Umboðsmaður Ragnars: Félög um alla Evrópu að spyrjast fyrir um Ragnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2016 22:30 Framganga íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi hefur vakið áhuga á íslensku landsliðsmönnunum. Meðal þeirra sem hafa slegið í gegn er miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson sem tók markaskorarana Harry Kane og Jamie Vardy í bakaríið á mánudagskvöldið í Nice. Fjallað hefur verið um áhuga félaga í ensku úrvalsdeildinni á Ragnari og Martin Dahlin, umboðsmaður Ragnars, segir í samtali við Vísi að margir séu að spyrjast fyrir. „Já, það er heilmikill áhugi á Ragnari,“ segir Dahlin sem spilaði á sínum tíma með landsliði Svía og var ein af stjörnum liðsins á HM 1994. Hann vill ekki nefna félögin sérstaklega sem hafi samband, það geri hann aldrei en áhuginn sé um alla Evrópu. „Frammistaða hans á mótinu í heild hefur verið frábær en auðvitað opnaðist enn stærri gluggi eftir leikinn gegn Englandi,“ segir Dahlin. Áhugi fólks í Gautaborg er mikill enda spilaði Ragnar með IFK Gautaborg við góðan orðstír. Stuðningsmenn klúbbsins eru upp til hópa úr stétt verkamanna sem kunna vel við Ragnar, leikmann sem lætur verkin tala. Hann er elskaður í borginni og víðar í Svíþjóð. Staðarblaðið í Gautaborg ræddi við Dahlin fyrr í dag um áhugann á miðverðinum fyrrverandi. Þá hafa sænskir blaðamenn hér í Annecy sagt undirrituðum að vinsældir Ragnars ná út fyrir Gautaborg. Ragnar spilar sem kunnugt er með Krasnodar í Rússlandi og á tvö ár eftir af samningi þar. Dahlin útilokar ekki að Ragnar gæti yfirgefið herbúðirnar komi rétta tilboðið en hann sé þó ánægður hjá félaginu. Ragnar hefur endurtekið greint frá áhuga sínum á að spila fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Hver veit nema sá draumur rætist en undirritaður fullyrðir að enska félagið gæti nýtt sér krafta Ragnars.Að neðan má sjá svipmyndir af Ragnari í leiknum gegn Englandi þar sem hann var valinn maður leiksins.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira
Framganga íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi hefur vakið áhuga á íslensku landsliðsmönnunum. Meðal þeirra sem hafa slegið í gegn er miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson sem tók markaskorarana Harry Kane og Jamie Vardy í bakaríið á mánudagskvöldið í Nice. Fjallað hefur verið um áhuga félaga í ensku úrvalsdeildinni á Ragnari og Martin Dahlin, umboðsmaður Ragnars, segir í samtali við Vísi að margir séu að spyrjast fyrir. „Já, það er heilmikill áhugi á Ragnari,“ segir Dahlin sem spilaði á sínum tíma með landsliði Svía og var ein af stjörnum liðsins á HM 1994. Hann vill ekki nefna félögin sérstaklega sem hafi samband, það geri hann aldrei en áhuginn sé um alla Evrópu. „Frammistaða hans á mótinu í heild hefur verið frábær en auðvitað opnaðist enn stærri gluggi eftir leikinn gegn Englandi,“ segir Dahlin. Áhugi fólks í Gautaborg er mikill enda spilaði Ragnar með IFK Gautaborg við góðan orðstír. Stuðningsmenn klúbbsins eru upp til hópa úr stétt verkamanna sem kunna vel við Ragnar, leikmann sem lætur verkin tala. Hann er elskaður í borginni og víðar í Svíþjóð. Staðarblaðið í Gautaborg ræddi við Dahlin fyrr í dag um áhugann á miðverðinum fyrrverandi. Þá hafa sænskir blaðamenn hér í Annecy sagt undirrituðum að vinsældir Ragnars ná út fyrir Gautaborg. Ragnar spilar sem kunnugt er með Krasnodar í Rússlandi og á tvö ár eftir af samningi þar. Dahlin útilokar ekki að Ragnar gæti yfirgefið herbúðirnar komi rétta tilboðið en hann sé þó ánægður hjá félaginu. Ragnar hefur endurtekið greint frá áhuga sínum á að spila fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Hver veit nema sá draumur rætist en undirritaður fullyrðir að enska félagið gæti nýtt sér krafta Ragnars.Að neðan má sjá svipmyndir af Ragnari í leiknum gegn Englandi þar sem hann var valinn maður leiksins.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira