Munum sýna á okkur aðra hlið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2016 09:00 Það var sannkölluð þjóðhátíðarstemmning í Marseille í gær. vísir/vilhelm „Nú fáum við tækifæri til að sýna aðra hlið á okkur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Marseille í gær. Vísaði hann til þess að Ísland hafi verið í miklu varnarhlutverki gegn Portúgal á þriðjudag en að leikurinn gegn Ungverjalandi í dag yrði allt annars eðlis. Hann er lykilleikur fyrir bæði lið upp á framhaldið að gera. Sigur myndi svo gott sem tryggja áframhaldandi þátttöku og líklegt er að Ungverjum myndi duga jafntefli til þess. Ísland má búast við því að það stjórni leiknum meira en strákarnir gerðu gegn Portúgal, að sögn Heimis. „Ég reikna með því að við fáum að hafa boltann meira og spurning hversu vel okkur tekst að nýa það. Það verður að hafa í huga að Ungverjar voru afar klókir í að vinna boltann af Austurríkismönnum.“ Ungverjar hafa komið einna liða mest á óvart á mótinu með því að skella Austurríki, sem margir reiknuðu með að yrði sterkt á EM í Frakklandi, 2-0 á þriðjudag. „Frammistaða Ungverjalands kom mér ekki á óvart,“ sagði Lars Lagerbäck, meðþjálfari Heimis. „Við höfum séð að Ungverjaland er á uppleið og við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim. Það sem kom mér helst á óvart er að Ungverjaland lét Austurríki ekki líta nógu vel út. Við eigum von á góðum leik og við þurfum að spila vel sem lið,“ sagði Svíinn enn fremur.Engar áhyggjur af meiðslum Aron Einar Gunnarsson var tæpur í nára fyrir leikinn gegn Portúgal en segir að það hafi í raun aldrei komið til greina hjá honum að missa af leiknum. Aðrir hefðu verið stressaðri en hann. „Það var bara spurning um hversu lengi ég myndi endast en ég fann ekki fyrir þessu. Ég er betri núna en áður og er ég jákvæður á framhaldið,“ sagði fyrirliðinn sem reiknar með að leikurinn á morgun verði viðureign tveggja jafnra liða. „Þetta verður stál í stál. Ungverjaland er með virkilega sterkt lið og er hugarfarið þeirra svipað og hjá okkur. Þetta er bara spurning um hvernig við komum til leiks og mætum þeim. Ég stórefa að Ungverjar muni spila upp á jafntefli,“ sagði Aron Einar í gær. Heimir og Aron voru sammála um að þetta yrði slagur tveggja sterkra varnarliða og að leikurinn myndi bera keim af því. „Þetta verður erfiður leikur. Eitt mark gæti klárað og það er vonandi að það detti okkar megin,“ sagði Aron Einar.Ætlum okkur þrjú stig Kolbeinn Sigþórsson segir að sjálfstraustið í íslenska liðinu sé gott eftir jafnteflið gegn Portúgal. „Það var gott að ná að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir gegn jafn sterku liði og Portúgal,“ segir Kolbeinn sem segir þó engan vafa á því hvað Ísland ætlar sér að gera í leiknum. „Bara svo það sé alveg á hreinu þá ætlum við að fara í leikinn til að ná í öll þrjú stigin. Bæði lið munu hugsa þannig og við erum við öllu búnir.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
„Nú fáum við tækifæri til að sýna aðra hlið á okkur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Marseille í gær. Vísaði hann til þess að Ísland hafi verið í miklu varnarhlutverki gegn Portúgal á þriðjudag en að leikurinn gegn Ungverjalandi í dag yrði allt annars eðlis. Hann er lykilleikur fyrir bæði lið upp á framhaldið að gera. Sigur myndi svo gott sem tryggja áframhaldandi þátttöku og líklegt er að Ungverjum myndi duga jafntefli til þess. Ísland má búast við því að það stjórni leiknum meira en strákarnir gerðu gegn Portúgal, að sögn Heimis. „Ég reikna með því að við fáum að hafa boltann meira og spurning hversu vel okkur tekst að nýa það. Það verður að hafa í huga að Ungverjar voru afar klókir í að vinna boltann af Austurríkismönnum.“ Ungverjar hafa komið einna liða mest á óvart á mótinu með því að skella Austurríki, sem margir reiknuðu með að yrði sterkt á EM í Frakklandi, 2-0 á þriðjudag. „Frammistaða Ungverjalands kom mér ekki á óvart,“ sagði Lars Lagerbäck, meðþjálfari Heimis. „Við höfum séð að Ungverjaland er á uppleið og við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim. Það sem kom mér helst á óvart er að Ungverjaland lét Austurríki ekki líta nógu vel út. Við eigum von á góðum leik og við þurfum að spila vel sem lið,“ sagði Svíinn enn fremur.Engar áhyggjur af meiðslum Aron Einar Gunnarsson var tæpur í nára fyrir leikinn gegn Portúgal en segir að það hafi í raun aldrei komið til greina hjá honum að missa af leiknum. Aðrir hefðu verið stressaðri en hann. „Það var bara spurning um hversu lengi ég myndi endast en ég fann ekki fyrir þessu. Ég er betri núna en áður og er ég jákvæður á framhaldið,“ sagði fyrirliðinn sem reiknar með að leikurinn á morgun verði viðureign tveggja jafnra liða. „Þetta verður stál í stál. Ungverjaland er með virkilega sterkt lið og er hugarfarið þeirra svipað og hjá okkur. Þetta er bara spurning um hvernig við komum til leiks og mætum þeim. Ég stórefa að Ungverjar muni spila upp á jafntefli,“ sagði Aron Einar í gær. Heimir og Aron voru sammála um að þetta yrði slagur tveggja sterkra varnarliða og að leikurinn myndi bera keim af því. „Þetta verður erfiður leikur. Eitt mark gæti klárað og það er vonandi að það detti okkar megin,“ sagði Aron Einar.Ætlum okkur þrjú stig Kolbeinn Sigþórsson segir að sjálfstraustið í íslenska liðinu sé gott eftir jafnteflið gegn Portúgal. „Það var gott að ná að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir gegn jafn sterku liði og Portúgal,“ segir Kolbeinn sem segir þó engan vafa á því hvað Ísland ætlar sér að gera í leiknum. „Bara svo það sé alveg á hreinu þá ætlum við að fara í leikinn til að ná í öll þrjú stigin. Bæði lið munu hugsa þannig og við erum við öllu búnir.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira