Ótrúlegur viðsnúningur í leik Tékka og Króata | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2016 18:00 Tékkar fagna jöfnunarmarki Necid. vísir/getty Króatar fóru illa að ráði sínu gegn Tékkum í D-riðli á EM 2016 í Saint-Étienne í dag. Lokatölur 2-2. Króatíska liðið var miklu sterkari aðilinn í leiknum og allt benti til þess að það myndi landa þægilegum sigri. Ivan Perisic kom Króötum í 1-0 með góðu skoti á 37. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Ivan Rakitic virtist svo vera búinn að tryggja Króatíu sigurinn þegar hann lyfti boltanum smekklega yfir Petr Cech á 59. mínútu og staðan 2-0. En á 76. mínútu minnkaði varamaðurinn Milan Skoda muninn með frábærum skalla eftir fyrirgjöf Tomás Rosický og gaf Tékkum von.Króatískir aðdáendur köstuðu blysum inn á völlinn á síðustu mínútum leiksins. #EMÍslandhttps://t.co/QyZoUbETSU — Síminn (@siminn) June 17, 2016Skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma köstuðu nokkrir stuðningsmenn Króatíu flugeldum inn á völlinn og Mark Clattenburg þurfti að stöðva leikinn. Fáránleg hegðun sem dregur örugglega dilk á eftir sér. Þetta hlé sem var gert á leiknum fór illa í leikmenn Króatíu og á þriðju mínútu í uppbótartíma handlék Domagoj Vida boltann innan vítateigs og Clattenburg benti á punktinn. Varamaðurinn Tomás Necid steig fram og skoraði af fádæma öryggi úr vítinu og jafnaði metin. Ótrúlegur viðsnúningur og enn aftur er skorað í uppbótartíma á EM. Eftir leikinn eru Króatar með fjögur stig í C-riðli en Tékkar með eitt.Tékkland 0-1 Króatía Perišić kemur Króatíu yfir gegn Tékklandi. Talsverðir yfirburði í fyrri hálfleik. 1-0. #EMÍsland https://t.co/nmIhPmAYhO— Síminn (@siminn) June 17, 2016 Tékkland 0-2 Króatía Rakitic skorar annað mark Króatíu; fagnar innilega með Srna. 2-0. #EMÍsland https://t.co/VAmmdpdmvd— Síminn (@siminn) June 17, 2016 Tékkland 1-2 Króatía Skoda minnkar muninn fyrir Tékka! Ekki fyrsti Skódinn sem hefur reynst fólki vel á ögurstundu. #EMÍsland https://t.co/oNG27B8BXf— Síminn (@siminn) June 17, 2016 Tékkland 2-2 Króatía ÓTRÚLEGAR lokamínútur. Blysum kastað inn á völlinn og vítaspyrna í uppbótartíma. 2-2. #EMÍsland https://t.co/C3wnzjHTgf— Síminn (@siminn) June 17, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Króatar fóru illa að ráði sínu gegn Tékkum í D-riðli á EM 2016 í Saint-Étienne í dag. Lokatölur 2-2. Króatíska liðið var miklu sterkari aðilinn í leiknum og allt benti til þess að það myndi landa þægilegum sigri. Ivan Perisic kom Króötum í 1-0 með góðu skoti á 37. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Ivan Rakitic virtist svo vera búinn að tryggja Króatíu sigurinn þegar hann lyfti boltanum smekklega yfir Petr Cech á 59. mínútu og staðan 2-0. En á 76. mínútu minnkaði varamaðurinn Milan Skoda muninn með frábærum skalla eftir fyrirgjöf Tomás Rosický og gaf Tékkum von.Króatískir aðdáendur köstuðu blysum inn á völlinn á síðustu mínútum leiksins. #EMÍslandhttps://t.co/QyZoUbETSU — Síminn (@siminn) June 17, 2016Skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma köstuðu nokkrir stuðningsmenn Króatíu flugeldum inn á völlinn og Mark Clattenburg þurfti að stöðva leikinn. Fáránleg hegðun sem dregur örugglega dilk á eftir sér. Þetta hlé sem var gert á leiknum fór illa í leikmenn Króatíu og á þriðju mínútu í uppbótartíma handlék Domagoj Vida boltann innan vítateigs og Clattenburg benti á punktinn. Varamaðurinn Tomás Necid steig fram og skoraði af fádæma öryggi úr vítinu og jafnaði metin. Ótrúlegur viðsnúningur og enn aftur er skorað í uppbótartíma á EM. Eftir leikinn eru Króatar með fjögur stig í C-riðli en Tékkar með eitt.Tékkland 0-1 Króatía Perišić kemur Króatíu yfir gegn Tékklandi. Talsverðir yfirburði í fyrri hálfleik. 1-0. #EMÍsland https://t.co/nmIhPmAYhO— Síminn (@siminn) June 17, 2016 Tékkland 0-2 Króatía Rakitic skorar annað mark Króatíu; fagnar innilega með Srna. 2-0. #EMÍsland https://t.co/VAmmdpdmvd— Síminn (@siminn) June 17, 2016 Tékkland 1-2 Króatía Skoda minnkar muninn fyrir Tékka! Ekki fyrsti Skódinn sem hefur reynst fólki vel á ögurstundu. #EMÍsland https://t.co/oNG27B8BXf— Síminn (@siminn) June 17, 2016 Tékkland 2-2 Króatía ÓTRÚLEGAR lokamínútur. Blysum kastað inn á völlinn og vítaspyrna í uppbótartíma. 2-2. #EMÍsland https://t.co/C3wnzjHTgf— Síminn (@siminn) June 17, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira