Tap gegn Portúgal verða ekki endalokin hjá okkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2016 06:00 Lars, Alfreð og Birkir á blaðamannafundinum í gær. vísir/vilhelm „Ég hef alltaf sagt að þú átt möguleika í fótbolta,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær, aðspurður um hvaða vonir strákarnir okkar gera sér í fyrsta leiknum gegn Portúgal á EM á þriðjudagskvöldið. „Ef þessir strákar spila áfram eins og þeir hafa verið að spila þá eigum við góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ sagði Lars enn fremur en hann er bjartsýnn á góðan árangur Íslands á sínu fyrsta stórmóti. Lars sagði að alla jafna væri fyrsti leikurinn á svona stórmóti mjög mikilvægur en nú væri staðan öðruvísi þar sem fjögur af sex liðunum sem hafna í þriðja sæti komast í 16 liða úrslitin. Portúgal er talið mun sigurstranglegra gegn Íslandi en tap verður enginn heimsendir að mati Lagerbäck. „Við ættum að ráða við tap í leiknum gegn Portúgal,“ sagði Lars. Hann benti þó á að ekki væri hægt að vita hversu mikilvægur fyrsti leikurinn er fyrr en að honum loknum út af þessu nýja 24 liða móti. Lars var á dögunum gagnrýnin á leikaraskap Cristiano Ronaldo og Pepe en sá síðarnefndi lét eins og kjáni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Portúgalarnir tveir stóðu uppi sem Evrópumeistarar eftir sigur á Atlético Madrid í vítaspyrnukeppni. „Það sáu allir á myndbrotunum hvað Pepe var að gera,“ svaraði Lars spurningu portúgalsk blaðamanns sem vildi fá frekari skýringar frá Svíanum. „Ég veit ekki hvaða kröfur menn gera í Hollywood en kannski getur Pepe fengið starf þar.“ Lars hrósaði portúgalska liðinu samt mikið og sérstaklega þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera virkilega flotta hluti með liðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Portúgal og störfum þjálfara þess. Hann tapar varla leik og hefur fengið menn til að spila sem lið sem hefur ekki alltaf verið raunin með Portúgalana. Þetta er frábært lið sem við eigum samt að geta strítt,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
„Ég hef alltaf sagt að þú átt möguleika í fótbolta,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær, aðspurður um hvaða vonir strákarnir okkar gera sér í fyrsta leiknum gegn Portúgal á EM á þriðjudagskvöldið. „Ef þessir strákar spila áfram eins og þeir hafa verið að spila þá eigum við góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ sagði Lars enn fremur en hann er bjartsýnn á góðan árangur Íslands á sínu fyrsta stórmóti. Lars sagði að alla jafna væri fyrsti leikurinn á svona stórmóti mjög mikilvægur en nú væri staðan öðruvísi þar sem fjögur af sex liðunum sem hafna í þriðja sæti komast í 16 liða úrslitin. Portúgal er talið mun sigurstranglegra gegn Íslandi en tap verður enginn heimsendir að mati Lagerbäck. „Við ættum að ráða við tap í leiknum gegn Portúgal,“ sagði Lars. Hann benti þó á að ekki væri hægt að vita hversu mikilvægur fyrsti leikurinn er fyrr en að honum loknum út af þessu nýja 24 liða móti. Lars var á dögunum gagnrýnin á leikaraskap Cristiano Ronaldo og Pepe en sá síðarnefndi lét eins og kjáni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Portúgalarnir tveir stóðu uppi sem Evrópumeistarar eftir sigur á Atlético Madrid í vítaspyrnukeppni. „Það sáu allir á myndbrotunum hvað Pepe var að gera,“ svaraði Lars spurningu portúgalsk blaðamanns sem vildi fá frekari skýringar frá Svíanum. „Ég veit ekki hvaða kröfur menn gera í Hollywood en kannski getur Pepe fengið starf þar.“ Lars hrósaði portúgalska liðinu samt mikið og sérstaklega þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera virkilega flotta hluti með liðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Portúgal og störfum þjálfara þess. Hann tapar varla leik og hefur fengið menn til að spila sem lið sem hefur ekki alltaf verið raunin með Portúgalana. Þetta er frábært lið sem við eigum samt að geta strítt,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira