Heimir: Óvissan er stærsta hindrunin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2016 22:26 Heimir og Lars á varamannabekknum í Laugardal í kvöld. Þeirra síðustu móment saman á bekknum verða í Frakklandi. Vísir/Eyþór Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck sátu fyrir svörum á sínum síðasta blaðamannafundi á Laugardalsvelli eftir 4-0 sigurinn gegn Liechtenstein í kvöld. Lars hafði orð á því að fyrsta korterið hefði valdið honum áhyggjum en svo hefði birt til. Heilt yfir væri hann ánægður með það sem liðið fékk út úr leikjunum tveimur gegn Noregi (3-2 tap) og gegn Liechtenstein í kvöld. Heimir lagði áherslu á að markatalan í kvöld skipti ekki máli. „Strákarnir voru klárir og spiluðu á háu tempói þótt leikurinn væri búinn í hálfleik. Við fengum góðan leik út úr þessu,“ sagði Eyjamaðurinn. Heimir sagði það besta við leikinn hafa verið þá taktísku hluti sem lagðir voru upp fyrir leikinn sem heppnuðust vel. Það stæði upp úr eftir tapið í Noregi þar sem nokkur gildi landsliðsins hefðu ekki verið höfð í heiðri. „Við stigum upp og leikmennirnir sýndu gott viðhorf í 90 mínútur,“ sagði Heimir. Nokkrum sinnum hefði örlað á einbeitingarleysi en erfitt gæti verið að halda einbeitingu í svona leik. Gildi liðsins hefðu verið 100% í heiðri í þessum leik. Lars var spurður út í undirbúninginn í heild sinni en hann hefur marga fjöruna sopið, þrautreyndur eftir að hafa farið endurtekið með sænska landsliðið í lokakeppni stóramóta. „Undirbúningurinn hefur ekki verið fullkominn enda komu margir leikmenn viku á eftir hinum og sumir hafa ekki spilað lengi,“ sagði Lars. Þeir hefðu þurft að búa til plan sem hefði gengið vel. Aron Einar og Kolbeinn, sem hefðu glímt við meiðsli, væru að spila og nú væru allir mjög sáttir þegar átta dagar væru til leiksins gegn Portúgal. Varðandi undirbúning og allt það sem gengur á bak við tjöldin, bónusgreiðslur leikmanna og annað, sagði Heimir„allt vera frágengið“ og sló svo á létta strengi. Eini maðurinn sem væri ekki tilbúinn væri Sigurður Þórðarson liðsstjóri. „Hann mun stíga upp,“ sagði Heimir í gríni. Þjálfararnir voru spurðir að því hver væri stærsta hindrun liðsins fyrir EM í Frakklandi. Lars sagði þá Heimi nokkurn veginn vera búnir að velja byrjunarliðið fyrir Portúgalsleikinn en þó gæti svo margt gerst að það væri ekkert öruggt. „Við Heimir höfum plan og höfum auðvitað greint Portúgal. Nú snýst þetta um hefðbundnar fótboltaæfingar. Við vinnum ekki mikið í forminu þegar svo stutt er í mótið. Við höfum fimm æfingar og fjórar þeirra verða með fókusinn á Portúgalsleiknum,“ sagði Lars. Þeir Heimir væru auðvitað að horfa lengra fram í tímann en leikmenn myndu aðeins einbeita sér að leiknum þann 14. júní. „Við höfum aldrei gert þetta áður,“ sagði Heimir um hver mesta hindrunin væri en benti svo á Lars: „Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir og Lars sagði honum í léttum tóni að halda kúlinu. „Við vitum ekki hvað mun gerast. Það er líklega stærsta hindrunin,“ bætti tannlæknirinn við. Aðspurður sagði hann að sjálfum liði honum nokkuð vel í aðdraganda keppninnar. „Ég veit ekki hvað mun gerast en við munum reyna að njóta þess.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Elska að skora mörk Alfreð Finnbogason skoraði sitt áttunda landsliðsmark þegar Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein í síðasta vináttulandsleik íslenska liðsins áður en það heldur til Frakklands á morgun. 6. júní 2016 22:14 Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36 Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05 Engar áhyggjur af Birki, Kára og Jóni Daða Þremenningarnir voru hvíldir í kvöld en þjálfararnir hafa engar áhyggjur af ástandi þeirra. 6. júní 2016 22:11 Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45 Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22 Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck sátu fyrir svörum á sínum síðasta blaðamannafundi á Laugardalsvelli eftir 4-0 sigurinn gegn Liechtenstein í kvöld. Lars hafði orð á því að fyrsta korterið hefði valdið honum áhyggjum en svo hefði birt til. Heilt yfir væri hann ánægður með það sem liðið fékk út úr leikjunum tveimur gegn Noregi (3-2 tap) og gegn Liechtenstein í kvöld. Heimir lagði áherslu á að markatalan í kvöld skipti ekki máli. „Strákarnir voru klárir og spiluðu á háu tempói þótt leikurinn væri búinn í hálfleik. Við fengum góðan leik út úr þessu,“ sagði Eyjamaðurinn. Heimir sagði það besta við leikinn hafa verið þá taktísku hluti sem lagðir voru upp fyrir leikinn sem heppnuðust vel. Það stæði upp úr eftir tapið í Noregi þar sem nokkur gildi landsliðsins hefðu ekki verið höfð í heiðri. „Við stigum upp og leikmennirnir sýndu gott viðhorf í 90 mínútur,“ sagði Heimir. Nokkrum sinnum hefði örlað á einbeitingarleysi en erfitt gæti verið að halda einbeitingu í svona leik. Gildi liðsins hefðu verið 100% í heiðri í þessum leik. Lars var spurður út í undirbúninginn í heild sinni en hann hefur marga fjöruna sopið, þrautreyndur eftir að hafa farið endurtekið með sænska landsliðið í lokakeppni stóramóta. „Undirbúningurinn hefur ekki verið fullkominn enda komu margir leikmenn viku á eftir hinum og sumir hafa ekki spilað lengi,“ sagði Lars. Þeir hefðu þurft að búa til plan sem hefði gengið vel. Aron Einar og Kolbeinn, sem hefðu glímt við meiðsli, væru að spila og nú væru allir mjög sáttir þegar átta dagar væru til leiksins gegn Portúgal. Varðandi undirbúning og allt það sem gengur á bak við tjöldin, bónusgreiðslur leikmanna og annað, sagði Heimir„allt vera frágengið“ og sló svo á létta strengi. Eini maðurinn sem væri ekki tilbúinn væri Sigurður Þórðarson liðsstjóri. „Hann mun stíga upp,“ sagði Heimir í gríni. Þjálfararnir voru spurðir að því hver væri stærsta hindrun liðsins fyrir EM í Frakklandi. Lars sagði þá Heimi nokkurn veginn vera búnir að velja byrjunarliðið fyrir Portúgalsleikinn en þó gæti svo margt gerst að það væri ekkert öruggt. „Við Heimir höfum plan og höfum auðvitað greint Portúgal. Nú snýst þetta um hefðbundnar fótboltaæfingar. Við vinnum ekki mikið í forminu þegar svo stutt er í mótið. Við höfum fimm æfingar og fjórar þeirra verða með fókusinn á Portúgalsleiknum,“ sagði Lars. Þeir Heimir væru auðvitað að horfa lengra fram í tímann en leikmenn myndu aðeins einbeita sér að leiknum þann 14. júní. „Við höfum aldrei gert þetta áður,“ sagði Heimir um hver mesta hindrunin væri en benti svo á Lars: „Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir og Lars sagði honum í léttum tóni að halda kúlinu. „Við vitum ekki hvað mun gerast. Það er líklega stærsta hindrunin,“ bætti tannlæknirinn við. Aðspurður sagði hann að sjálfum liði honum nokkuð vel í aðdraganda keppninnar. „Ég veit ekki hvað mun gerast en við munum reyna að njóta þess.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Elska að skora mörk Alfreð Finnbogason skoraði sitt áttunda landsliðsmark þegar Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein í síðasta vináttulandsleik íslenska liðsins áður en það heldur til Frakklands á morgun. 6. júní 2016 22:14 Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36 Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05 Engar áhyggjur af Birki, Kára og Jóni Daða Þremenningarnir voru hvíldir í kvöld en þjálfararnir hafa engar áhyggjur af ástandi þeirra. 6. júní 2016 22:11 Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45 Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22 Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Alfreð: Elska að skora mörk Alfreð Finnbogason skoraði sitt áttunda landsliðsmark þegar Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein í síðasta vináttulandsleik íslenska liðsins áður en það heldur til Frakklands á morgun. 6. júní 2016 22:14
Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36
Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05
Engar áhyggjur af Birki, Kára og Jóni Daða Þremenningarnir voru hvíldir í kvöld en þjálfararnir hafa engar áhyggjur af ástandi þeirra. 6. júní 2016 22:11
Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45
Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22
Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14
Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16