„Finn ekki fyrir pressu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2025 16:03 Lína er komin á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu. Birta Sólveig Söring er komin í hóp íslenskra leikkvenna sem fer með hlutverk Línu. Hver einasta kynslóð á sér sína Línu Langsokk enda birtist þessi ástsæla persóna fyrst í bók Astrid Lingren í nóvember árið 1945 og á því 80 ára afmæli von bráðar. Óhætt er að segja að ævintýrin um sterkustu stelpu í heimi séu fjölmörgum Íslendingum minnisstæð enda hefur verkið verið sett upp fjórum sinnum í stóru leikhúsunum þar sem kanónur hafa sett sinn svip á persónuna. Það eru þær Sigrún Edda Björnsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Nú prýðir Lína leikhúsfjalirnar í fimmta sinn og er það engin önnur en Birta Sólveig Söring sem glæðir Línu lífi. Við hittum á hana örfáum dögum eftir frumsýningu í hálfgerðu spennufalli enda ákveðinn draumur að rætast. En hvernig er að feta í þessi stóru fótspor? „Þetta er svo góð tilfinning. Þær eru allar svo miklar fyrirmyndir að þetta er svo mikill heiður að tilheyra þessari elítu,“ segir Birta Sólveig létt í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. „Ég lít svo ótrúlega mikið upp til þeirra og það er frábært að vera partur af þessum hóp. Ég finn ekki fyrir pressu vegna þess að Lína er bara og það eiga allir Línu innra með sér. Þú finnur bara þína leið og við eigum öll okkar innra barn.“ Ekki nóg með það þá mun Ilmur Kristjánsdóttir fara með hlutverk frú Prússólín forvígismanns í barnaverndarnefnd en Birta segir það kærkomið að vera með gamla Línu með sér á sviðinu. „Ilmur hefur reglulega heyrt í mér og spurt hvernig gangi og svona. Þannig að það er mjög gott að spegla við hana. Hún var mín Lína og ég sá hennar verk.“ Birta segir boðskap Línu eiga erindi við alla. „Við öll höfum þetta í okkur að okkur langar ákveðna hluti sem eru kannski ekki réttir eða okkur finnst þeir kannski hættulegir en muna að fara út fyrir þægindarammann sinn.“ En Birta er ekki ein síns liðs heldur deilir hún sviðinu með fjöldanum öllum af leikurum og dönsurum. Til að mynda er Kristinn Óli Haraldsson að stíga sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi en einnig eru þar fjölmargir reynsluboltar. Þá er gaman að segja frá því að leikararnir sem fara með hlutverk tvíburanna Önnu og Tomma koma úr sama bekk og Birta. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Menning Þjóðleikhúsið Leikhús Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Óhætt er að segja að ævintýrin um sterkustu stelpu í heimi séu fjölmörgum Íslendingum minnisstæð enda hefur verkið verið sett upp fjórum sinnum í stóru leikhúsunum þar sem kanónur hafa sett sinn svip á persónuna. Það eru þær Sigrún Edda Björnsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Nú prýðir Lína leikhúsfjalirnar í fimmta sinn og er það engin önnur en Birta Sólveig Söring sem glæðir Línu lífi. Við hittum á hana örfáum dögum eftir frumsýningu í hálfgerðu spennufalli enda ákveðinn draumur að rætast. En hvernig er að feta í þessi stóru fótspor? „Þetta er svo góð tilfinning. Þær eru allar svo miklar fyrirmyndir að þetta er svo mikill heiður að tilheyra þessari elítu,“ segir Birta Sólveig létt í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. „Ég lít svo ótrúlega mikið upp til þeirra og það er frábært að vera partur af þessum hóp. Ég finn ekki fyrir pressu vegna þess að Lína er bara og það eiga allir Línu innra með sér. Þú finnur bara þína leið og við eigum öll okkar innra barn.“ Ekki nóg með það þá mun Ilmur Kristjánsdóttir fara með hlutverk frú Prússólín forvígismanns í barnaverndarnefnd en Birta segir það kærkomið að vera með gamla Línu með sér á sviðinu. „Ilmur hefur reglulega heyrt í mér og spurt hvernig gangi og svona. Þannig að það er mjög gott að spegla við hana. Hún var mín Lína og ég sá hennar verk.“ Birta segir boðskap Línu eiga erindi við alla. „Við öll höfum þetta í okkur að okkur langar ákveðna hluti sem eru kannski ekki réttir eða okkur finnst þeir kannski hættulegir en muna að fara út fyrir þægindarammann sinn.“ En Birta er ekki ein síns liðs heldur deilir hún sviðinu með fjöldanum öllum af leikurum og dönsurum. Til að mynda er Kristinn Óli Haraldsson að stíga sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi en einnig eru þar fjölmargir reynsluboltar. Þá er gaman að segja frá því að leikararnir sem fara með hlutverk tvíburanna Önnu og Tomma koma úr sama bekk og Birta. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Menning Þjóðleikhúsið Leikhús Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira