Áfram Ísland segja erlendu miðlarnir Bjarki Ármannsson skrifar 14. júní 2016 22:33 Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir. Vísir Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir og framganga Íslands í fyrsta leik sínum á mótinu hefur vakið mikla athygli erlendra miðla og netverja. Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum, náði Ísland jafntefli gegn Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu fyrr í kvöld. Norskir og danskir miðlar gerðu úrslitunum góð skil á vefsíðum sínum eftir leik en þeir frændur okkar komust ekki á Evrópumótið í þetta sinn. Norska ríkisútvarpið, NRK, kallar frammistöðu Íslendinga „sensasjon“ og Politiken í Danmörku, sem hefur lýst yfir opinberum stuðningi við íslenska liðið, slær upp „Áfram Ísland“ í fyrirsögn. Verdens Gang í Noregi gengur svo langt að ætla að eigna sér heiðurinn af Birki Bjarnasyni, markaskorara Íslands, í umfjöllun sinni. Birkir ólst að miklu leyti upp í Noregi og kallar VG hann „norskan“ innan gæsalappa.Þá var glæstum árangri Íslendinga fagnað víða um heim á Twitter. Breska ríkisútvarpið gerði leiknum góð skil í allt kvöld og setur úrslitin í samhengi: Um einn af hverjum tvö þúsund íslenskum karlmönnum milli tvítugs og fertugs leikur fyrir karlalandsliðið í fótbolta.This result in context:If you're Icelandic, male and aged 20-40:You have a 1 in 2000 chance of playing for #ISL pic.twitter.com/wIF5nW9rAB— BBC 5 live Sport (@5liveSport) June 14, 2016 Twitter-síðan Football Stuff fjallar um varnarleik Íslands í kvöld. Mynd segir meira en þúsund orð:#ISL defense against #POR summed up! pic.twitter.com/8cTUl7tErG— Football Stuff (@FootbalIStuff) June 14, 2016 Þetta grín kunna aðdáendur kvikmyndarinnar The Mighty Ducks að meta:This #ISL team has definitely changed public perception from previous teams of their country @MenInBlazers #PORISL pic.twitter.com/uE2NpxLGsf— Andrew Reveles (@AndyReveles) June 14, 2016 Michael Cox, fótboltablaðamaður The Guardian og fleiri miðla, á svo þetta skemmtilega tíst: „Þetta er stærsta stund Íslands í evrópskri knattspyrnu síðan Eyjafjallajökull gaus og varð til þess að Barcelona þurfti að taka rútu til Mílanó árið 2010.“ Inter frá Mílanó sló Evrópumeistarana í Barcelona úr Meistaradeildinni það árið og vildu sumir meina að Börsungar hefðu verið í verra leikformi þar sem þeir gátu ekki flogið til Ítalíu.Iceland's biggest moment in European football since their volcano forced Barca to travel by bus to Milan in 2010— Michael Cox (@Zonal_Marking) June 14, 2016 Svo látum við þetta fljóta með að lokum. Verði ykkur að góðu.What an honour for the Portuguese captain to shake hands with the legend that is Aron Gunnarsson @CardiffCityFC pic.twitter.com/CUuz64dYMi— Callum Noad (@calnoad) June 14, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Twitter springur eftir jöfnunarmark Birkis: "Frumburður okkar verður nefndur Birkir“ Birkir Bjarnason er dáðasti sonur Íslands í augnablikinu. 14. júní 2016 20:15 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Stuðningsmenn Íslands í Saint-Étienne: Benni bongó fór að pissa og missti af markinu Átta þúsund Íslendingar studdu karlalandslið sitt með ráðum og dáðum í kvöld. 14. júní 2016 20:45 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir og framganga Íslands í fyrsta leik sínum á mótinu hefur vakið mikla athygli erlendra miðla og netverja. Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum, náði Ísland jafntefli gegn Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu fyrr í kvöld. Norskir og danskir miðlar gerðu úrslitunum góð skil á vefsíðum sínum eftir leik en þeir frændur okkar komust ekki á Evrópumótið í þetta sinn. Norska ríkisútvarpið, NRK, kallar frammistöðu Íslendinga „sensasjon“ og Politiken í Danmörku, sem hefur lýst yfir opinberum stuðningi við íslenska liðið, slær upp „Áfram Ísland“ í fyrirsögn. Verdens Gang í Noregi gengur svo langt að ætla að eigna sér heiðurinn af Birki Bjarnasyni, markaskorara Íslands, í umfjöllun sinni. Birkir ólst að miklu leyti upp í Noregi og kallar VG hann „norskan“ innan gæsalappa.Þá var glæstum árangri Íslendinga fagnað víða um heim á Twitter. Breska ríkisútvarpið gerði leiknum góð skil í allt kvöld og setur úrslitin í samhengi: Um einn af hverjum tvö þúsund íslenskum karlmönnum milli tvítugs og fertugs leikur fyrir karlalandsliðið í fótbolta.This result in context:If you're Icelandic, male and aged 20-40:You have a 1 in 2000 chance of playing for #ISL pic.twitter.com/wIF5nW9rAB— BBC 5 live Sport (@5liveSport) June 14, 2016 Twitter-síðan Football Stuff fjallar um varnarleik Íslands í kvöld. Mynd segir meira en þúsund orð:#ISL defense against #POR summed up! pic.twitter.com/8cTUl7tErG— Football Stuff (@FootbalIStuff) June 14, 2016 Þetta grín kunna aðdáendur kvikmyndarinnar The Mighty Ducks að meta:This #ISL team has definitely changed public perception from previous teams of their country @MenInBlazers #PORISL pic.twitter.com/uE2NpxLGsf— Andrew Reveles (@AndyReveles) June 14, 2016 Michael Cox, fótboltablaðamaður The Guardian og fleiri miðla, á svo þetta skemmtilega tíst: „Þetta er stærsta stund Íslands í evrópskri knattspyrnu síðan Eyjafjallajökull gaus og varð til þess að Barcelona þurfti að taka rútu til Mílanó árið 2010.“ Inter frá Mílanó sló Evrópumeistarana í Barcelona úr Meistaradeildinni það árið og vildu sumir meina að Börsungar hefðu verið í verra leikformi þar sem þeir gátu ekki flogið til Ítalíu.Iceland's biggest moment in European football since their volcano forced Barca to travel by bus to Milan in 2010— Michael Cox (@Zonal_Marking) June 14, 2016 Svo látum við þetta fljóta með að lokum. Verði ykkur að góðu.What an honour for the Portuguese captain to shake hands with the legend that is Aron Gunnarsson @CardiffCityFC pic.twitter.com/CUuz64dYMi— Callum Noad (@calnoad) June 14, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Twitter springur eftir jöfnunarmark Birkis: "Frumburður okkar verður nefndur Birkir“ Birkir Bjarnason er dáðasti sonur Íslands í augnablikinu. 14. júní 2016 20:15 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Stuðningsmenn Íslands í Saint-Étienne: Benni bongó fór að pissa og missti af markinu Átta þúsund Íslendingar studdu karlalandslið sitt með ráðum og dáðum í kvöld. 14. júní 2016 20:45 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Twitter springur eftir jöfnunarmark Birkis: "Frumburður okkar verður nefndur Birkir“ Birkir Bjarnason er dáðasti sonur Íslands í augnablikinu. 14. júní 2016 20:15
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30
Stuðningsmenn Íslands í Saint-Étienne: Benni bongó fór að pissa og missti af markinu Átta þúsund Íslendingar studdu karlalandslið sitt með ráðum og dáðum í kvöld. 14. júní 2016 20:45