Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2016 10:06 Það var létt yfir landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á æfingu íslenska landsliðsins í Annecy í morgun en nú eru aðeins þrír dagar í að Ísland spili sinn fyrsta leik á EM. Strákarnir hafa nú verið í Frakklandi í fjóra daga og var æfing gærdagsins opin fyrir fjölmiðla og stuðningsmenn. „Það var gaman. Maður hefur ekki upplifað það áður. Það var reyndar svolítið heitt í gær. Þú hefur ekki brunnið, er það nokkuð?“ spurði hann blaðamann í léttum dúr. Sjá einnig: Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Aron Einar lenti í smá samstuði á æfingunni en segir að það hafi ekki verið alvarlegt. „Menn taka á því á æfingu og svo fer allur dagurinn í endurheimt. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Fyrirliðinn hefur verið að glíma við ökklameiðsli en í ökklanum er beinflís sem hefur verið að valda honum erfiðleikum. Hann segist sem betur fer ekkert finna fyrir henni „Það tekur að vísu á að hafa ekki náð að æfa nógu mikið áður en ég mætti hingað út. Það tekur á aðra vöðva og þess háttar. En þá er gott að hafa þessa sjúkraþjálfara sem eru ýmsu vanir.“ Sjá einnig: Þú þekkir mig betur en það Hann hefur ekki áhyggjur af því að það komi bakslag þegar út í alvöruna er komið. „Ég held að adrenalínið verði það hátt að maður finni ekki fyrir því. Svo tjaslar maður sér saman næsta dag. Það er helst spurning með hausinn og hugarfarið. Ef það er 100 prósent þá er ekkert að fara að stöðva mig.“ Það gekk mikið á þegar íslenska landsliðið flaug til Frakklands, eins og þjóðin öll tók eftir. Aron Einar segir að það hafi verið gott að komast upp á hótel og núllstilla sig. „Nú sé ég að menn eru afslappaðir og fullir tilhlökkunar. Það er góð blanda,“ segir hann. Kristbjörg Jónasdóttir, kærasta Arons Einars, var í hópi þeirra sem var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins í dag en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði hún að hún væri ekki einu sinni búin að bóka flug heim - hún hafði það mikla trú á íslenska liðinu. Sjá einnig: Hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki búin að bóka flug heim „Stuðningur fjölskyldunnar er partur af þessu og maður kann að meta það. En ég læt þau alfarið sjá um hvenær þau bóka flug heim. Það er ekki undir mér komið,“ segir hann í léttum dúr. „Auðvitað er virkilega gaman að sjá allan þann áhuga sem er heima á Íslandi fyrir keppninni. Þjóðin hefur fylgst með EM í gegnum tíðina og það er gaman hún fái nú sitt lið á mótið.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Það var létt yfir landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á æfingu íslenska landsliðsins í Annecy í morgun en nú eru aðeins þrír dagar í að Ísland spili sinn fyrsta leik á EM. Strákarnir hafa nú verið í Frakklandi í fjóra daga og var æfing gærdagsins opin fyrir fjölmiðla og stuðningsmenn. „Það var gaman. Maður hefur ekki upplifað það áður. Það var reyndar svolítið heitt í gær. Þú hefur ekki brunnið, er það nokkuð?“ spurði hann blaðamann í léttum dúr. Sjá einnig: Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Aron Einar lenti í smá samstuði á æfingunni en segir að það hafi ekki verið alvarlegt. „Menn taka á því á æfingu og svo fer allur dagurinn í endurheimt. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Fyrirliðinn hefur verið að glíma við ökklameiðsli en í ökklanum er beinflís sem hefur verið að valda honum erfiðleikum. Hann segist sem betur fer ekkert finna fyrir henni „Það tekur að vísu á að hafa ekki náð að æfa nógu mikið áður en ég mætti hingað út. Það tekur á aðra vöðva og þess háttar. En þá er gott að hafa þessa sjúkraþjálfara sem eru ýmsu vanir.“ Sjá einnig: Þú þekkir mig betur en það Hann hefur ekki áhyggjur af því að það komi bakslag þegar út í alvöruna er komið. „Ég held að adrenalínið verði það hátt að maður finni ekki fyrir því. Svo tjaslar maður sér saman næsta dag. Það er helst spurning með hausinn og hugarfarið. Ef það er 100 prósent þá er ekkert að fara að stöðva mig.“ Það gekk mikið á þegar íslenska landsliðið flaug til Frakklands, eins og þjóðin öll tók eftir. Aron Einar segir að það hafi verið gott að komast upp á hótel og núllstilla sig. „Nú sé ég að menn eru afslappaðir og fullir tilhlökkunar. Það er góð blanda,“ segir hann. Kristbjörg Jónasdóttir, kærasta Arons Einars, var í hópi þeirra sem var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins í dag en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði hún að hún væri ekki einu sinni búin að bóka flug heim - hún hafði það mikla trú á íslenska liðinu. Sjá einnig: Hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki búin að bóka flug heim „Stuðningur fjölskyldunnar er partur af þessu og maður kann að meta það. En ég læt þau alfarið sjá um hvenær þau bóka flug heim. Það er ekki undir mér komið,“ segir hann í léttum dúr. „Auðvitað er virkilega gaman að sjá allan þann áhuga sem er heima á Íslandi fyrir keppninni. Þjóðin hefur fylgst með EM í gegnum tíðina og það er gaman hún fái nú sitt lið á mótið.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira