Saga Kára DJ Árnasonar: „Ég var búaður af sviði eftir tvö lög“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 23:30 Kári Árnason hefur húmor fyrir sjálfum sér. Vísir/Valli Miðvörðurinn Kári Árnason hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir ef svo ber undir. Eitt besta dæmið um það er ball í Fossvogsskóla fyrir heilum 22 árum. Kári segist hafa litið töluvert til bróður síns Daða þegar kom að tónlist til að hlusta á. Hann hafi hlustað á það sem Daði hlustaði á sem á þeim tíma var bandaríska rokkhljómsveitin Pearl Jam. „Það var ekki í tísku hjá mínum aldurshópi að hlusta á hana,“ segir Kári hlæjandi beðinn um að rifja upp söguna sem Andri Tómas Gunnarssson, vinur Kára, sagði Dodda litla á Rás 2 á dögunum. Þannig var að Kári hafði tekið að sér að vera plötusnúður á balli í Fossvogsskóla í tólf ára bekk. „Ég hélt ég væri rosalegur gæi, ætlaði að gerast DJ tólf ára gamall,“ segir Kári. „Ég vissi ekki að það þyrfti að undirbúa sig,“ segir miðvörðurinn sem fór að grúska í plötusafninu en leitaði svo til bróður síns. Skilaboðin voru skír. Hann ætti að hætta að gramsa í plötunum og taka bara tvo Pearl Jam geisladiska. Þetta myndi reddast. „Það er ekkert partý án Pearl Jam,“ hefur Kári eftir bróður sínum og hélt vígreifur á ballið með diskana tvo. „Það endaði ekki vel fyrir mig. Ég var búaður af sviði eftir tvö lög.“ Kári hefur augljóslega húmor fyrir sjálfum sér og misheppnaðri byrjun á ferlinum sem plötusnúður. Staðan er hins vegar enn svipuð. Hann fær ekki að koma nálægt tónlistarvalinu í klefanum hjá landsliðinu. Þar fái yngri leikmennirnir að ráða för.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Mesta eftirsjáin að skipta ekki fyrr yfir í miðvörðinn Kári Árnason ætlaði aldrei að verða atvinnumaður. Miðvörðurinn hefur haft margan skrautfuglinn sem þjálfara. Hann segist munu sakna stundanna í landsliðinu mest. 3. september 2015 13:15 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Miðvörðurinn Kári Árnason hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir ef svo ber undir. Eitt besta dæmið um það er ball í Fossvogsskóla fyrir heilum 22 árum. Kári segist hafa litið töluvert til bróður síns Daða þegar kom að tónlist til að hlusta á. Hann hafi hlustað á það sem Daði hlustaði á sem á þeim tíma var bandaríska rokkhljómsveitin Pearl Jam. „Það var ekki í tísku hjá mínum aldurshópi að hlusta á hana,“ segir Kári hlæjandi beðinn um að rifja upp söguna sem Andri Tómas Gunnarssson, vinur Kára, sagði Dodda litla á Rás 2 á dögunum. Þannig var að Kári hafði tekið að sér að vera plötusnúður á balli í Fossvogsskóla í tólf ára bekk. „Ég hélt ég væri rosalegur gæi, ætlaði að gerast DJ tólf ára gamall,“ segir Kári. „Ég vissi ekki að það þyrfti að undirbúa sig,“ segir miðvörðurinn sem fór að grúska í plötusafninu en leitaði svo til bróður síns. Skilaboðin voru skír. Hann ætti að hætta að gramsa í plötunum og taka bara tvo Pearl Jam geisladiska. Þetta myndi reddast. „Það er ekkert partý án Pearl Jam,“ hefur Kári eftir bróður sínum og hélt vígreifur á ballið með diskana tvo. „Það endaði ekki vel fyrir mig. Ég var búaður af sviði eftir tvö lög.“ Kári hefur augljóslega húmor fyrir sjálfum sér og misheppnaðri byrjun á ferlinum sem plötusnúður. Staðan er hins vegar enn svipuð. Hann fær ekki að koma nálægt tónlistarvalinu í klefanum hjá landsliðinu. Þar fái yngri leikmennirnir að ráða för.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Mesta eftirsjáin að skipta ekki fyrr yfir í miðvörðinn Kári Árnason ætlaði aldrei að verða atvinnumaður. Miðvörðurinn hefur haft margan skrautfuglinn sem þjálfara. Hann segist munu sakna stundanna í landsliðinu mest. 3. september 2015 13:15 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Mesta eftirsjáin að skipta ekki fyrr yfir í miðvörðinn Kári Árnason ætlaði aldrei að verða atvinnumaður. Miðvörðurinn hefur haft margan skrautfuglinn sem þjálfara. Hann segist munu sakna stundanna í landsliðinu mest. 3. september 2015 13:15