Var staddur í fríi í Mónakó þegar hann komst í rússneska landsliðið á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2016 10:30 Artur Yusupov sést hér mættur á æfingu með rússneska landsliðinu. Vísir/AFP Sumarfrí rússneska miðjumannsins Artur Yusupov endaði með óvæntum hætti þegar kappinn var kallaður inn í rússneska landsliðið fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst á föstudaginn kemur. Artur Yusupov er 26 ára gamall og leikur með liði Zenit Sankti Pétursborg í heimalandinu. Hann kemur inn í rússneska hópinn fyrir Igor Denisov. Igor Denisov tognaði aftan í læri í 1-1 jafntefli Rússa og Serba í vináttulandsleik í Mónakó á sunnudaginn. Denisov er 32 ára gamall og á að baki 54 landsleiki eða 52 fleiri en umræddur Artur Yusupov. Yusupov hefur spilað tvo landsleiki og þeir voru báðir vináttulandsleikir. Hvort sem það var tilviljun eða ekki þá var Artur Yusupov í sumarfríi í Mónakó og gisti á sama hóteli og rússneska liðið sem var þar í æfingabúðum. „Svona gerðist þetta nákvæmlega," viðurkenndi Artur Yusupov í samtali við Guardian. „Ég er búinn að vera í fríi í fjórtán daga og auðvitað er ég aðeins dottinn úr formi. Ég veit því ekki alveg hvernig ástandið verður á mér," sagði Yusupov. Artur Yusupov spilaði 23 leiki á sínu fyrsta tímabili með Zenit Sankti Pétursborg en hann lék áður með Dynamo Moskvu í fjögur tímabil þar á undan. „Ég ætlaði að fljúga aftur heim til Moskvu í dag (í gær). Ég var ekki einu sinni með fótboltaskóna með mér og engin föt sem voru til þess fallin að spila fótbolta í," sagði Artur Yusupov. Artur Yusupov þurfti meira að fá skó lánaða hjá liðsfélaga sínum í landsliðinu þegar rússneska liðið æfði í gær. Fyrsti leikur Rússa á EM í Frakklandi verður á móti Englendingum á laugardaginn en Rússar eru líka í riðli með Wales og Slóvakíu.Artur Yusupov is expected to replace injured Igor Denisov in Russia's #EURO2016 squad. pic.twitter.com/JszPESFQF5— UEFA EURO 2016 (@UEFAEURO) June 6, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Sumarfrí rússneska miðjumannsins Artur Yusupov endaði með óvæntum hætti þegar kappinn var kallaður inn í rússneska landsliðið fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst á föstudaginn kemur. Artur Yusupov er 26 ára gamall og leikur með liði Zenit Sankti Pétursborg í heimalandinu. Hann kemur inn í rússneska hópinn fyrir Igor Denisov. Igor Denisov tognaði aftan í læri í 1-1 jafntefli Rússa og Serba í vináttulandsleik í Mónakó á sunnudaginn. Denisov er 32 ára gamall og á að baki 54 landsleiki eða 52 fleiri en umræddur Artur Yusupov. Yusupov hefur spilað tvo landsleiki og þeir voru báðir vináttulandsleikir. Hvort sem það var tilviljun eða ekki þá var Artur Yusupov í sumarfríi í Mónakó og gisti á sama hóteli og rússneska liðið sem var þar í æfingabúðum. „Svona gerðist þetta nákvæmlega," viðurkenndi Artur Yusupov í samtali við Guardian. „Ég er búinn að vera í fríi í fjórtán daga og auðvitað er ég aðeins dottinn úr formi. Ég veit því ekki alveg hvernig ástandið verður á mér," sagði Yusupov. Artur Yusupov spilaði 23 leiki á sínu fyrsta tímabili með Zenit Sankti Pétursborg en hann lék áður með Dynamo Moskvu í fjögur tímabil þar á undan. „Ég ætlaði að fljúga aftur heim til Moskvu í dag (í gær). Ég var ekki einu sinni með fótboltaskóna með mér og engin föt sem voru til þess fallin að spila fótbolta í," sagði Artur Yusupov. Artur Yusupov þurfti meira að fá skó lánaða hjá liðsfélaga sínum í landsliðinu þegar rússneska liðið æfði í gær. Fyrsti leikur Rússa á EM í Frakklandi verður á móti Englendingum á laugardaginn en Rússar eru líka í riðli með Wales og Slóvakíu.Artur Yusupov is expected to replace injured Igor Denisov in Russia's #EURO2016 squad. pic.twitter.com/JszPESFQF5— UEFA EURO 2016 (@UEFAEURO) June 6, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira