Varamennirnir breyttu öllu fyrir enska liðið í sigri á Wales | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2016 14:45 Daniel Sturridge fagnar sigurmarkinu sínu. Vísir/Getty Varamennirnir Daniel Sturridge og Jamie Vardy tryggði Englendingum 2-1 sigur á Wales og þar með toppsætið í B-riðlinum á Evrópumótinu í Frakklandi. Gareth Bale kom Wales yfir í fyrri hálfleik með marki beint úr aukaspyrnu af 32 metra færi en Roy Hodgson, þjálfari enska liðsins, skipti bæði Daniel Sturridge og Jamie Vardy inná í hálfleik og það bar árangur því þeir skoruðu báðir. Jamie Vardy var ekki lengi að jafna metin og Daniel Sturridge skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma leiksins. Englendingar eru því komnir með 4 stig og á toppinn í riðlinum en Wales og Slóvakía eru með 3 stig. England mætir Slóvakíu í lokaumferðinni en Wales spilar við Rússland. Gareth Bale kom Wales í 1-0 í lok fyrri hálfleiks með skoti beint úr aukaspyrnu en hann hefur þar með skorað aukaspyrnumark í tveimur fyrstu leikjum velska liðsins á EM. Englendingar voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og Raheem Sterling fékk besta færið. Það var hinsvegar Wales sem skoraði eina markið úr aukaspyrnu af um 32 metra færi en Joe Hart átti að gera þar betur. Gareth Bale er skeinuhættur skotmaður og markvörður Manchester City réði ekki við skotið hans þrátt fyrir að það hafi verið af mjög löngu færi. Roy Hodgson, þjálfari enska liðsins, skipti bæði Daniel Sturridge og Jamie Vardy inná í hálfleik og Vardy var ekki lengi að jafna metin. Hann fékk þá boltann frá Ashley Williams, fyrirliði Wales, og skoraði úr markteignum. Það héldu allir að Vardy væri rangstæður enda langt fyrir innan en síðan kom í ljós að hann fékk boltann frá varnarmanni Wales en ekki samherja. Enska liðið hélt áfram að sækja og markið kom ekki fyrr en í uppbótartímanum. Daniel Sturridge skoraði þá eftir tilviljunarkennt en árangursríkt samspil ensku landsliðmannanna inn í teig. Sturridge fékk boltann á endanum frá Deli Alli og kom boltanum í markið. Ensku leikmennirnir fögnuðu gríðarlega í leikslok enda þetta var afar mikilvægur sigur fyrir liðið ekki síst eftir vonbrigðin í lokin á móti Rússum. Nú var lukkan hinsvegar í liðið með þeim ensku í uppbótartímanum.Bale kemur Wales í 1-0 Bale með ótrúlegt mark beint úr aukaspyrnu! Wales, sem hefur ekki sigrað England í 32 ár, leiðir í hálfleik. 1-0. pic.twitter.com/bZz8uVVtgd— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Vardy jafnar metin Rangstaða. Rangstaða. Rangstaða. EKKI RANGSTAÐA! Vardy skorar fyrir England! 1-1 pic.twitter.com/t2oCuiE2p4— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Daniel Sturridge skorar sigurmarkið Daniel Sturridge í uppbótartíma! 2-1 fyrir Englandi gegn Wales! pic.twitter.com/DS60awHyG1— Síminn (@siminn) June 16, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Varamennirnir Daniel Sturridge og Jamie Vardy tryggði Englendingum 2-1 sigur á Wales og þar með toppsætið í B-riðlinum á Evrópumótinu í Frakklandi. Gareth Bale kom Wales yfir í fyrri hálfleik með marki beint úr aukaspyrnu af 32 metra færi en Roy Hodgson, þjálfari enska liðsins, skipti bæði Daniel Sturridge og Jamie Vardy inná í hálfleik og það bar árangur því þeir skoruðu báðir. Jamie Vardy var ekki lengi að jafna metin og Daniel Sturridge skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma leiksins. Englendingar eru því komnir með 4 stig og á toppinn í riðlinum en Wales og Slóvakía eru með 3 stig. England mætir Slóvakíu í lokaumferðinni en Wales spilar við Rússland. Gareth Bale kom Wales í 1-0 í lok fyrri hálfleiks með skoti beint úr aukaspyrnu en hann hefur þar með skorað aukaspyrnumark í tveimur fyrstu leikjum velska liðsins á EM. Englendingar voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og Raheem Sterling fékk besta færið. Það var hinsvegar Wales sem skoraði eina markið úr aukaspyrnu af um 32 metra færi en Joe Hart átti að gera þar betur. Gareth Bale er skeinuhættur skotmaður og markvörður Manchester City réði ekki við skotið hans þrátt fyrir að það hafi verið af mjög löngu færi. Roy Hodgson, þjálfari enska liðsins, skipti bæði Daniel Sturridge og Jamie Vardy inná í hálfleik og Vardy var ekki lengi að jafna metin. Hann fékk þá boltann frá Ashley Williams, fyrirliði Wales, og skoraði úr markteignum. Það héldu allir að Vardy væri rangstæður enda langt fyrir innan en síðan kom í ljós að hann fékk boltann frá varnarmanni Wales en ekki samherja. Enska liðið hélt áfram að sækja og markið kom ekki fyrr en í uppbótartímanum. Daniel Sturridge skoraði þá eftir tilviljunarkennt en árangursríkt samspil ensku landsliðmannanna inn í teig. Sturridge fékk boltann á endanum frá Deli Alli og kom boltanum í markið. Ensku leikmennirnir fögnuðu gríðarlega í leikslok enda þetta var afar mikilvægur sigur fyrir liðið ekki síst eftir vonbrigðin í lokin á móti Rússum. Nú var lukkan hinsvegar í liðið með þeim ensku í uppbótartímanum.Bale kemur Wales í 1-0 Bale með ótrúlegt mark beint úr aukaspyrnu! Wales, sem hefur ekki sigrað England í 32 ár, leiðir í hálfleik. 1-0. pic.twitter.com/bZz8uVVtgd— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Vardy jafnar metin Rangstaða. Rangstaða. Rangstaða. EKKI RANGSTAÐA! Vardy skorar fyrir England! 1-1 pic.twitter.com/t2oCuiE2p4— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Daniel Sturridge skorar sigurmarkið Daniel Sturridge í uppbótartíma! 2-1 fyrir Englandi gegn Wales! pic.twitter.com/DS60awHyG1— Síminn (@siminn) June 16, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira