Skoraði sitt fyrsta mark í 18 mánuði og Ungverjar unnu Austurríki á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2016 17:45 Ungverjar fagna marki sínu með stuðningsmönnunum í stúkunni. Vísir/Getty Ein óvæntustu úrslit Evrópumótsins til þessa litu dagsins ljós í fyrsta leiknum í riðli Íslands þegar Ungverjar unnu 2-0 sigur á Austurríki. Sigurinn var fyllilega sanngjarn enda stóð ungverska liðið sig frábærlega í kvöld. Adam Szalai var hetja ungverska liðsins en framherjinn sem hafði ekki skorað fyrir félagslið eða landslið í átján mánuði skoraði fyrra mark Ungverja á 63. mínútu. Varamaðurinn Zoltán Stieber innsiglaði síðan sigurinn á 87. mínútu. Austurríkismenn enduðu leikinn manni færri því Aleksandar Dragovic fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu eða aðeins fjórum mínútum eftir að Ungverjar komust í 1-0. Það var mikið búist við af austurríska liðinu fyrir Evrópumótið en frammistaða þess í kvöld var ekki sannfærandi. Ungverjar unnu aftur á móti frábæran sigur og hafa með honum opnað riðilinn upp á gátt. Gábor Király, markvörður Ungverja, varð í kvöld elsti leikmaður EM frá upphafi og hélt upp á metið með því að halda marki sínu hreinu. Það hefði þó getað endað öðruvísi. Austurríkismenn fengu næstum því draumabyrjun þegar David Alaba skaut í stöngina eftir aðeins 30 sekúndur og austurríska liðið fékk hættulegri færi í fyrri hálfleiknum. Ungverska liðið var samt alls ekki síðri aðilinn í fyrri hálfleiknum og Balázs Dzsudzsák fékk fínasta færi undir lok fyrri hálfleiksins. Adam Szalai kom Ungverjum í 1-0 á 62. mínútu eftir frábært þríhyrningsspil við y László Kleinheisler sem sendi boltann á hárréttum tíma inn í teig þar sem Szalai lagði hann undir markvörðinn og í markið. Szalai hafði ekki skorað fyrir landslið eða félagslið síðan árið 2014. Zoltán Stieber kom inná sem varamaður á 79. mínútu og hann innsiglaði sigurinn eftir skyndisókn á 87. mínútu. Næsti leikur ungverska liðsins er á móti Íslandi á laugardaginn en Austurríkismanna bíður erfiður leikur á móti Portúgal. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Ein óvæntustu úrslit Evrópumótsins til þessa litu dagsins ljós í fyrsta leiknum í riðli Íslands þegar Ungverjar unnu 2-0 sigur á Austurríki. Sigurinn var fyllilega sanngjarn enda stóð ungverska liðið sig frábærlega í kvöld. Adam Szalai var hetja ungverska liðsins en framherjinn sem hafði ekki skorað fyrir félagslið eða landslið í átján mánuði skoraði fyrra mark Ungverja á 63. mínútu. Varamaðurinn Zoltán Stieber innsiglaði síðan sigurinn á 87. mínútu. Austurríkismenn enduðu leikinn manni færri því Aleksandar Dragovic fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu eða aðeins fjórum mínútum eftir að Ungverjar komust í 1-0. Það var mikið búist við af austurríska liðinu fyrir Evrópumótið en frammistaða þess í kvöld var ekki sannfærandi. Ungverjar unnu aftur á móti frábæran sigur og hafa með honum opnað riðilinn upp á gátt. Gábor Király, markvörður Ungverja, varð í kvöld elsti leikmaður EM frá upphafi og hélt upp á metið með því að halda marki sínu hreinu. Það hefði þó getað endað öðruvísi. Austurríkismenn fengu næstum því draumabyrjun þegar David Alaba skaut í stöngina eftir aðeins 30 sekúndur og austurríska liðið fékk hættulegri færi í fyrri hálfleiknum. Ungverska liðið var samt alls ekki síðri aðilinn í fyrri hálfleiknum og Balázs Dzsudzsák fékk fínasta færi undir lok fyrri hálfleiksins. Adam Szalai kom Ungverjum í 1-0 á 62. mínútu eftir frábært þríhyrningsspil við y László Kleinheisler sem sendi boltann á hárréttum tíma inn í teig þar sem Szalai lagði hann undir markvörðinn og í markið. Szalai hafði ekki skorað fyrir landslið eða félagslið síðan árið 2014. Zoltán Stieber kom inná sem varamaður á 79. mínútu og hann innsiglaði sigurinn eftir skyndisókn á 87. mínútu. Næsti leikur ungverska liðsins er á móti Íslandi á laugardaginn en Austurríkismanna bíður erfiður leikur á móti Portúgal.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira