Audi frumsýnir nýjan A5 coupe Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2016 09:37 Nýr Audi A5 coupe. Í gær frumsýndi Audi nýja gerð A5 bíls síns í höfuðstöðvum sínum í Ingolstadt. Audi er byggður á nýjum A4 sem einnig er nýkominn á markað. Að ytra útliti er bíllinn nú með skarpari línum en forverinn og enn fallegri. Audi hefur tekist að létta bílinn um 60 kíló og minnka vindstuðul hans í 0,25 og fyrir vikið ætti hann að eyða minna þó svo Audi hafi ekki gefið upp eyðslutölur hans. Bíllinn fæst með nokkrum vélargerðum, bæði með dísilvélum og bensínvélum, frá 187 til 286 hestöfl, en S5 coupe sportútgáfa hans er með 349 hestafla vél. Öflugasta dísilvélin er 286 hestöfl og með 3,0 lítra sprengirými og sá bíll er fjórhjóladrifinn. Það á einnig við S5 coupe gerðina og fæst hann eingöngu með 8 gíra sjálfskiptingu. Nýr A5 hefur stækkað og innanrýmið orðið talsvert stærra. Verð bílsins er frá 5,2 til 7,7 milljónum fyrir Audi S5 coupe bílinn. Þó má búast við því að hann verði öllu dýrari hér á landi. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent
Í gær frumsýndi Audi nýja gerð A5 bíls síns í höfuðstöðvum sínum í Ingolstadt. Audi er byggður á nýjum A4 sem einnig er nýkominn á markað. Að ytra útliti er bíllinn nú með skarpari línum en forverinn og enn fallegri. Audi hefur tekist að létta bílinn um 60 kíló og minnka vindstuðul hans í 0,25 og fyrir vikið ætti hann að eyða minna þó svo Audi hafi ekki gefið upp eyðslutölur hans. Bíllinn fæst með nokkrum vélargerðum, bæði með dísilvélum og bensínvélum, frá 187 til 286 hestöfl, en S5 coupe sportútgáfa hans er með 349 hestafla vél. Öflugasta dísilvélin er 286 hestöfl og með 3,0 lítra sprengirými og sá bíll er fjórhjóladrifinn. Það á einnig við S5 coupe gerðina og fæst hann eingöngu með 8 gíra sjálfskiptingu. Nýr A5 hefur stækkað og innanrýmið orðið talsvert stærra. Verð bílsins er frá 5,2 til 7,7 milljónum fyrir Audi S5 coupe bílinn. Þó má búast við því að hann verði öllu dýrari hér á landi.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent