Hannes sendi landsliðsþjálfaranum tölvupóst Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2016 13:00 Eyjólfur Sverrisson, til vinstri, og Tómas Ingi Tómasson. vísir/pjetur Knattspyrnuferill Hannesar er ólíkur ferli allra annarra í íslenska landsliðinu. Á meðan margir þeirra voru byrjaðir að spila sem atvinnumenn í knattspyrnu nítján ára var Hannes að spila með 2. flokki Leiknis, með þrálát axlarmeiðsli og gat ekki leyft sér að gera sér raunhæfar væntingar um mikinn frama á þessum vettvangi. Hannes var í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins í dag og segir þar frá baráttu sinni við meiðsli eftir að hafa farið úr axlarlið í haust. En framan af ferli hans stefndi ekki í að Hannes yrði atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður. „Fótboltinn var fjarlægur veruleiki fyrir mig á þessum árum,“ segir Hannes sem hefur ávallt verið blóðheitur stuðningsmaður landsliðsins. Sérstaklega sem ungur maður. Það var ekki fyrr en hann fór að geta spilað á fullu nokkrum árum síðar að hann leyfði sér að láta sig dreyma á ný. Árið 2005 spilaði hann með Aftureldingu í 2. deildinni sitt fyrsta heila tímabil og ákvað að vekja athygli á sér. „Ég hef nú ekki greint frá þessu áður en ég sendi Eyjólfi Sverrissyni, þjálfara U-21 landsliðsins, skilaboð um að ég teldi mig eiga erindi í liðið og að hann ætti að kíkja á leiki með Aftureldingu,“ útskýrir Hannes og hlær. „Hann svaraði mér. Sagði mér að halda áfram að standa mig og að hann myndi fylgjast með mér.“ Við tóku tímabil hjá Stjörnunni, Fram og KR og eftir hægan en stöðugan uppgang fékk hann sæti í A-landsliðinu árið 2009. Tveimur árum síðar var hann orðinn aðalmarkvörður liðsins. „Árið 2011 samdi ég við KR og vann mér fast sæti í landsliðinu. Þá taldi ég að ég væri búinn að sýna nóg og allt eftir það væri bónus. Það hafði alltaf blundað í mér löngun til að sanna mig og sýna bæði mér og öðrum að ég væri fínasti markvörður,“ segir hann. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Knattspyrnuferill Hannesar er ólíkur ferli allra annarra í íslenska landsliðinu. Á meðan margir þeirra voru byrjaðir að spila sem atvinnumenn í knattspyrnu nítján ára var Hannes að spila með 2. flokki Leiknis, með þrálát axlarmeiðsli og gat ekki leyft sér að gera sér raunhæfar væntingar um mikinn frama á þessum vettvangi. Hannes var í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins í dag og segir þar frá baráttu sinni við meiðsli eftir að hafa farið úr axlarlið í haust. En framan af ferli hans stefndi ekki í að Hannes yrði atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður. „Fótboltinn var fjarlægur veruleiki fyrir mig á þessum árum,“ segir Hannes sem hefur ávallt verið blóðheitur stuðningsmaður landsliðsins. Sérstaklega sem ungur maður. Það var ekki fyrr en hann fór að geta spilað á fullu nokkrum árum síðar að hann leyfði sér að láta sig dreyma á ný. Árið 2005 spilaði hann með Aftureldingu í 2. deildinni sitt fyrsta heila tímabil og ákvað að vekja athygli á sér. „Ég hef nú ekki greint frá þessu áður en ég sendi Eyjólfi Sverrissyni, þjálfara U-21 landsliðsins, skilaboð um að ég teldi mig eiga erindi í liðið og að hann ætti að kíkja á leiki með Aftureldingu,“ útskýrir Hannes og hlær. „Hann svaraði mér. Sagði mér að halda áfram að standa mig og að hann myndi fylgjast með mér.“ Við tóku tímabil hjá Stjörnunni, Fram og KR og eftir hægan en stöðugan uppgang fékk hann sæti í A-landsliðinu árið 2009. Tveimur árum síðar var hann orðinn aðalmarkvörður liðsins. „Árið 2011 samdi ég við KR og vann mér fast sæti í landsliðinu. Þá taldi ég að ég væri búinn að sýna nóg og allt eftir það væri bónus. Það hafði alltaf blundað í mér löngun til að sanna mig og sýna bæði mér og öðrum að ég væri fínasti markvörður,“ segir hann.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira