Koller: Frábært að Heimir sé tannlæknir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2016 14:22 Vísir/Getty Marcel Koller, landsliðsþjálfari Austurríkis, var í dag spurður hvað honum þætti um að kollegi hans í íslenska landsliðinu væri tannlæknir. Var þar vitanlega átt við Heimi Hallgrímsson sem starfar sem tannlæknir samhliða knattspyrnuferlinum. „Það er frábært. Það er frábært ef að hann getur látið þetta ganga upp og halda utan um bæði störfin,“ sagði Koller við spurningunni sem kom frá austurrískum blaðmanni. „Það er svo auðvitað mikill kostur að hafa tannlækni í hópnum ef að einhver í honum fær tannverk.“ Koller var einnig spurður hvort að það myndi hagnast íslenska liðinu betur ef að það verður mikil rigning á vellinum á morgun. „Við getum líka spilað í rigningu. En kannski hafa þeir smá forgjöf í því þar sem að þeir eru ef til vill vanari því. En ég er sannfærður um að það verði gæði leikmanna og hlaupageta sem muni ráða úrslitum. Ég á von á leik sem verður í jafnvægi og að bæði lið munu fá færi.“ Hann vildi lítið segja um hvaða leikkerfi austurríska liðið myndi beita og í hvaða stöðu lykilleikmenn eins og David Alaba myndi spila. „Það er margt sem ég hef í huga. Þið þekkið mig. Þið vitið að vanalega verst ég ekki mjög djúpt. Þið verðið bara að bíða og sjá til.“ Austurríki hefur ekki enn náð að skora á mótinu til þessa og þarf að vinna á morgun til að komast áfram. Koller hefur fulla trú á sínum mönnum. „Við ætlum okkur að spila fótbolta. Við höfum fengið færi, líka gegn Portúgal sem er með mjög sterkt lið. Nú snýst þetta um að nýta færin og láta taugarnar ekki hafa betur. Það skiptir ekki máli hvernig, boltinn verður bara að fara yfir línuna.“ „Austurríki hefur aldrei áður komist upp úr riðlakeppninni á EM. Það væri mikill árangur fyrir landið allt ef að það tækist, fyrir leikmennina og starfsliðið.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fuchs: Við munum sækja meira á morgun Christian Fuchs, leikmaður Leicester og fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2016 14:11 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Vildi hvergi annarsstaðar spila „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Marcel Koller, landsliðsþjálfari Austurríkis, var í dag spurður hvað honum þætti um að kollegi hans í íslenska landsliðinu væri tannlæknir. Var þar vitanlega átt við Heimi Hallgrímsson sem starfar sem tannlæknir samhliða knattspyrnuferlinum. „Það er frábært. Það er frábært ef að hann getur látið þetta ganga upp og halda utan um bæði störfin,“ sagði Koller við spurningunni sem kom frá austurrískum blaðmanni. „Það er svo auðvitað mikill kostur að hafa tannlækni í hópnum ef að einhver í honum fær tannverk.“ Koller var einnig spurður hvort að það myndi hagnast íslenska liðinu betur ef að það verður mikil rigning á vellinum á morgun. „Við getum líka spilað í rigningu. En kannski hafa þeir smá forgjöf í því þar sem að þeir eru ef til vill vanari því. En ég er sannfærður um að það verði gæði leikmanna og hlaupageta sem muni ráða úrslitum. Ég á von á leik sem verður í jafnvægi og að bæði lið munu fá færi.“ Hann vildi lítið segja um hvaða leikkerfi austurríska liðið myndi beita og í hvaða stöðu lykilleikmenn eins og David Alaba myndi spila. „Það er margt sem ég hef í huga. Þið þekkið mig. Þið vitið að vanalega verst ég ekki mjög djúpt. Þið verðið bara að bíða og sjá til.“ Austurríki hefur ekki enn náð að skora á mótinu til þessa og þarf að vinna á morgun til að komast áfram. Koller hefur fulla trú á sínum mönnum. „Við ætlum okkur að spila fótbolta. Við höfum fengið færi, líka gegn Portúgal sem er með mjög sterkt lið. Nú snýst þetta um að nýta færin og láta taugarnar ekki hafa betur. Það skiptir ekki máli hvernig, boltinn verður bara að fara yfir línuna.“ „Austurríki hefur aldrei áður komist upp úr riðlakeppninni á EM. Það væri mikill árangur fyrir landið allt ef að það tækist, fyrir leikmennina og starfsliðið.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fuchs: Við munum sækja meira á morgun Christian Fuchs, leikmaður Leicester og fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2016 14:11 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Vildi hvergi annarsstaðar spila „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Fuchs: Við munum sækja meira á morgun Christian Fuchs, leikmaður Leicester og fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2016 14:11