Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 09:30 Kolbeinn Sigþórsson gerði grín að leikmönnum Portúgals í loftinu. vísir/vilhelm Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta eiga fyrir höndum risastóran leik gegn Ungverjalandi í Marseille í dag í annarri umferð riðlakeppni EM 2016. Ungverjaland er í betri stöðu eftir fyrstu umferðina þar sem liðið vann flottan sigur á Austurríki, 2-0, en strákarnir okkar eru með eitt stig eftir frækið jafntefli gegn Portúgal. Kolbeinn Sigþórsson var brattur á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Hann sagði strákana stefna á sigur gegn Ungverjalandi enda væri liðið fullt sjálfstrausts eftir frammistöðuna gegn Portúgal. „Sjálfstraustið í liðinu er meira eftir fyrsta leikinn. Það var gott að koma til baka eftir að vera 1-0 undir gegn jafnsterku liði og Portúgal er,“ sagði Kolbeinn. „Við þurfum að halda þessu áfram og spila aftur vel gegn Ungverjalandi. Þetta verður erfiður leikur en Ungverjar sýndu í síðasta leik að það er erfitt að vinna þá. Við þurfum að eiga góðan leik til að fá öll þrjú stigin sem við þurfum.“ Kolbeinn var meiddur í aðdraganda mótsins og fór meira að segja í sprautu í Barcelona til að létta á þrýsting í hnénu. Allt sem var gert við hann virðist hafa virkað því hann spilaði eins og höfðingi gegn Portúgal og er meira en klár í slaginn gegn Ungverjalandi. „Þetta hefur allt saman gengið eins og í sögu síðustu fjórar vikur. Ég var ekki viss um að ég myndi ná EM og það var stress í mér á tímabili,“ sagði Kolbeinn. „Eftir leikinn gegn Portúgal var ég bara betri í hnénu ef eitthvað er. Ég finn ekki fyrir neinu og verð að hrósa öllum þeim sem hafa hjálpað mér. Sjúkraþjálfararnir hafa unnið frábært verk og þess vegna er ég klár,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30 „Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Væntingar Ungverjalands voru ekki miklar fyrir Evrópumótið en þær eru öllu meiri eftir frækinn sigur á Austurríki. 18. júní 2016 13:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta eiga fyrir höndum risastóran leik gegn Ungverjalandi í Marseille í dag í annarri umferð riðlakeppni EM 2016. Ungverjaland er í betri stöðu eftir fyrstu umferðina þar sem liðið vann flottan sigur á Austurríki, 2-0, en strákarnir okkar eru með eitt stig eftir frækið jafntefli gegn Portúgal. Kolbeinn Sigþórsson var brattur á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Hann sagði strákana stefna á sigur gegn Ungverjalandi enda væri liðið fullt sjálfstrausts eftir frammistöðuna gegn Portúgal. „Sjálfstraustið í liðinu er meira eftir fyrsta leikinn. Það var gott að koma til baka eftir að vera 1-0 undir gegn jafnsterku liði og Portúgal er,“ sagði Kolbeinn. „Við þurfum að halda þessu áfram og spila aftur vel gegn Ungverjalandi. Þetta verður erfiður leikur en Ungverjar sýndu í síðasta leik að það er erfitt að vinna þá. Við þurfum að eiga góðan leik til að fá öll þrjú stigin sem við þurfum.“ Kolbeinn var meiddur í aðdraganda mótsins og fór meira að segja í sprautu í Barcelona til að létta á þrýsting í hnénu. Allt sem var gert við hann virðist hafa virkað því hann spilaði eins og höfðingi gegn Portúgal og er meira en klár í slaginn gegn Ungverjalandi. „Þetta hefur allt saman gengið eins og í sögu síðustu fjórar vikur. Ég var ekki viss um að ég myndi ná EM og það var stress í mér á tímabili,“ sagði Kolbeinn. „Eftir leikinn gegn Portúgal var ég bara betri í hnénu ef eitthvað er. Ég finn ekki fyrir neinu og verð að hrósa öllum þeim sem hafa hjálpað mér. Sjúkraþjálfararnir hafa unnið frábært verk og þess vegna er ég klár,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30 „Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Væntingar Ungverjalands voru ekki miklar fyrir Evrópumótið en þær eru öllu meiri eftir frækinn sigur á Austurríki. 18. júní 2016 13:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30
„Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Væntingar Ungverjalands voru ekki miklar fyrir Evrópumótið en þær eru öllu meiri eftir frækinn sigur á Austurríki. 18. júní 2016 13:30
Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00
Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30