ESPN: Svona eru sigurlíkur strákanna okkar í sextán liða úrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2016 22:07 Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson með íslenska fánann í leikslok. Vísir/Vilhelm Tölfræðingar ESPN hafa nú reiknað saman sigurlíkur þjóðanna sextán sem eru komnar í sextán liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Ísland tryggði sér sitt sæti með því að vinna Austurríki 2-1 í lokaumferð riðilsins og ná öðru sæti í F-riðlinum. Ísland mætir Englandi í Nice á mánudaginn kemur en það verður lokaleikur sextán liða úrslitanna. Ísland er í 15. sæti hjá þessum virta bandaríska fjölmiðli yfir mestar sigurlíkur í sextán liða úrslitum en ESPN segir að það séu 28,2 prósent líkur á því að Íslandi slái út England og komist í átta liða úrslitin. Það er bara Írar sem eru með minni sigurlíkur í sextán liða úrslitunum en ESPN telur aðeins vera 9,5 prósent líkur á því írska liðið slái út gestgjafa Frakka. Sigurvegarinn úr leik Íslands og Englands mætir sigurvegaranum úr viðureign Frakklands og Írlands í átta liða úrslitunum. Samkvæmt ESPN eru 4,3 prósent líkur á því að Ísland komist í undanúrslit. Íslenska liðið hefur síðan aðeins 0,4 prósent sigurlíkur á að fara alla leið og verða Evrópumeistari. Samkvæmt þessum útreikningum ESPN þá verða Frakkar Evrópumeistarar eftir sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum en Spánn og Belgía detta út í undanúrslitum. Hér fyrir neðan má sjá alla þessar útreikninga ESPN.The teams in the #EURO2016 knockout stage have been determined. Here's how SPI sees each team's chances: pic.twitter.com/9KedHI64iL— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 22, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór: Pressa á Englendingum að klára Ísland Gylfi var ánægður með sigurinn en ekki nógu ánægður með hversu illa liðinu gekk að halda boltanum í 2-1 sigri á Austurríki í kvöld en hann segir leikmennina vera spennta fyrir að mæta Englandi. 22. júní 2016 20:46 Aron Einar: Mun muna eftir þessu kvöldi þar til ég dey Landsliðsfyrirliðinn sagðist hafa átt frábæra stund með stuðningsmönnum íslenska liðsins eftir 2-1 sigur á Austurríki í F-riðli EM í knattspyrnu í kvöld en leikmenn liðsins voru þakklátir fyrir stuðninginn. 22. júní 2016 20:00 Arnór Ingvi: Það er svo frábært að vera hérna að við viljum ekkert fara heim Arnór Ingvi Traustason tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í kvöld og þar með leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. 22. júní 2016 18:18 Sjá myndirnar: Óbærileg spenna með tilheyrandi spennufalli í París Vilhelm Gunnarsson var með myndavélina á lofti á Stade de France í kvöld. 22. júní 2016 20:38 Lars: Finnur hvergi betur samstilltan leikmannahóp | Eigum möguleika gegn Englandi Sænski þjálfarinn var að vonum sáttur í viðtölum beint eftir ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í lokaleik F-riðilsins á EM í Frakklandi í dag en hann hrósaði baráttusemi strákanna í erfiðum aðstæðum. 22. júní 2016 18:41 Heimir: Breytum þjóðhátíðardeginum í 22. júní Heimir Hallgrímsson var stoltur af sínum mönnum í íslenska landsliðinu eftir leikinn gegn Austurríki í kvöld. 22. júní 2016 19:13 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Tölfræðingar ESPN hafa nú reiknað saman sigurlíkur þjóðanna sextán sem eru komnar í sextán liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Ísland tryggði sér sitt sæti með því að vinna Austurríki 2-1 í lokaumferð riðilsins og ná öðru sæti í F-riðlinum. Ísland mætir Englandi í Nice á mánudaginn kemur en það verður lokaleikur sextán liða úrslitanna. Ísland er í 15. sæti hjá þessum virta bandaríska fjölmiðli yfir mestar sigurlíkur í sextán liða úrslitum en ESPN segir að það séu 28,2 prósent líkur á því að Íslandi slái út England og komist í átta liða úrslitin. Það er bara Írar sem eru með minni sigurlíkur í sextán liða úrslitunum en ESPN telur aðeins vera 9,5 prósent líkur á því írska liðið slái út gestgjafa Frakka. Sigurvegarinn úr leik Íslands og Englands mætir sigurvegaranum úr viðureign Frakklands og Írlands í átta liða úrslitunum. Samkvæmt ESPN eru 4,3 prósent líkur á því að Ísland komist í undanúrslit. Íslenska liðið hefur síðan aðeins 0,4 prósent sigurlíkur á að fara alla leið og verða Evrópumeistari. Samkvæmt þessum útreikningum ESPN þá verða Frakkar Evrópumeistarar eftir sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum en Spánn og Belgía detta út í undanúrslitum. Hér fyrir neðan má sjá alla þessar útreikninga ESPN.The teams in the #EURO2016 knockout stage have been determined. Here's how SPI sees each team's chances: pic.twitter.com/9KedHI64iL— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 22, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór: Pressa á Englendingum að klára Ísland Gylfi var ánægður með sigurinn en ekki nógu ánægður með hversu illa liðinu gekk að halda boltanum í 2-1 sigri á Austurríki í kvöld en hann segir leikmennina vera spennta fyrir að mæta Englandi. 22. júní 2016 20:46 Aron Einar: Mun muna eftir þessu kvöldi þar til ég dey Landsliðsfyrirliðinn sagðist hafa átt frábæra stund með stuðningsmönnum íslenska liðsins eftir 2-1 sigur á Austurríki í F-riðli EM í knattspyrnu í kvöld en leikmenn liðsins voru þakklátir fyrir stuðninginn. 22. júní 2016 20:00 Arnór Ingvi: Það er svo frábært að vera hérna að við viljum ekkert fara heim Arnór Ingvi Traustason tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í kvöld og þar með leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. 22. júní 2016 18:18 Sjá myndirnar: Óbærileg spenna með tilheyrandi spennufalli í París Vilhelm Gunnarsson var með myndavélina á lofti á Stade de France í kvöld. 22. júní 2016 20:38 Lars: Finnur hvergi betur samstilltan leikmannahóp | Eigum möguleika gegn Englandi Sænski þjálfarinn var að vonum sáttur í viðtölum beint eftir ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í lokaleik F-riðilsins á EM í Frakklandi í dag en hann hrósaði baráttusemi strákanna í erfiðum aðstæðum. 22. júní 2016 18:41 Heimir: Breytum þjóðhátíðardeginum í 22. júní Heimir Hallgrímsson var stoltur af sínum mönnum í íslenska landsliðinu eftir leikinn gegn Austurríki í kvöld. 22. júní 2016 19:13 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Gylfi Þór: Pressa á Englendingum að klára Ísland Gylfi var ánægður með sigurinn en ekki nógu ánægður með hversu illa liðinu gekk að halda boltanum í 2-1 sigri á Austurríki í kvöld en hann segir leikmennina vera spennta fyrir að mæta Englandi. 22. júní 2016 20:46
Aron Einar: Mun muna eftir þessu kvöldi þar til ég dey Landsliðsfyrirliðinn sagðist hafa átt frábæra stund með stuðningsmönnum íslenska liðsins eftir 2-1 sigur á Austurríki í F-riðli EM í knattspyrnu í kvöld en leikmenn liðsins voru þakklátir fyrir stuðninginn. 22. júní 2016 20:00
Arnór Ingvi: Það er svo frábært að vera hérna að við viljum ekkert fara heim Arnór Ingvi Traustason tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í kvöld og þar með leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. 22. júní 2016 18:18
Sjá myndirnar: Óbærileg spenna með tilheyrandi spennufalli í París Vilhelm Gunnarsson var með myndavélina á lofti á Stade de France í kvöld. 22. júní 2016 20:38
Lars: Finnur hvergi betur samstilltan leikmannahóp | Eigum möguleika gegn Englandi Sænski þjálfarinn var að vonum sáttur í viðtölum beint eftir ótrúlegan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í lokaleik F-riðilsins á EM í Frakklandi í dag en hann hrósaði baráttusemi strákanna í erfiðum aðstæðum. 22. júní 2016 18:41
Heimir: Breytum þjóðhátíðardeginum í 22. júní Heimir Hallgrímsson var stoltur af sínum mönnum í íslenska landsliðinu eftir leikinn gegn Austurríki í kvöld. 22. júní 2016 19:13