Griezmann skaut Frökkum áfram sem mæta annað hvort Íslandi eða Englandi | Sjáðu mörkin 26. júní 2016 14:45 Antoine Griezmann fagnar seinna marki sínu. Vísir/EPA Antoine Griezmann sá um að skjóta Frakklandi í átta liða úrslit EM, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Írlandi. Frakkar mæta annað hvort Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum keppninnar. Leikið var á Parc Olympique Lyonnais leikvanginum í Lyon og það voru ekki liðnar nema 59 sekúndur þegar Írar fengu víti. Paul Pogba féll þá Shane Long, en Robie Brady steig á punktinn og skoraði. Frakkarnir byrjuðu strax að þjarma að marki Íra, en tókst ekki að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik og Írar leiddu því í hálfleik 1-0. Didier Deschamps tók N'Golo Kanté útaf í hálfleik og setti hinn sóknarþenkjandi Kingsley Coman inná. Frakkar ætluðu að blása til sóknar og það bar árangur. Á 57. mínútu jafnaði Antoine Griezmann með frábærum skalla eftir laglega fyrirgjöf Bacary Sagna, en þetta var annað mark Griezmann í keppninni. Griezmann var ekki hættur því fjórum mínútum síðar var hann aftur á ferðinni, en nú skoraði hann eftir undirbúning Arsenal-mannsins Oliver Giroud sem skallaði boltann fyrir fætur Griezmann. Ekki skánaði ástandið fyrir Írland þegar Shane Duffy fékk að líta beint rautt spjald á 66. mínútu þegar hann klippti niður títtnefndar Griezmann sem var að sleppa einn í gegn. Frakkar sigldu sigrinum svo í höfn án nokkura vandræða, en Írarnir ógnuðu lítið einum færri. Gestgjafarnir því komnir í átta liða úrslitin og mæta þar annað hvort okkur Íslendingum eða Englandi, en þau mætast á morgun.Hræðileg byrjun fyrir gestgjafana. Pogba fær á sig víti sem Brady skorar örugglega úr. 1-0 fyrir #IRL #EMÍsland https://t.co/yuzj5uEyGD— Síminn (@siminn) June 26, 2016 Griezmann jafnar og kemur svo Frökkum yfir: #FRA komið yfir! Griezmann með 2 mörk á örfáum mínútum! #EMÍsland https://t.co/7N0vGDQRma— Síminn (@siminn) June 26, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Antoine Griezmann sá um að skjóta Frakklandi í átta liða úrslit EM, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Írlandi. Frakkar mæta annað hvort Íslandi eða Englandi í átta liða úrslitum keppninnar. Leikið var á Parc Olympique Lyonnais leikvanginum í Lyon og það voru ekki liðnar nema 59 sekúndur þegar Írar fengu víti. Paul Pogba féll þá Shane Long, en Robie Brady steig á punktinn og skoraði. Frakkarnir byrjuðu strax að þjarma að marki Íra, en tókst ekki að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik og Írar leiddu því í hálfleik 1-0. Didier Deschamps tók N'Golo Kanté útaf í hálfleik og setti hinn sóknarþenkjandi Kingsley Coman inná. Frakkar ætluðu að blása til sóknar og það bar árangur. Á 57. mínútu jafnaði Antoine Griezmann með frábærum skalla eftir laglega fyrirgjöf Bacary Sagna, en þetta var annað mark Griezmann í keppninni. Griezmann var ekki hættur því fjórum mínútum síðar var hann aftur á ferðinni, en nú skoraði hann eftir undirbúning Arsenal-mannsins Oliver Giroud sem skallaði boltann fyrir fætur Griezmann. Ekki skánaði ástandið fyrir Írland þegar Shane Duffy fékk að líta beint rautt spjald á 66. mínútu þegar hann klippti niður títtnefndar Griezmann sem var að sleppa einn í gegn. Frakkar sigldu sigrinum svo í höfn án nokkura vandræða, en Írarnir ógnuðu lítið einum færri. Gestgjafarnir því komnir í átta liða úrslitin og mæta þar annað hvort okkur Íslendingum eða Englandi, en þau mætast á morgun.Hræðileg byrjun fyrir gestgjafana. Pogba fær á sig víti sem Brady skorar örugglega úr. 1-0 fyrir #IRL #EMÍsland https://t.co/yuzj5uEyGD— Síminn (@siminn) June 26, 2016 Griezmann jafnar og kemur svo Frökkum yfir: #FRA komið yfir! Griezmann með 2 mörk á örfáum mínútum! #EMÍsland https://t.co/7N0vGDQRma— Síminn (@siminn) June 26, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira