Landsliðsfyrirliðinn mömmustrákur með leiðtogahæfileika frá unga aldri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2016 22:30 Systkini Arons Einars Gunnarssonar eru stolt af litla bróður sínum sem leiðir karlalandsliðið í knattspyrnu út á völlinn í þriðja skipti á stórmóti á miðvikudaginn gegn Austurríki. Aron Einar var virkur krakki, sýndi snemma leiðtogahæfileika, var svolítið frekur og mömmustrákur. Aron á fimm systkini og er yngstur. „Hann var náttúrulega rosalega virkur krakki, úti um allt,“ segir Hulda María Malmquist, systir Arons. Ekki hafi bara verið keppt í íþróttum heldur bókstaflega öllu. „Hver fór fyrstur í framsætið, hver var fyrstur með Moggann - fyrstur í þetta hús,“ segir Ása Maren Malmquist. Arnór Þór, bróðir þeirra, bætir við að margt hafi brotið. Hurðar og ljósakrónur og foreldrarnir ekki alltaf verið sáttir. „Þetta var skemmilegur tími,“ segir Arnór. Hann segir kannski aðeins of mikið að líkja ástandinu á heimilinu við dýragarð en vissulega hafi verið mikið fjör á heimilinu.Ekki frekja og þó? Ása Maren segir bróður sinn alltaf hafa verið kraftmikinn og stjórnað. „Hann var kannski ekki frekja,“ segir hún en Arnór skýtur inn í: „Jú!“ „Hann hefur alltaf verið mömmustrákur,“ segir Ása Maren og útskýrir að Arnór hafi oft þurft að lúta í lægra haldi fyrir litla bróður en tveggja ára munur er á þeim Aroni og Arnóri. Systkinin sáu öll strax að Aron væri líklegur til að ná langt í íþróttum. „Við höfum alltaf fylgt honum, fórum yfirleitt á leik hjá þeim bræðrum,“ segir Ása Maren. Ef þau hafi haft tíma hafi þau farið á leiki. „Þá áttum við bara að koma með.“Gerir allt til að ná leiknum Augljóst er að Aron Einar gengur ekki heill til skógar á Evrópumótinu. En hvernig tilfinning er það fyrir systkinin að vita af bróður sínum að spila í gegnum sársaukann? „Þetta er náttúrulega það fyrsta sem maður spyr hann að, hvernig ertu, ertu að fara að spila næsta leik,“ segir Ása. Þetta sé erfitt fyrir þau eins og hann. En hann gefi allt í þetta og geri allt sem hann geti til að ná leiknum á miðvikudaginn eins og öðrum landsleikjum Íslands. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
Systkini Arons Einars Gunnarssonar eru stolt af litla bróður sínum sem leiðir karlalandsliðið í knattspyrnu út á völlinn í þriðja skipti á stórmóti á miðvikudaginn gegn Austurríki. Aron Einar var virkur krakki, sýndi snemma leiðtogahæfileika, var svolítið frekur og mömmustrákur. Aron á fimm systkini og er yngstur. „Hann var náttúrulega rosalega virkur krakki, úti um allt,“ segir Hulda María Malmquist, systir Arons. Ekki hafi bara verið keppt í íþróttum heldur bókstaflega öllu. „Hver fór fyrstur í framsætið, hver var fyrstur með Moggann - fyrstur í þetta hús,“ segir Ása Maren Malmquist. Arnór Þór, bróðir þeirra, bætir við að margt hafi brotið. Hurðar og ljósakrónur og foreldrarnir ekki alltaf verið sáttir. „Þetta var skemmilegur tími,“ segir Arnór. Hann segir kannski aðeins of mikið að líkja ástandinu á heimilinu við dýragarð en vissulega hafi verið mikið fjör á heimilinu.Ekki frekja og þó? Ása Maren segir bróður sinn alltaf hafa verið kraftmikinn og stjórnað. „Hann var kannski ekki frekja,“ segir hún en Arnór skýtur inn í: „Jú!“ „Hann hefur alltaf verið mömmustrákur,“ segir Ása Maren og útskýrir að Arnór hafi oft þurft að lúta í lægra haldi fyrir litla bróður en tveggja ára munur er á þeim Aroni og Arnóri. Systkinin sáu öll strax að Aron væri líklegur til að ná langt í íþróttum. „Við höfum alltaf fylgt honum, fórum yfirleitt á leik hjá þeim bræðrum,“ segir Ása Maren. Ef þau hafi haft tíma hafi þau farið á leiki. „Þá áttum við bara að koma með.“Gerir allt til að ná leiknum Augljóst er að Aron Einar gengur ekki heill til skógar á Evrópumótinu. En hvernig tilfinning er það fyrir systkinin að vita af bróður sínum að spila í gegnum sársaukann? „Þetta er náttúrulega það fyrsta sem maður spyr hann að, hvernig ertu, ertu að fara að spila næsta leik,“ segir Ása. Þetta sé erfitt fyrir þau eins og hann. En hann gefi allt í þetta og geri allt sem hann geti til að ná leiknum á miðvikudaginn eins og öðrum landsleikjum Íslands.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira