Enska landsliðið að stæla stelpurnar okkar? | Mæta með sína útgáfu af Sigurwin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 08:30 Mynd/Samsett Er einhver búinn að gleyma litla Sigurwin sem sló í gegn á síðasta Evrópumóti kvenna í fótbolta? Nú er annað landslið að reyna að stæla stelpurnar okkar á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Sumarið 2013 varð mikið fjölmiðlafár í Svíþjóð þegar lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins átti að margra mati sinn þátt í að koma stelpunum okkar alla leið í átta liða úrslitin á EM.Sjá einnig:Lukkudýrið Sigurwin er að slá í gegn í Svíþjóð Gullfiskurinn Sigurwin fékk nafnið sitt úr tveimur áttum en hann var nefndur eftir knattspyrnumanninum Sigurvin Ólafssyni úr Vestmannaeyjum nema að V-inu er breytt í w til að mynda enska orðið win eða sigur upp á íslenska tungu. Sigurvin Ólafsson afrekaði það sumarið 2006 að verða Íslandsmeistari með sínum þriðja félagi. Hann vann titilinn með ÍBV 1997 og 1998, með KR 2003 og svo með FH þremur árum síðar. Mikill sigurvegari þar á ferðinni.Sjá einnig:Leynivopn Íslands var einn á íþróttaforsíðu Aftonbladet Gullfiskurinn Sigurwin var á forsíðum sænsku blaðanna fyrir leik íslenska liðsins á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum en það hefur reyndar heyrst minna af honum eftir 4-0 tap. Enska landsliðið tók það upp hjá sér að mæta með tuskudýr til Frakklands en það má sjá Ljónið þeirra á öllum æfingum liðsins. Ensku miðlarnir hafa verið forvitnir um lukkudýrið en fengið fá svör hjá þeim ensku landsliðsmönnum sem hafa komið í viðtal.Sjá einnig:Hann er orðin skærasta stjarnan í hópnumVísir/GettyChris Smalling, miðvörður Manchester United og enska liðsins, sá um að ferja ljónið frá Englandi til Frakklands en hann var með það á áberandi stað á ferðatösku sinni. Reynsluboltar enska liðsins ákváðu að fara með þrjú tusku-ljón á Evrópumótið sem öll hafa mismundandi hlutverk. Yngri leikmenn liðsins skiptast á að hugsa um eitt ljónið, starfsmennirnir sjá um eitt og það síðast hefur það hlutverk að passa um á búningsklefa enska liðsins ef marka má heimildir blaðamanna Telegraph.Sjá einnig:Sigurwin fékk dekur í gær Eftir því sem best er vitað er hlutverk þess að þjappa hópnum saman en því hlýtur að vera einnig ætlað að færa liðinu lukku sem oft hefur vantað á stórmótum enska landsliðsins undanfarin ár. Sigurwin dugði reyndar bara í þrjá leiki og það gæti verið ástæðin fyrir að enska landsliðið mætir með þrjú lukkuljón en ekki bara eitt. Breska ljónið er þekkt lukkudýr enska keppnisliða og það var líka lukkudýrið á báðum stórkeppnunum sem Englendingar hafa haldið, fyrst á HM 1966 og svo aftur á EM 1996.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Er einhver búinn að gleyma litla Sigurwin sem sló í gegn á síðasta Evrópumóti kvenna í fótbolta? Nú er annað landslið að reyna að stæla stelpurnar okkar á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Sumarið 2013 varð mikið fjölmiðlafár í Svíþjóð þegar lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins átti að margra mati sinn þátt í að koma stelpunum okkar alla leið í átta liða úrslitin á EM.Sjá einnig:Lukkudýrið Sigurwin er að slá í gegn í Svíþjóð Gullfiskurinn Sigurwin fékk nafnið sitt úr tveimur áttum en hann var nefndur eftir knattspyrnumanninum Sigurvin Ólafssyni úr Vestmannaeyjum nema að V-inu er breytt í w til að mynda enska orðið win eða sigur upp á íslenska tungu. Sigurvin Ólafsson afrekaði það sumarið 2006 að verða Íslandsmeistari með sínum þriðja félagi. Hann vann titilinn með ÍBV 1997 og 1998, með KR 2003 og svo með FH þremur árum síðar. Mikill sigurvegari þar á ferðinni.Sjá einnig:Leynivopn Íslands var einn á íþróttaforsíðu Aftonbladet Gullfiskurinn Sigurwin var á forsíðum sænsku blaðanna fyrir leik íslenska liðsins á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum en það hefur reyndar heyrst minna af honum eftir 4-0 tap. Enska landsliðið tók það upp hjá sér að mæta með tuskudýr til Frakklands en það má sjá Ljónið þeirra á öllum æfingum liðsins. Ensku miðlarnir hafa verið forvitnir um lukkudýrið en fengið fá svör hjá þeim ensku landsliðsmönnum sem hafa komið í viðtal.Sjá einnig:Hann er orðin skærasta stjarnan í hópnumVísir/GettyChris Smalling, miðvörður Manchester United og enska liðsins, sá um að ferja ljónið frá Englandi til Frakklands en hann var með það á áberandi stað á ferðatösku sinni. Reynsluboltar enska liðsins ákváðu að fara með þrjú tusku-ljón á Evrópumótið sem öll hafa mismundandi hlutverk. Yngri leikmenn liðsins skiptast á að hugsa um eitt ljónið, starfsmennirnir sjá um eitt og það síðast hefur það hlutverk að passa um á búningsklefa enska liðsins ef marka má heimildir blaðamanna Telegraph.Sjá einnig:Sigurwin fékk dekur í gær Eftir því sem best er vitað er hlutverk þess að þjappa hópnum saman en því hlýtur að vera einnig ætlað að færa liðinu lukku sem oft hefur vantað á stórmótum enska landsliðsins undanfarin ár. Sigurwin dugði reyndar bara í þrjá leiki og það gæti verið ástæðin fyrir að enska landsliðið mætir með þrjú lukkuljón en ekki bara eitt. Breska ljónið er þekkt lukkudýr enska keppnisliða og það var líka lukkudýrið á báðum stórkeppnunum sem Englendingar hafa haldið, fyrst á HM 1966 og svo aftur á EM 1996.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira