Fuchs: Við munum sækja meira á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2016 14:11 Christian Fuchs á blaðamannafundinum í dag. vísir/epa Christian Fuchs, fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France í dag og var þar spurður um leikinn gegn Íslandi í F-riðli EM í Frakklandi sem fram fer á morgun. „Við munum skapa fleiri færi í þessum leik en gegn Ungverjalandi,“ sagði Fuchs en Austurríki tapaði þeim leik, 2-0, og gerði svo markalaust jafntefli gegn Portúgal. Austurríki verður því að vinna leikinn á morgun til að komast áfram í 16-liða úrslitin. „Við munum gefa allt í leikinn og berjast til síðustu sekúndu. Ég er sannfærður um að við getum gengið frá leiknum sem sigurvegarar. Fyrsta skrefið hjá okkur var að ná jafntefli gegn Portúgal og ef við náum að spila þann sóknarleik sem við viljum þá mun þetta ganga upp.“ David Alaba er lykilmaður í liði Austurríkis en hann hefur ekki verið upp á sitt besta á mótinu til þessa. „Hann fær þessa athygli vegna þess að hann spilar með Bayern og hefur unnið Meistaradeild Evrópu. En mér finnst það ekki sanngjarnt. Hann er bara hluti af liðinu og okkur finnst að liðið sjálft sé stjarnan. Ef hann stendur sig vel þá mun það hjálpa liðinu. Ég hef trú á því að allir í liðinu munu standa sig vel á morgun,“ sagði hann. Fuchs óttast ekki að það sé allt undir í leiknum gegn Íslandi á morgun. „Við erum allir vanir því að spila mikilvæga leiki, hvort sem er um titla eða fall. Yfir langan feril venst maður því að spila undir pressu.“ Hann vildi lítið segja um íslenska liðið en sagði það öflugt lið sem bæri að varast. „Ísland er nýkomið fram á sjónarsviðið í alþjóðlegum fótbolta en við líka. Það má ekki gleyma því. Hvað finnst mér um Ísland? Þetta er eyja í norðri sem hefur átt nokkra góða fótboltamenn, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni.“ Marko Arnautivic sagði í austurrískum fjölmiðlum að hann hafi spilað nánast sem varnarmaður á vinstri kanti austurríska liðsins gegn Portúgal. „Hann gerði það vel og hjálpaði okkur mikið. En ég er viss um að hann fái meiri pláss á morgun. Við munum reyna að búa til pláss fyrir hann.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í dag: Ekki sama England lengur og Ísland gæti tekið Wales á þetta Strákarnir okkar fljúga til Parísar í dag þar verður enginn ætlar að skoða Monu Lísu. 21. júní 2016 12:15 Strákarnir lentir í París Íslenska landsliðið er komið til höfuðborgar Frakklands þar sem það mætir Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 á morgun. 21. júní 2016 14:02 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 Hafa unnið sér inn traust þjóðarinnar Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM á Stade de France á miðvikudaginn. Náist ekki að minnsta kosti punktur í París er frumraun Íslands á EM í Frakklandi lokið. Íslenska liðið ætlar sér hinsvegar áfram. 21. júní 2016 06:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
Christian Fuchs, fyrirliði austurríska landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France í dag og var þar spurður um leikinn gegn Íslandi í F-riðli EM í Frakklandi sem fram fer á morgun. „Við munum skapa fleiri færi í þessum leik en gegn Ungverjalandi,“ sagði Fuchs en Austurríki tapaði þeim leik, 2-0, og gerði svo markalaust jafntefli gegn Portúgal. Austurríki verður því að vinna leikinn á morgun til að komast áfram í 16-liða úrslitin. „Við munum gefa allt í leikinn og berjast til síðustu sekúndu. Ég er sannfærður um að við getum gengið frá leiknum sem sigurvegarar. Fyrsta skrefið hjá okkur var að ná jafntefli gegn Portúgal og ef við náum að spila þann sóknarleik sem við viljum þá mun þetta ganga upp.“ David Alaba er lykilmaður í liði Austurríkis en hann hefur ekki verið upp á sitt besta á mótinu til þessa. „Hann fær þessa athygli vegna þess að hann spilar með Bayern og hefur unnið Meistaradeild Evrópu. En mér finnst það ekki sanngjarnt. Hann er bara hluti af liðinu og okkur finnst að liðið sjálft sé stjarnan. Ef hann stendur sig vel þá mun það hjálpa liðinu. Ég hef trú á því að allir í liðinu munu standa sig vel á morgun,“ sagði hann. Fuchs óttast ekki að það sé allt undir í leiknum gegn Íslandi á morgun. „Við erum allir vanir því að spila mikilvæga leiki, hvort sem er um titla eða fall. Yfir langan feril venst maður því að spila undir pressu.“ Hann vildi lítið segja um íslenska liðið en sagði það öflugt lið sem bæri að varast. „Ísland er nýkomið fram á sjónarsviðið í alþjóðlegum fótbolta en við líka. Það má ekki gleyma því. Hvað finnst mér um Ísland? Þetta er eyja í norðri sem hefur átt nokkra góða fótboltamenn, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni.“ Marko Arnautivic sagði í austurrískum fjölmiðlum að hann hafi spilað nánast sem varnarmaður á vinstri kanti austurríska liðsins gegn Portúgal. „Hann gerði það vel og hjálpaði okkur mikið. En ég er viss um að hann fái meiri pláss á morgun. Við munum reyna að búa til pláss fyrir hann.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í dag: Ekki sama England lengur og Ísland gæti tekið Wales á þetta Strákarnir okkar fljúga til Parísar í dag þar verður enginn ætlar að skoða Monu Lísu. 21. júní 2016 12:15 Strákarnir lentir í París Íslenska landsliðið er komið til höfuðborgar Frakklands þar sem það mætir Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 á morgun. 21. júní 2016 14:02 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 Hafa unnið sér inn traust þjóðarinnar Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM á Stade de France á miðvikudaginn. Náist ekki að minnsta kosti punktur í París er frumraun Íslands á EM í Frakklandi lokið. Íslenska liðið ætlar sér hinsvegar áfram. 21. júní 2016 06:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
EM í dag: Ekki sama England lengur og Ísland gæti tekið Wales á þetta Strákarnir okkar fljúga til Parísar í dag þar verður enginn ætlar að skoða Monu Lísu. 21. júní 2016 12:15
Strákarnir lentir í París Íslenska landsliðið er komið til höfuðborgar Frakklands þar sem það mætir Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 á morgun. 21. júní 2016 14:02
EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00
Hafa unnið sér inn traust þjóðarinnar Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM á Stade de France á miðvikudaginn. Náist ekki að minnsta kosti punktur í París er frumraun Íslands á EM í Frakklandi lokið. Íslenska liðið ætlar sér hinsvegar áfram. 21. júní 2016 06:00