Mikil bílasala í Evrópu í maí Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2016 16:16 Bílaumferð í Barcelona. Í öllum stærstu bílasölulöndum Evrópu var stórvöxtur í bílasölu á milli ára í maí. Í stærsta bílasölulandinu Þýskalandi varð 12% vöxtur í sölu og þar seldust 286.931 bíll, en þar í landi hefur bílasala vaxið um 6,8% það sem af er ári og svo virðist sem hún rísi með hverjum mánuðinum. Í Frakklandi varð þó meiri vöxtur eða 22% og enn meiri á Ítalíu eða uppá 27%. Á Spáni varð 21% vöxtur í bílasölu. Þessi fjögur lönd telja þrjá fjórðu af bílasölu í álfunni. Bílasala í Evrópu stefnir í 15 milljón bíla í ár og vöxt uppá um 10% á milli ára. Það þýðir þó ekki að bílasala sé að ná þeim hæðum sem hún náði hæst fyrir efnahagskreppuna árið 2008. Merkilegt þykir að sala bíla Volkswagen er einkar góð og svo virðist sem dísilvélasvindl Volkswagen hafa ekki haft mikil áhrif á sölu bíla Volkswagen og fyrirtækið hefur sáralítið tapað af markaðshlutdeild sinni í álfunni, þó svo að hún hafi lækkað í Bandaríkjunum. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent
Í öllum stærstu bílasölulöndum Evrópu var stórvöxtur í bílasölu á milli ára í maí. Í stærsta bílasölulandinu Þýskalandi varð 12% vöxtur í sölu og þar seldust 286.931 bíll, en þar í landi hefur bílasala vaxið um 6,8% það sem af er ári og svo virðist sem hún rísi með hverjum mánuðinum. Í Frakklandi varð þó meiri vöxtur eða 22% og enn meiri á Ítalíu eða uppá 27%. Á Spáni varð 21% vöxtur í bílasölu. Þessi fjögur lönd telja þrjá fjórðu af bílasölu í álfunni. Bílasala í Evrópu stefnir í 15 milljón bíla í ár og vöxt uppá um 10% á milli ára. Það þýðir þó ekki að bílasala sé að ná þeim hæðum sem hún náði hæst fyrir efnahagskreppuna árið 2008. Merkilegt þykir að sala bíla Volkswagen er einkar góð og svo virðist sem dísilvélasvindl Volkswagen hafa ekki haft mikil áhrif á sölu bíla Volkswagen og fyrirtækið hefur sáralítið tapað af markaðshlutdeild sinni í álfunni, þó svo að hún hafi lækkað í Bandaríkjunum.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent