Skrautleg spá fyrir íslenska riðilinn á EM | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 11:00 Hvað ætli Lars Lagerbäck segi um þessa spá. Vísir/Anton 3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. Unibet er veðmálafyrirtæki á netinu sem er vel með á nótunum fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst í dag. Unibet hefur meðal annars tekið saman spá fyrir alla sex leikina í íslenska riðlinum en keppni í honum hefst ekki fyrr á þriðjudaginn kemur. Það væri fínt að skora þrjú mörk og fá eitt stig í fyrsta leiknum á móti stórliði Portúgal en svo fer að halla undir fæti hjá íslenska liðinu að mati spámanna Unibet. Við taka leikir á móti Ungverjum og Austurríkismönnum en þar verður mun minna um bæði mörk og stig samkvæmt spánni hjá Unibet-mönnum. Það er hægt að sjá myndband með spá Unibet hér fyrir neðan.It's Ronaldo's group, but will Guessteban Cambassio have good news for #POR or can #ISL, #HUN & #AUT cause problems?https://t.co/sUdndEGxZT— Unibet (@unibet) June 9, 2016 Spá Unibet er að sjálfsögðu bara ein af mörgum sem streyma nú inn á lokasprettinum fyrir Evrópumótið. Fyrir þá sem þykir spá Unibet alltof neikvæð fundum við aðra athyglisverða og jákvæðari spá sem væri gaman að sjá rætast á þessu Evrópumóti. Hinn franski Pirlo, eins og hann kallar sig á Twitter, sér nefnilega íslenska liðið ná í þrjú stig og komast í sextán liða úrslitin. Þar tekur reyndar við leikur á móti Króatíu sem ætti þá að rifja upp gömul sár frá því í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu. Ísland mætir líka Króatíu í undankeppni HM 2018 sem hefst í haust. Hvernig sá leikur fer má sjá í spánni hjá The French Pirlo hér fyrir neðan.Prono groupe F : #EURO2016 #POR #AUT #ISL #HUN pic.twitter.com/InUlYsX89W— The French Pirlo (@Xaviandco35) June 9, 2016 Les premiers huitièmes de finales d'après mes Pronos #EURO2016 pic.twitter.com/nrM6rgpaYj— The French Pirlo (@Xaviandco35) June 9, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. Unibet er veðmálafyrirtæki á netinu sem er vel með á nótunum fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst í dag. Unibet hefur meðal annars tekið saman spá fyrir alla sex leikina í íslenska riðlinum en keppni í honum hefst ekki fyrr á þriðjudaginn kemur. Það væri fínt að skora þrjú mörk og fá eitt stig í fyrsta leiknum á móti stórliði Portúgal en svo fer að halla undir fæti hjá íslenska liðinu að mati spámanna Unibet. Við taka leikir á móti Ungverjum og Austurríkismönnum en þar verður mun minna um bæði mörk og stig samkvæmt spánni hjá Unibet-mönnum. Það er hægt að sjá myndband með spá Unibet hér fyrir neðan.It's Ronaldo's group, but will Guessteban Cambassio have good news for #POR or can #ISL, #HUN & #AUT cause problems?https://t.co/sUdndEGxZT— Unibet (@unibet) June 9, 2016 Spá Unibet er að sjálfsögðu bara ein af mörgum sem streyma nú inn á lokasprettinum fyrir Evrópumótið. Fyrir þá sem þykir spá Unibet alltof neikvæð fundum við aðra athyglisverða og jákvæðari spá sem væri gaman að sjá rætast á þessu Evrópumóti. Hinn franski Pirlo, eins og hann kallar sig á Twitter, sér nefnilega íslenska liðið ná í þrjú stig og komast í sextán liða úrslitin. Þar tekur reyndar við leikur á móti Króatíu sem ætti þá að rifja upp gömul sár frá því í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu. Ísland mætir líka Króatíu í undankeppni HM 2018 sem hefst í haust. Hvernig sá leikur fer má sjá í spánni hjá The French Pirlo hér fyrir neðan.Prono groupe F : #EURO2016 #POR #AUT #ISL #HUN pic.twitter.com/InUlYsX89W— The French Pirlo (@Xaviandco35) June 9, 2016 Les premiers huitièmes de finales d'après mes Pronos #EURO2016 pic.twitter.com/nrM6rgpaYj— The French Pirlo (@Xaviandco35) June 9, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira