðan í maí. Rüdiger hafði spilað allar 90 mínúturnar í undanförnum fimm leikjum Þjóðverja. Antonio Rüdiger hafði spilað við hlið Jerome Boateng í síðustu tveimur leikjum. Antonio Rüdiger er 23 ára gamall og á að baki 11 landsleiki fyrir Þýskaland. Hann fékk sín fyrstu tækifæri hjá VfB Stuttgart en var fyrst lánaður til AS Roma og svo keyptur fyrir 9 milljónir evra.Antonio Rudiger got injured during Germany's first training session in France. Still no diagnosis #EURO2016 pic.twitter.com/nWLWE6csqD— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) June 7, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira