Mun Lars halda með Íslandi eða Svíþjóð í framtíðinni? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2016 22:37 Lars Lagerbäck verður minnst fyrir ótrúlegan árangur með karlalandslið Íslands. Enn á þó eftir að ljúka ævintýrinu á EM í Frakklandi. vísir/getty Lars Lagerbäck viðurkenndi að það hefði verið tilfinningaþrunginn stund þegar áhorfendur og leikmenn kvöddu hann á Laugardalsvellinum í kvöld eftir 4-0 sigur á Liechtenstein. Svíinn hefur breytt íslenskum fótbolta til hins betra og á góðar minningar frá Íslandi. Lars sagðist reyna að halda tilfinningum og einkalífi fyrir sig þegar kæmi að starfi sínu. Hann vildi til að mynda ekki blanda fjölskyldunni sinni í málið. En kvöldið í kvöld var ánægjulegt „Þetta var sérstakt móment,“ sagði Lars um árin fjögur á Íslandi. Hann vonaði að enginn móðgaðist ef hann líkti árunum hérna við eina af Íslendingasögunum. Vinnan með leikmönnum og teyminu í kringum liðið hefði verið frábær. Þá hefði hann verið svo heppinn að geta ferðast um landið á milli þess sem hann dvaldi í Reykjavík og Akureyri og heillast af því. „Þetta var tilfinningaþrungin stund,“ sagði Lars sem reyndi að deila henni með Eiði Smára Guðjohnsen. Markahæsti maður landsliðsins vildi ekki taka augnablikið af Lars. „Eiður er of vingjarnlegur,“ sagði Svíinn.Lofar að hringja ekki í Heimi Líklegt má telja að innan tíðar muni Ísland og Svíþjóð mætast á knattspyrnuvellinum. Heimi og Lars er vel til vina og ljóst að Lars hefur sérstakar taugar til íslensku leikmannanna. En með hverjum myndi hann halda? „Þetta er ekki slæm spurning. Ég myndi líklega fara á leikinn, nóta hans og úrslitin myndu ekki skipta máli. Auðvitað vil ég að Svíum gangi vel en svo er þetta Heimir og teymið. Ég held ég yrði jafnánægður með sigur hvoru megin sem hann lenti,“ sagði Lars. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, skaut á Lars fyrir diplómatískt svar. „Ég mun fylgjast áfram með Íslandi og hringi áfram í Heimi og segi honum hvað mér finnst,“ sagði Lars en dró í land með bros á vör: „Nei, ég lofa að halda mig fjarri.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05 Heimir: Óvissan er stærsta hindrunin „Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir við Lars sem bað hann, í léttum tón, að halda "kúlinu“. 6. júní 2016 22:26 Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22 Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Öxlin á Hannesi eins og ný: „Bring it on" "Þetta var bara skemmtilegt í kvöld, fallegur dagur í Laugardalnum og úrslitin eins og þau eiga að vera,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir leikinn gegn Liechtenstein sem liðið vann 4-0 í kvöld. 6. júní 2016 22:19 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Lars Lagerbäck viðurkenndi að það hefði verið tilfinningaþrunginn stund þegar áhorfendur og leikmenn kvöddu hann á Laugardalsvellinum í kvöld eftir 4-0 sigur á Liechtenstein. Svíinn hefur breytt íslenskum fótbolta til hins betra og á góðar minningar frá Íslandi. Lars sagðist reyna að halda tilfinningum og einkalífi fyrir sig þegar kæmi að starfi sínu. Hann vildi til að mynda ekki blanda fjölskyldunni sinni í málið. En kvöldið í kvöld var ánægjulegt „Þetta var sérstakt móment,“ sagði Lars um árin fjögur á Íslandi. Hann vonaði að enginn móðgaðist ef hann líkti árunum hérna við eina af Íslendingasögunum. Vinnan með leikmönnum og teyminu í kringum liðið hefði verið frábær. Þá hefði hann verið svo heppinn að geta ferðast um landið á milli þess sem hann dvaldi í Reykjavík og Akureyri og heillast af því. „Þetta var tilfinningaþrungin stund,“ sagði Lars sem reyndi að deila henni með Eiði Smára Guðjohnsen. Markahæsti maður landsliðsins vildi ekki taka augnablikið af Lars. „Eiður er of vingjarnlegur,“ sagði Svíinn.Lofar að hringja ekki í Heimi Líklegt má telja að innan tíðar muni Ísland og Svíþjóð mætast á knattspyrnuvellinum. Heimi og Lars er vel til vina og ljóst að Lars hefur sérstakar taugar til íslensku leikmannanna. En með hverjum myndi hann halda? „Þetta er ekki slæm spurning. Ég myndi líklega fara á leikinn, nóta hans og úrslitin myndu ekki skipta máli. Auðvitað vil ég að Svíum gangi vel en svo er þetta Heimir og teymið. Ég held ég yrði jafnánægður með sigur hvoru megin sem hann lenti,“ sagði Lars. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, skaut á Lars fyrir diplómatískt svar. „Ég mun fylgjast áfram með Íslandi og hringi áfram í Heimi og segi honum hvað mér finnst,“ sagði Lars en dró í land með bros á vör: „Nei, ég lofa að halda mig fjarri.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05 Heimir: Óvissan er stærsta hindrunin „Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir við Lars sem bað hann, í léttum tón, að halda "kúlinu“. 6. júní 2016 22:26 Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22 Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Öxlin á Hannesi eins og ný: „Bring it on" "Þetta var bara skemmtilegt í kvöld, fallegur dagur í Laugardalnum og úrslitin eins og þau eiga að vera,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir leikinn gegn Liechtenstein sem liðið vann 4-0 í kvöld. 6. júní 2016 22:19 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05
Heimir: Óvissan er stærsta hindrunin „Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir við Lars sem bað hann, í léttum tón, að halda "kúlinu“. 6. júní 2016 22:26
Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22
Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14
Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16
Öxlin á Hannesi eins og ný: „Bring it on" "Þetta var bara skemmtilegt í kvöld, fallegur dagur í Laugardalnum og úrslitin eins og þau eiga að vera,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir leikinn gegn Liechtenstein sem liðið vann 4-0 í kvöld. 6. júní 2016 22:19