Töluvert af laxi í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2016 17:00 Sogið hefur sjaldan verið snemma í því að gefa laxa en það stefnir engu að síður í að áin fylgi eftir trendi um góða opnunardaga. Veiði hófst í Soginu 24. júní og hafa veiðitölur þegar borist af Ásgarði en þar komu alls sjö laxar á land fyrsta daginn sem er óvenjulegt því Sogið er alltaf heldur seint af stað. Ásgarður gefur þó yfirleitt fyrstu laxana og Bíldsfellið fylgir svo gjarnan á eftir og þar sem svæðin eru á sitt hvorum bakkanum þá sjá veiðimenn hvernig öðrum gengur og myndar það oft skemmtilega stemmningu á milli bakka. Laxarnir komu upp af Ásgarðsbreiðu og Símastreng en auk þessara laxa sem veiddust sáust fleiri. Það hafa þegar sést laxar ganga í gegn á Alviðru en það svæði er afskaplega illa stundað þrátt fyrir að hafa í eldri tíð verið aðal svæðið í Soginu. Það gæti breyst í sumar en verðin hafa lækkað mikið frá því sem áður var. Laxar hafa sést á Bíldsfells svæðinu og eins á Syðri Brú svo við bíðum spennt eftir fréttum frá fleiri svæðum í Soginu. Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði
Sogið hefur sjaldan verið snemma í því að gefa laxa en það stefnir engu að síður í að áin fylgi eftir trendi um góða opnunardaga. Veiði hófst í Soginu 24. júní og hafa veiðitölur þegar borist af Ásgarði en þar komu alls sjö laxar á land fyrsta daginn sem er óvenjulegt því Sogið er alltaf heldur seint af stað. Ásgarður gefur þó yfirleitt fyrstu laxana og Bíldsfellið fylgir svo gjarnan á eftir og þar sem svæðin eru á sitt hvorum bakkanum þá sjá veiðimenn hvernig öðrum gengur og myndar það oft skemmtilega stemmningu á milli bakka. Laxarnir komu upp af Ásgarðsbreiðu og Símastreng en auk þessara laxa sem veiddust sáust fleiri. Það hafa þegar sést laxar ganga í gegn á Alviðru en það svæði er afskaplega illa stundað þrátt fyrir að hafa í eldri tíð verið aðal svæðið í Soginu. Það gæti breyst í sumar en verðin hafa lækkað mikið frá því sem áður var. Laxar hafa sést á Bíldsfells svæðinu og eins á Syðri Brú svo við bíðum spennt eftir fréttum frá fleiri svæðum í Soginu.
Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði