EM dagbók: Besta úr báðum heimum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2016 10:00 Jóhann Berg, Gylfi Þór, Aron Einar og Hannes Þór. Vísir/Vilhelm Við fjölmiðlamenn í Frakklandi erum saman öllum tímum, eða svo gott sem. Í gærkvöldi, á hótelinu okkar í Annecy, fengum við að horfa á Jökulinn logar, heimildamyndina um íslenska landsliðið í undankeppninni. Kunnum við Sölva og Sævari bestu þakkir fyrir að koma myndinni til okkar. Ég hafði ekki séð myndina áður. Og það sem myndinni tekst er að færa manni nær landsliðinu. Henni tekst að leyfa manni að skyggnast aðeins á bak við tjöldin. Það er svo sem enginn stór leyndardómur afhjúpaður en það sem er fyrst og fremst gaman að sjá er hvernig samskiptin eru. Hlátrasköllin í rútunni, spilin á hótelinu og spjallið í sjúkraþjálfaraherberginu. Í myndinni sást greinilega það sem Eiður Smári talaði um á blaðamannafundinum í gær. Að samheldnin í landsliðinu hefði aldrei verið jafn mikil á þeim 20 árum sem hann hefur verið í landsliðinu. Það er það sem stendur upp úr eftir að hafa horft á myndina - að íslenska landsliðinu tókst að leggja stórþjóðir í knattspyrnu að velli með skipulag og samheldni að vopni. Þetta þema hefur haldið áfram á EM í Frakklandi. Stærsta ástæðan fyrir því að við erum á leið í leik í 16-liða úrslitunum í keppninni er að íslenska vörnin hefur ekki brotnað. Ég átta mig á því að við höfum fengið á okkur mark í hverjum einasta leik í keppninni til þessa en það hefur einfaldlega ekki verið nóg til að brjóta íslenska liðið niður. Okkar menn hafa ávallt átt svar. Skipulagið hefur verið aðalsmerki varnarleiks íslenska liðsins. En samheldnin og óþrjótandi vilji leikmanna til að ná lengra og gera enn betur en áður hefur fært það á þann stað sem það er komið á. Heimir Hallgrímsson hafði það á orði í myndinni að nýju knattspyrnuhallirnar og sú staðreynd að íslensk ungmenni gætu í dag stundað íþróttina allan ársins hring myndi leiða af sér að Ísland myndi ala af sér annars konar knattspyrnumenn og -konur en hingað til. Ég hef líka velt þessu fyrir mér og má vel vera að það verði svo í framtíðinni. En í dag erum við að njóta þess besta úr báðum heimum. Knattspyrnumennirnir okkar í dag eru alveg jafn miklir naglar og goðsagnir fyrri ára en fengu betra knattspyrnuuppeldi. Og eru þar af leiðandi betri knattspyrnumenn, heilt yfir. Ég vona að myndin gefi rétta mynd af landsliðinu og upplifun okkar sem standa fyrir utan liðið sé réttmæt. Ef svo er þá er engin ástæða til að óttast enskt landsliðið sem hefur átt í basli með að vinna leiki gegn varnarsinnuðum liðum. Íslenska landsliðið hefur að minnsta kostið unnið sér inn þann rétt að það beri að virða fyrir þá styrkleika sem liðið býr yfir og nýtir sér. Við eigum líka eftir nokkra ása í erminni. Gylfi Þór Sigurðsson á enn eftir að sýna sín bestu tilþrif á mótinu og það skal enginn efast um að Eið Smára þyrstir í að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína, hvað þá í leik gegn Englandi á stórmóti þar sem allt er undir. Uppskriftin er tilbúin. Við eigum ólseiga en góða knattspyrnumenn sem eru til í að vaða eld og brennistein fyrir land og þjóð. Við eigum líka leikmenn með einstaklingsgæði sem bíða bara eftir því að fá að blómtsra. Og við eigum líka knattspyrnuóða þjóð sem þráir líklega ekkert heitar en að slá England úr leik á stórmóti - og það helst í vítaspyrnukeppni. Það má vel vera að flestum þyki það galið að gera raunhæfar væntingar til þess að það verði hægt. En ég er viss um að trú leikmanna landsliðsins sé það sterk að þeir telja þetta bara eina hindrun á vegferðinni sinni, sem ekki sér enn fyrir endann á.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Við fjölmiðlamenn í Frakklandi erum saman öllum tímum, eða svo gott sem. Í gærkvöldi, á hótelinu okkar í Annecy, fengum við að horfa á Jökulinn logar, heimildamyndina um íslenska landsliðið í undankeppninni. Kunnum við Sölva og Sævari bestu þakkir fyrir að koma myndinni til okkar. Ég hafði ekki séð myndina áður. Og það sem myndinni tekst er að færa manni nær landsliðinu. Henni tekst að leyfa manni að skyggnast aðeins á bak við tjöldin. Það er svo sem enginn stór leyndardómur afhjúpaður en það sem er fyrst og fremst gaman að sjá er hvernig samskiptin eru. Hlátrasköllin í rútunni, spilin á hótelinu og spjallið í sjúkraþjálfaraherberginu. Í myndinni sást greinilega það sem Eiður Smári talaði um á blaðamannafundinum í gær. Að samheldnin í landsliðinu hefði aldrei verið jafn mikil á þeim 20 árum sem hann hefur verið í landsliðinu. Það er það sem stendur upp úr eftir að hafa horft á myndina - að íslenska landsliðinu tókst að leggja stórþjóðir í knattspyrnu að velli með skipulag og samheldni að vopni. Þetta þema hefur haldið áfram á EM í Frakklandi. Stærsta ástæðan fyrir því að við erum á leið í leik í 16-liða úrslitunum í keppninni er að íslenska vörnin hefur ekki brotnað. Ég átta mig á því að við höfum fengið á okkur mark í hverjum einasta leik í keppninni til þessa en það hefur einfaldlega ekki verið nóg til að brjóta íslenska liðið niður. Okkar menn hafa ávallt átt svar. Skipulagið hefur verið aðalsmerki varnarleiks íslenska liðsins. En samheldnin og óþrjótandi vilji leikmanna til að ná lengra og gera enn betur en áður hefur fært það á þann stað sem það er komið á. Heimir Hallgrímsson hafði það á orði í myndinni að nýju knattspyrnuhallirnar og sú staðreynd að íslensk ungmenni gætu í dag stundað íþróttina allan ársins hring myndi leiða af sér að Ísland myndi ala af sér annars konar knattspyrnumenn og -konur en hingað til. Ég hef líka velt þessu fyrir mér og má vel vera að það verði svo í framtíðinni. En í dag erum við að njóta þess besta úr báðum heimum. Knattspyrnumennirnir okkar í dag eru alveg jafn miklir naglar og goðsagnir fyrri ára en fengu betra knattspyrnuuppeldi. Og eru þar af leiðandi betri knattspyrnumenn, heilt yfir. Ég vona að myndin gefi rétta mynd af landsliðinu og upplifun okkar sem standa fyrir utan liðið sé réttmæt. Ef svo er þá er engin ástæða til að óttast enskt landsliðið sem hefur átt í basli með að vinna leiki gegn varnarsinnuðum liðum. Íslenska landsliðið hefur að minnsta kostið unnið sér inn þann rétt að það beri að virða fyrir þá styrkleika sem liðið býr yfir og nýtir sér. Við eigum líka eftir nokkra ása í erminni. Gylfi Þór Sigurðsson á enn eftir að sýna sín bestu tilþrif á mótinu og það skal enginn efast um að Eið Smára þyrstir í að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína, hvað þá í leik gegn Englandi á stórmóti þar sem allt er undir. Uppskriftin er tilbúin. Við eigum ólseiga en góða knattspyrnumenn sem eru til í að vaða eld og brennistein fyrir land og þjóð. Við eigum líka leikmenn með einstaklingsgæði sem bíða bara eftir því að fá að blómtsra. Og við eigum líka knattspyrnuóða þjóð sem þráir líklega ekkert heitar en að slá England úr leik á stórmóti - og það helst í vítaspyrnukeppni. Það má vel vera að flestum þyki það galið að gera raunhæfar væntingar til þess að það verði hægt. En ég er viss um að trú leikmanna landsliðsins sé það sterk að þeir telja þetta bara eina hindrun á vegferðinni sinni, sem ekki sér enn fyrir endann á.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira