Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2016 07:30 Samuel Umtiti er einn af efnilegri varnarmönnum Evrópu í dag. vísir/getty Vegna miðvarðavandræða í franska landsliðinu mun 22 ára gamall leikmaður Lyon að öllum líkindum spila sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi í átta liða úrslitum EM 2016 á Stade de France á sunnudagskvöldið. Skömmu eftir það mun hann svo ganga í raðir Barcelona. Drengurinn sem um ræðir heitir Samuel Umtiti. Hann er fæddur í Kamerún en er með franskt ríkisfang og hefur spilað fyrir Lyon síðan hann var átta ára gamall. Hann er búinn að vera fastamaður í aðalliði Lyon í fjögur ár eða síðan hann var 18 ára. Franska landsliðið var í vandræðum með miðverði fyrir mótið vegna meiðsla og nú er Adil Rami, þrítugur leikmaður Evrópudeildarmeistara Sevilla, kominn með tvö gul spjöld og verður í leikbanni á móti Íslandi. Það eru góð tíðindi fyrir okkar menn, en að margra mati hafa fáir spilað betur en Rami fyrir Frakkland á mótinu. Umtiti var valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir að hafa aldrei spilað leik fyrir A-liðið en hann á að baki samtals 47 leiki fyrir öll yngri landslið Frakklands.Samuel Umtiti reynir að stöðva Zlatan Ibrahimovic í leik í frönsku 1. deildinni.vísir/gettyÁ leið til Barcelona Þessi ungi miðvörður mun væntanlega upplifa draum sinn að spila fyrir franska landsliðið gegn strákunum okkar á sunnudaginn en ekki er langt þar til hann fær annan draum uppfylltan; að spila fyrir Barcelona. Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, greindi frá því í viðtali við RMC Sport í gær að Barcelona og franska félagið væru búin að komast að samkomulagi um 30 milljóna evra kaupverð á Umtiti. Samningaviðræður hafa staðið yfir í smá tíma en Luis Enrique, þjálfari Barcelona hefur haft augastað á Frakkanum í nokkra mánuði. „Ég lofaði Samuel að ef hann fengi að spila fyrir draumafélagið sitt mætti hann fara. Það sama gerðum við fyrir Benzema þegar hann fór til Real Madrid. Samuel einbeitir sér að franska landsliðinu núna, en ef allir þrír aðilar komast að sáttum er það vel mögulegt að hann yfirgefi okkur,“ sagði Jean-Michel Aulas.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Vegna miðvarðavandræða í franska landsliðinu mun 22 ára gamall leikmaður Lyon að öllum líkindum spila sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi í átta liða úrslitum EM 2016 á Stade de France á sunnudagskvöldið. Skömmu eftir það mun hann svo ganga í raðir Barcelona. Drengurinn sem um ræðir heitir Samuel Umtiti. Hann er fæddur í Kamerún en er með franskt ríkisfang og hefur spilað fyrir Lyon síðan hann var átta ára gamall. Hann er búinn að vera fastamaður í aðalliði Lyon í fjögur ár eða síðan hann var 18 ára. Franska landsliðið var í vandræðum með miðverði fyrir mótið vegna meiðsla og nú er Adil Rami, þrítugur leikmaður Evrópudeildarmeistara Sevilla, kominn með tvö gul spjöld og verður í leikbanni á móti Íslandi. Það eru góð tíðindi fyrir okkar menn, en að margra mati hafa fáir spilað betur en Rami fyrir Frakkland á mótinu. Umtiti var valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir að hafa aldrei spilað leik fyrir A-liðið en hann á að baki samtals 47 leiki fyrir öll yngri landslið Frakklands.Samuel Umtiti reynir að stöðva Zlatan Ibrahimovic í leik í frönsku 1. deildinni.vísir/gettyÁ leið til Barcelona Þessi ungi miðvörður mun væntanlega upplifa draum sinn að spila fyrir franska landsliðið gegn strákunum okkar á sunnudaginn en ekki er langt þar til hann fær annan draum uppfylltan; að spila fyrir Barcelona. Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, greindi frá því í viðtali við RMC Sport í gær að Barcelona og franska félagið væru búin að komast að samkomulagi um 30 milljóna evra kaupverð á Umtiti. Samningaviðræður hafa staðið yfir í smá tíma en Luis Enrique, þjálfari Barcelona hefur haft augastað á Frakkanum í nokkra mánuði. „Ég lofaði Samuel að ef hann fengi að spila fyrir draumafélagið sitt mætti hann fara. Það sama gerðum við fyrir Benzema þegar hann fór til Real Madrid. Samuel einbeitir sér að franska landsliðinu núna, en ef allir þrír aðilar komast að sáttum er það vel mögulegt að hann yfirgefi okkur,“ sagði Jean-Michel Aulas.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti