Strákarnir okkar mæta Englandsmeistara á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2016 09:30 Christian Fuchs mætir sem Englandsmeistari á EM og spilar á móti Íslandi. vísir/getty Marcel Koller, þjálfari austurríska landsliðsins í fótbolta, tilkynnti í gærkvöldi 23 manna hópinn sem fer á Evrópumótið í fótbolta en þar er Austurríki í riðli með Íslandi, Portúgal og Ungverjalandi. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum hjá Austurríkismönnum, þar á meðal fyrirliðinn og nýkrýndi Englandsmeistarinn, Christian Fuchs, leikmaður Leicester. Hinir leikmennirnir sem spila á Englandi eru varnarmennirnir Sebastian Prödl, leikmaður Watford, og Kevin Wimmer, leikmaður Tottenham, auk framherjans Marco Arnatauvic sem spilar með Stoke. David Alaba, leikmaður Bayern München, er að sjálfsögðu í hópnum en hann hefur verið kjörinn besti fótboltamaður Austurríkis fimm ár í röð. Flestir leikmennirnir í hópnum spila eins og Alaba í þýsku 1. deildinni. Austurríska liðið var gríðarlega sannfærandi í undankeppninni en það var í riðli með Rússlandi, Svíþjóð, Svartfjallalandi, Liechtenstein og Moldóvu. Austurríki vann níu leiki, gerði eitt jafntefli, tapaði aðeins einu og skoraði 22 mörk og fékk aðeins fimm á sig. Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar á Stade de France í Saint-Denis 22. júní.Hópur Austurríkis á EM 2016:Markverðir: Robert Almer (Austria Vín), Heinz Lindner (Eintracht Frankfurt), Ramazan Ozcan (Ingolstadt)Varnarmenn: Aleksandar Dragovic (Dinamo Kiev), Christian Fuchs (Leicester City), Gyorgy Garics (Darmstadt), Martin Hinteregger (Borussia Mönchengladbach), Florian Klein (Stuttgart), Sebastian Prödl (Watford), Markus Suttner (Ingolstadt), Kevin Wimmer (Tottenham)Miðjumenn: David Alaba (Bayern Münich), Marko Arnautovic (Stoke City), Julian Baumgartlinger (Mainz), Martin Harnik (Stuttgart), Stefan Ilsanker (Leipzig), Jakob Jantscher (Luzern), Zlatko Junuzovic (Werder Bremen), Marcel Sabitzer (Leipzig), Alessandro Schopf (Schalke)Framherjar: Lukas Hinterseer (Ingolstadt), Rubin Okotie (1860 Munich), Marc Janko (Basel) EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Síðbuxnamarkvörðurinn á sínum stað í ungverska hópnum Bakvörður sem á enga landsleiki að baki óvænt valinn í landsliðshóp Ungverja. 31. maí 2016 16:27 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Marcel Koller, þjálfari austurríska landsliðsins í fótbolta, tilkynnti í gærkvöldi 23 manna hópinn sem fer á Evrópumótið í fótbolta en þar er Austurríki í riðli með Íslandi, Portúgal og Ungverjalandi. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum hjá Austurríkismönnum, þar á meðal fyrirliðinn og nýkrýndi Englandsmeistarinn, Christian Fuchs, leikmaður Leicester. Hinir leikmennirnir sem spila á Englandi eru varnarmennirnir Sebastian Prödl, leikmaður Watford, og Kevin Wimmer, leikmaður Tottenham, auk framherjans Marco Arnatauvic sem spilar með Stoke. David Alaba, leikmaður Bayern München, er að sjálfsögðu í hópnum en hann hefur verið kjörinn besti fótboltamaður Austurríkis fimm ár í röð. Flestir leikmennirnir í hópnum spila eins og Alaba í þýsku 1. deildinni. Austurríska liðið var gríðarlega sannfærandi í undankeppninni en það var í riðli með Rússlandi, Svíþjóð, Svartfjallalandi, Liechtenstein og Moldóvu. Austurríki vann níu leiki, gerði eitt jafntefli, tapaði aðeins einu og skoraði 22 mörk og fékk aðeins fimm á sig. Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar á Stade de France í Saint-Denis 22. júní.Hópur Austurríkis á EM 2016:Markverðir: Robert Almer (Austria Vín), Heinz Lindner (Eintracht Frankfurt), Ramazan Ozcan (Ingolstadt)Varnarmenn: Aleksandar Dragovic (Dinamo Kiev), Christian Fuchs (Leicester City), Gyorgy Garics (Darmstadt), Martin Hinteregger (Borussia Mönchengladbach), Florian Klein (Stuttgart), Sebastian Prödl (Watford), Markus Suttner (Ingolstadt), Kevin Wimmer (Tottenham)Miðjumenn: David Alaba (Bayern Münich), Marko Arnautovic (Stoke City), Julian Baumgartlinger (Mainz), Martin Harnik (Stuttgart), Stefan Ilsanker (Leipzig), Jakob Jantscher (Luzern), Zlatko Junuzovic (Werder Bremen), Marcel Sabitzer (Leipzig), Alessandro Schopf (Schalke)Framherjar: Lukas Hinterseer (Ingolstadt), Rubin Okotie (1860 Munich), Marc Janko (Basel)
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Síðbuxnamarkvörðurinn á sínum stað í ungverska hópnum Bakvörður sem á enga landsleiki að baki óvænt valinn í landsliðshóp Ungverja. 31. maí 2016 16:27 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Síðbuxnamarkvörðurinn á sínum stað í ungverska hópnum Bakvörður sem á enga landsleiki að baki óvænt valinn í landsliðshóp Ungverja. 31. maí 2016 16:27