„Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. júní 2016 11:26 Yolandi Visser og Ninja úr sveitinni Die Antwoord lögðu undir sig Laugardalshöll í gærkvöldi. Vísir/Hanna Það voru blendnar tilfinningar í gær á meðal gesta Secret Solstice með þá ákvörðun tónleikahaldara að færa Suðurafrísku rappsveitina Die Antwoord inn í Laugardalshöll. Þeir rúmlega 5000 manns sem komust inn upplifðu líklegast eina mögnuðustu tónleikaupplifun sem þar hefur farið fram á meðan þeir sem biðu í röð og komust svo ekki inn fannst þeir illa sviknir. Ástæðan fyrir því að tónleikarnir voru færðir inn í Hel, eins og gamli salur Laugardalshallar hét í gær, voru tafir á flugsamgöngum til og frá landinu. „Annað hvort var að halda þessa tónleika þarna inni eða sleppa þeim alveg,“ segir Ósk Gunnarsdóttir einn skipuleggjanda hátíðarinnar. „Við vorum að reyna gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum.“Die Antwoord töluðu mikið um það hversu lengi það hefur verið draumur þeirra að spila á Íslandi.Vísir/HannaMinnstu munaði að Die Antwoord hefði ekki spilaðÓsk segir að liðsmenn Die Antwoord og tækjabúnaður hafi lent á Keflavíkurflugvelli um sex leytið í gærkvöldi. Það var aðeins skömmu áður en sveitin hefði átt að koma fram á auglýstum tíma á aðalútisviðinu Valhöll og því ljóst að af því gæti aldrei orðið. Næsta vandamál hafi verið að þar sem það er nokkurra klukkutíma verk að stilla upp sviðsmynd og öðru sem fylgir tónleikum Die Antwoord hafi ekki verið mögulegt að halda tónleikana úti. Það hafi verið vegna þess að hátíðarhaldarar höfðu einungis leyfi frá yfirvöldum fyrir útitónleikum til miðnættis af virðingu við íbúa á svæðinu. „Við þurftum því að rjúka inn í Laugardalshöll og byggja upp nýtt svið, setja upp öll tilheyrandi ljós og hljóðprufa á eins skömmum tíma og mögulegt var. Það mátti ekki tæpara standa að þau hefðu ekki spilað. Okkur fannst það betri hugmynd að bjóða upp á tónleikana svona en að sleppa þeim alveg af dagskránni.“ Það var því mat tónleikahaldara að af tveimur slæmum kostum væri þetta betra þar sem fleiri hefðu orðið svekktir ef aflýsa hefði þurft framkomu sveitarinnar. „Við vorum mjög ánægð með þessa ákvörðun eftir á því þetta voru geðveikir tónleikar. Þetta var ekki viljaverk að gera þetta svona. Skipuleggjendur voru bara að reyna gera það besta úr aðstæðum sem við réðum ekki við.“ Ósk segir hátíðarhaldara hafa gert sér grein fyrir því fyrirfram að fjöldi manns yrðu svekktur vegna þessa og segir hátíðarhaldara harma það. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort verði komið til móts við þá sem súrir urðu eða þá með hvaða hætti. Tónlist Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
Það voru blendnar tilfinningar í gær á meðal gesta Secret Solstice með þá ákvörðun tónleikahaldara að færa Suðurafrísku rappsveitina Die Antwoord inn í Laugardalshöll. Þeir rúmlega 5000 manns sem komust inn upplifðu líklegast eina mögnuðustu tónleikaupplifun sem þar hefur farið fram á meðan þeir sem biðu í röð og komust svo ekki inn fannst þeir illa sviknir. Ástæðan fyrir því að tónleikarnir voru færðir inn í Hel, eins og gamli salur Laugardalshallar hét í gær, voru tafir á flugsamgöngum til og frá landinu. „Annað hvort var að halda þessa tónleika þarna inni eða sleppa þeim alveg,“ segir Ósk Gunnarsdóttir einn skipuleggjanda hátíðarinnar. „Við vorum að reyna gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum.“Die Antwoord töluðu mikið um það hversu lengi það hefur verið draumur þeirra að spila á Íslandi.Vísir/HannaMinnstu munaði að Die Antwoord hefði ekki spilaðÓsk segir að liðsmenn Die Antwoord og tækjabúnaður hafi lent á Keflavíkurflugvelli um sex leytið í gærkvöldi. Það var aðeins skömmu áður en sveitin hefði átt að koma fram á auglýstum tíma á aðalútisviðinu Valhöll og því ljóst að af því gæti aldrei orðið. Næsta vandamál hafi verið að þar sem það er nokkurra klukkutíma verk að stilla upp sviðsmynd og öðru sem fylgir tónleikum Die Antwoord hafi ekki verið mögulegt að halda tónleikana úti. Það hafi verið vegna þess að hátíðarhaldarar höfðu einungis leyfi frá yfirvöldum fyrir útitónleikum til miðnættis af virðingu við íbúa á svæðinu. „Við þurftum því að rjúka inn í Laugardalshöll og byggja upp nýtt svið, setja upp öll tilheyrandi ljós og hljóðprufa á eins skömmum tíma og mögulegt var. Það mátti ekki tæpara standa að þau hefðu ekki spilað. Okkur fannst það betri hugmynd að bjóða upp á tónleikana svona en að sleppa þeim alveg af dagskránni.“ Það var því mat tónleikahaldara að af tveimur slæmum kostum væri þetta betra þar sem fleiri hefðu orðið svekktir ef aflýsa hefði þurft framkomu sveitarinnar. „Við vorum mjög ánægð með þessa ákvörðun eftir á því þetta voru geðveikir tónleikar. Þetta var ekki viljaverk að gera þetta svona. Skipuleggjendur voru bara að reyna gera það besta úr aðstæðum sem við réðum ekki við.“ Ósk segir hátíðarhaldara hafa gert sér grein fyrir því fyrirfram að fjöldi manns yrðu svekktur vegna þessa og segir hátíðarhaldara harma það. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort verði komið til móts við þá sem súrir urðu eða þá með hvaða hætti.
Tónlist Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30
Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33