Blaðamaður The Sun við Vísi: Hodgson verður rekinn ef England tapar fyrir Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2016 13:00 Mark Arnórs Ingva Traustasonar fyrir Ísland gegn Austurríki í lokaleik strákanna okkar í riðlakeppni EM skipti íslensku þjóðina miklu máli því loksins mætir Ísland liði Englands í mótsleik og það á EM. Englendingar litu á þetta öðruvísi. Þeir voru guðs lifandi fegnir að fá Ísland í staðinn fyrir Portúgal að sögn Justin Allen, blaðamanns The Sun. „Auðvitað. Ég vil ekki að þetta hljómi eins og við séum eitthvað kokhraust en við státum bara af svo skelfilegum árangri gegn Portúgal. Við höfum ekki unnið þá í mótsleik síðan 1966. Við vorum ansi hræddir við þá og sérstaklega Ronaldo. Þegar Ísland skoraði gegn Austurríki vorum við svolítið fegnir því við eigum betri möguleika á að vinna Ísland. Þetta verður samt erfiður leikur,“ segir Justin Allen. Enska liðið er ungt og ferskt en reynslan er ekki mikil. Englendingar horfa til þess að komast í undanúrslitin með þetta unga lið en sama hvað gerist verður það að vinna Ísland. „Það eru kynslóðaskipti í liðinu. Leikmenn eins og Steven Gerrard og Frank Lampard eru hættir en í staðinn eru komnir ungir strákar eins og Harry Kane, Raheem Sterling og Dele Alli. Ef við erum raunsæ þá verða allir ánægðir með að komast í undanúrslitin. Átta liða úrslit væri á pari en að tapa gegn Íslandi væri stórslys,“ segir Allen. Pressan á enska liðinu er ekki alveg jafnmikil og áður vegna þessara kynslóðaskipta sem Allen talar um en það er svo sannarlega ekki í boði að tapa fyrir Íslandi. Yrði tapleikur gegn íslenska liðinu síðasti leikur Roy Hodgson við stjórnvölinn hjá Englandi? „Já. Það er stutta svarið. Ekki gleyma því að England var á botni riðilsins á HM. Að tapa fyrir Íslandi, með fullri virðingu, er ekki í boði því þetta er land á stærð við Leicester. Ef það gerist verður þess krafist að Hodgson fari og nýr maður komi inn,“ segir Allen. Hér að ofanmá sjá allt viðtalið við Justin Allen.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Lars og Heimir ofarlega á mínum lista fyrir það sem þeir hafa gert Eiður Smári Guðjohnsen talaði vel um landsliðsþjálfarana á blaðamannafundi í dag. 25. júní 2016 09:27 Góður að sitja á bekknum og horfa á leikinn en er ekki ánægður með það Eiður Smári Guðjohnsen reynir að finna veikleika á mótherjanum sem hann getur nýtt sér. 25. júní 2016 09:38 Eiður Smári gæti komið inn í þjálfarateymi Íslands Heimir og Eiður Smári hafa rætt um að hann komi inn í teymið eftir að Evrópumótinu lýkur. 25. júní 2016 09:16 Eiður Smári: Erfiður biti að kyngja Aðeins þrjú þúsund Íslendingar verða í stúkunni í leiknum gegn Englandi í Nice. 25. júní 2016 13:30 Sky Sports: Er Ísland Leicester EM 2016? Margt er líkt með óvæntu ensku meisturunum og íslenska landsliðinu í fótbolta. 25. júní 2016 12:00 Heimir: Byrjunarliðsmenn ekki æft í tvo daga Segir að allir séu heilir heilsu fyrir leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 09:58 Eiður fékk skilaboð frá Lampard „Ég veit ekki hver merkingin var nákvæmlega.“ 25. júní 2016 09:14 EM í dag: Groundhog day í Annecy Tómas Þór Þórðarson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fara yfir allt sem snýr að íslenska liðinu á EM í Frakklandi. 25. júní 2016 09:20 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Mark Arnórs Ingva Traustasonar fyrir Ísland gegn Austurríki í lokaleik strákanna okkar í riðlakeppni EM skipti íslensku þjóðina miklu máli því loksins mætir Ísland liði Englands í mótsleik og það á EM. Englendingar litu á þetta öðruvísi. Þeir voru guðs lifandi fegnir að fá Ísland í staðinn fyrir Portúgal að sögn Justin Allen, blaðamanns The Sun. „Auðvitað. Ég vil ekki að þetta hljómi eins og við séum eitthvað kokhraust en við státum bara af svo skelfilegum árangri gegn Portúgal. Við höfum ekki unnið þá í mótsleik síðan 1966. Við vorum ansi hræddir við þá og sérstaklega Ronaldo. Þegar Ísland skoraði gegn Austurríki vorum við svolítið fegnir því við eigum betri möguleika á að vinna Ísland. Þetta verður samt erfiður leikur,“ segir Justin Allen. Enska liðið er ungt og ferskt en reynslan er ekki mikil. Englendingar horfa til þess að komast í undanúrslitin með þetta unga lið en sama hvað gerist verður það að vinna Ísland. „Það eru kynslóðaskipti í liðinu. Leikmenn eins og Steven Gerrard og Frank Lampard eru hættir en í staðinn eru komnir ungir strákar eins og Harry Kane, Raheem Sterling og Dele Alli. Ef við erum raunsæ þá verða allir ánægðir með að komast í undanúrslitin. Átta liða úrslit væri á pari en að tapa gegn Íslandi væri stórslys,“ segir Allen. Pressan á enska liðinu er ekki alveg jafnmikil og áður vegna þessara kynslóðaskipta sem Allen talar um en það er svo sannarlega ekki í boði að tapa fyrir Íslandi. Yrði tapleikur gegn íslenska liðinu síðasti leikur Roy Hodgson við stjórnvölinn hjá Englandi? „Já. Það er stutta svarið. Ekki gleyma því að England var á botni riðilsins á HM. Að tapa fyrir Íslandi, með fullri virðingu, er ekki í boði því þetta er land á stærð við Leicester. Ef það gerist verður þess krafist að Hodgson fari og nýr maður komi inn,“ segir Allen. Hér að ofanmá sjá allt viðtalið við Justin Allen.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Lars og Heimir ofarlega á mínum lista fyrir það sem þeir hafa gert Eiður Smári Guðjohnsen talaði vel um landsliðsþjálfarana á blaðamannafundi í dag. 25. júní 2016 09:27 Góður að sitja á bekknum og horfa á leikinn en er ekki ánægður með það Eiður Smári Guðjohnsen reynir að finna veikleika á mótherjanum sem hann getur nýtt sér. 25. júní 2016 09:38 Eiður Smári gæti komið inn í þjálfarateymi Íslands Heimir og Eiður Smári hafa rætt um að hann komi inn í teymið eftir að Evrópumótinu lýkur. 25. júní 2016 09:16 Eiður Smári: Erfiður biti að kyngja Aðeins þrjú þúsund Íslendingar verða í stúkunni í leiknum gegn Englandi í Nice. 25. júní 2016 13:30 Sky Sports: Er Ísland Leicester EM 2016? Margt er líkt með óvæntu ensku meisturunum og íslenska landsliðinu í fótbolta. 25. júní 2016 12:00 Heimir: Byrjunarliðsmenn ekki æft í tvo daga Segir að allir séu heilir heilsu fyrir leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 09:58 Eiður fékk skilaboð frá Lampard „Ég veit ekki hver merkingin var nákvæmlega.“ 25. júní 2016 09:14 EM í dag: Groundhog day í Annecy Tómas Þór Þórðarson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fara yfir allt sem snýr að íslenska liðinu á EM í Frakklandi. 25. júní 2016 09:20 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Eiður Smári: Lars og Heimir ofarlega á mínum lista fyrir það sem þeir hafa gert Eiður Smári Guðjohnsen talaði vel um landsliðsþjálfarana á blaðamannafundi í dag. 25. júní 2016 09:27
Góður að sitja á bekknum og horfa á leikinn en er ekki ánægður með það Eiður Smári Guðjohnsen reynir að finna veikleika á mótherjanum sem hann getur nýtt sér. 25. júní 2016 09:38
Eiður Smári gæti komið inn í þjálfarateymi Íslands Heimir og Eiður Smári hafa rætt um að hann komi inn í teymið eftir að Evrópumótinu lýkur. 25. júní 2016 09:16
Eiður Smári: Erfiður biti að kyngja Aðeins þrjú þúsund Íslendingar verða í stúkunni í leiknum gegn Englandi í Nice. 25. júní 2016 13:30
Sky Sports: Er Ísland Leicester EM 2016? Margt er líkt með óvæntu ensku meisturunum og íslenska landsliðinu í fótbolta. 25. júní 2016 12:00
Heimir: Byrjunarliðsmenn ekki æft í tvo daga Segir að allir séu heilir heilsu fyrir leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 09:58
EM í dag: Groundhog day í Annecy Tómas Þór Þórðarson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fara yfir allt sem snýr að íslenska liðinu á EM í Frakklandi. 25. júní 2016 09:20