Kalifornía hættir stuðningsgreiðslum til kaupenda rafbíla Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2016 10:28 Nissan Leaf rafmagnsbíll. Kalifornía hefur hvatt til kaupa á umhverfisvænum bílum með stuðningsgreiðslum til kaupenda rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla. Nú bendir hinsvegar allt til þess að þeim stuðningi verði hætt. Ástæða þess er að fjárhagsstaða Kaliforníu leyfir ekki frekari greiðslur af þessu tagi. Í Kaliforníu hefur ríkið greitt kaupendum rafmagnsbíla 2.500 dollara, 1.500 til kaupenda tengiltvinnbíla og 5.000 dollara til handa þeim sem fjárfesta í vetnisbílum. Einnig hefur ríkið veitt stuðningsgreiðslur vegna eyðslugrannra flutningabíla. Öllum þessum stuðningi verður nú hætt ef fylkisstjóri Kaliforníu skrifar undir fjárhagsáætlunina sem nú liggur fyrir. Allar líkur eru til þess. Í Kaliforníu hefur verið veitt 300 milljörðum dollara alls í stuðningsgreiðslur vegna 140.000 umhverfisvænna bíla á síðustu 6 árum. Nú fer því hver að verða síðastur í Kaliforníu að nýta sér greiðslur vegna þeirra. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent
Kalifornía hefur hvatt til kaupa á umhverfisvænum bílum með stuðningsgreiðslum til kaupenda rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla. Nú bendir hinsvegar allt til þess að þeim stuðningi verði hætt. Ástæða þess er að fjárhagsstaða Kaliforníu leyfir ekki frekari greiðslur af þessu tagi. Í Kaliforníu hefur ríkið greitt kaupendum rafmagnsbíla 2.500 dollara, 1.500 til kaupenda tengiltvinnbíla og 5.000 dollara til handa þeim sem fjárfesta í vetnisbílum. Einnig hefur ríkið veitt stuðningsgreiðslur vegna eyðslugrannra flutningabíla. Öllum þessum stuðningi verður nú hætt ef fylkisstjóri Kaliforníu skrifar undir fjárhagsáætlunina sem nú liggur fyrir. Allar líkur eru til þess. Í Kaliforníu hefur verið veitt 300 milljörðum dollara alls í stuðningsgreiðslur vegna 140.000 umhverfisvænna bíla á síðustu 6 árum. Nú fer því hver að verða síðastur í Kaliforníu að nýta sér greiðslur vegna þeirra.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent