Ronaldo tryggði Portúgal jafntefli og sæti í sextán liða úrslitunum | Sjáðu markaveisluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2016 17:45 Cristiano Ronaldo fagnar marki í kvöld. Vísir/EPA Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru komnir í sextán liða úrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir 3-3 jafntefli við Ungverja í kvöld. Jafntefli dugði Ungverjum líka til að vinna F-riðilinn á markatölu. Portúgal endar í þriðja sæti riðilsins en í efstu sætunum eru Ungverjaland og Ísland. Það stefndi í að Portúgal yrði í öðru sæti en sigurmark Íslands í lokin þýðir að Englendingar mæta íslenska liðinu en ekki Portúgal. Leikurinn var ótrúleg skemmtun og þó að Portúgalar hafa verið mikið meira með boltann þá ógnuðu Ungverjar allan leikinn með skyndisóknum sínum. Leikurinn róaðist þó mikið eftir sjötta markið en það kom á 62. mínútu leiksins. Ungverjar komust líka þrisvar sinnum yfir í leiknum en Portugalar jöfnuðu í öll þrjú skiptin. Cristiano Ronaldo skoraði sín fyrstu tvö mörk á mótinu og varð með því fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að skora á fjórum Evrópumótum. Fyrra markið skoraði Cristiano Ronaldo með laglegri hælspyrnu eftir fyrirgjöf frá João Mário en það síðara gerði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Ricardo Quaresma en Quaresma var þá nýkominn inná sem varamaður. Balazs Dzsudzsak, fyrirliði Ungverja skoraði tvö mörk í leiknum og bæði eftir að boltinn breytti mikið um stefnu af varnarmanni portúgalska liðsins. Ungverjar mæta væntanlega Belgum í sextán liða úrslitunum en Portúgalar eru að fara í leik á móti Króatíu.Ungverjar komast í 1-0 með marki Zoltan Gera Ungverjaland komið yfir gegn Portúgal! 1-0! #EMÍsland #POR #HUN https://t.co/EKKvXCdczl— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Nani jafnar metin í 1-1 jafnar gegn skömmu fyrir hálfleik. 1-1 #EMÍsland https://t.co/PNqtldcE06— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Dzsudzsák kemur Ungverjum yfir en Ronaldo er fljótur að jafna Nóg að gerast í leik og . Ungverjar komast aftur yfir en Ronaldo jafnar með GLÆSILEGU marki. #EMÍsland https://t.co/5gWWwnR1Hz— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Dzsudzsák skorar aftur en aftur jafnar Ronaldo Ótrúlegur leikur hjá og . Hér eru 5. og 6. markið. 2-3 og 3-3. #EMÍsland https://t.co/cXZYL9gVZE— Síminn (@siminn) June 22, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru komnir í sextán liða úrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir 3-3 jafntefli við Ungverja í kvöld. Jafntefli dugði Ungverjum líka til að vinna F-riðilinn á markatölu. Portúgal endar í þriðja sæti riðilsins en í efstu sætunum eru Ungverjaland og Ísland. Það stefndi í að Portúgal yrði í öðru sæti en sigurmark Íslands í lokin þýðir að Englendingar mæta íslenska liðinu en ekki Portúgal. Leikurinn var ótrúleg skemmtun og þó að Portúgalar hafa verið mikið meira með boltann þá ógnuðu Ungverjar allan leikinn með skyndisóknum sínum. Leikurinn róaðist þó mikið eftir sjötta markið en það kom á 62. mínútu leiksins. Ungverjar komust líka þrisvar sinnum yfir í leiknum en Portugalar jöfnuðu í öll þrjú skiptin. Cristiano Ronaldo skoraði sín fyrstu tvö mörk á mótinu og varð með því fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að skora á fjórum Evrópumótum. Fyrra markið skoraði Cristiano Ronaldo með laglegri hælspyrnu eftir fyrirgjöf frá João Mário en það síðara gerði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Ricardo Quaresma en Quaresma var þá nýkominn inná sem varamaður. Balazs Dzsudzsak, fyrirliði Ungverja skoraði tvö mörk í leiknum og bæði eftir að boltinn breytti mikið um stefnu af varnarmanni portúgalska liðsins. Ungverjar mæta væntanlega Belgum í sextán liða úrslitunum en Portúgalar eru að fara í leik á móti Króatíu.Ungverjar komast í 1-0 með marki Zoltan Gera Ungverjaland komið yfir gegn Portúgal! 1-0! #EMÍsland #POR #HUN https://t.co/EKKvXCdczl— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Nani jafnar metin í 1-1 jafnar gegn skömmu fyrir hálfleik. 1-1 #EMÍsland https://t.co/PNqtldcE06— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Dzsudzsák kemur Ungverjum yfir en Ronaldo er fljótur að jafna Nóg að gerast í leik og . Ungverjar komast aftur yfir en Ronaldo jafnar með GLÆSILEGU marki. #EMÍsland https://t.co/5gWWwnR1Hz— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Dzsudzsák skorar aftur en aftur jafnar Ronaldo Ótrúlegur leikur hjá og . Hér eru 5. og 6. markið. 2-3 og 3-3. #EMÍsland https://t.co/cXZYL9gVZE— Síminn (@siminn) June 22, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira