Mun betra sjóbleikjuár en í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2016 13:00 Sjóbleikja úr Hópinu Mynd: KL Sjóbleikjan hefur verið á nokkru undanhaldi víða á landinu og árið í fyrra sem dæmi var eitt það lélegasta í manna minnum. Árnar á Eyjafjarðarsvæðinu fundu t.d. fyrir verulegum aflasamdrætti í fyrra og það sama á við um margar ár með einhverjum undantekningum þó. Það virðist núna, svona fljótt á litið, vera annað uppi á teningnum því vinsæl veiðisvæði þar sem sjóbleikju er að finna hafa verið að gefa virkilega góða veiði þegar aðtæður eru góðar. Sem dæmi má nefna að vanir veiðimenn í Hraunsfirði á Snæfellsnesi fara varla fisklausir heim nema það sé eitthvað leiðinlegt veður og bleikjurnar þar eru vænar og stútfullar af marfló. Hópið er síðan annað gott dæmi um vatn sem veiðimenn höfðu áhyggjur af því það hefur verið dræm sjóbleikjuveiði í því nokkur sumur í röð en bleikjan sem fer um vatnið í árnar sem í það renna stoppaði lítið sem ekkert í vatninu en straujaði beint í árnar. Veiðin fór líka mjög seint af stað í Hópinu í fyrra sökum kulda en núna á frekar hlyju voru og sérstaklega eftir góðviðrisdaga undanfarið hefur veiðin verið mjög fín og dæmi um að menn hafi verið með 30 bleikjur eftir daginn á stöngina, allt 2-4 punda sjóbleikja. Þetta gefur auknar væntingar um að það sé batnandi tíð í sjóbleikjuveiði þetta árið og veiðimenn eiga þá í kjölfarið eftir að gefa ánum á norður og austurlandi þar sem mikið af sjóbleikju er oft að finna sérstakann gaum. Mest lesið 112 sm lax stærsti laxinn í sumar Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Aðalfundur SVFR Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði Lifnar yfir veiði í Varmá Veiði Risaurriði veiddist í Grænavatni Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Mokveiði í Urriðafossi Veiði
Sjóbleikjan hefur verið á nokkru undanhaldi víða á landinu og árið í fyrra sem dæmi var eitt það lélegasta í manna minnum. Árnar á Eyjafjarðarsvæðinu fundu t.d. fyrir verulegum aflasamdrætti í fyrra og það sama á við um margar ár með einhverjum undantekningum þó. Það virðist núna, svona fljótt á litið, vera annað uppi á teningnum því vinsæl veiðisvæði þar sem sjóbleikju er að finna hafa verið að gefa virkilega góða veiði þegar aðtæður eru góðar. Sem dæmi má nefna að vanir veiðimenn í Hraunsfirði á Snæfellsnesi fara varla fisklausir heim nema það sé eitthvað leiðinlegt veður og bleikjurnar þar eru vænar og stútfullar af marfló. Hópið er síðan annað gott dæmi um vatn sem veiðimenn höfðu áhyggjur af því það hefur verið dræm sjóbleikjuveiði í því nokkur sumur í röð en bleikjan sem fer um vatnið í árnar sem í það renna stoppaði lítið sem ekkert í vatninu en straujaði beint í árnar. Veiðin fór líka mjög seint af stað í Hópinu í fyrra sökum kulda en núna á frekar hlyju voru og sérstaklega eftir góðviðrisdaga undanfarið hefur veiðin verið mjög fín og dæmi um að menn hafi verið með 30 bleikjur eftir daginn á stöngina, allt 2-4 punda sjóbleikja. Þetta gefur auknar væntingar um að það sé batnandi tíð í sjóbleikjuveiði þetta árið og veiðimenn eiga þá í kjölfarið eftir að gefa ánum á norður og austurlandi þar sem mikið af sjóbleikju er oft að finna sérstakann gaum.
Mest lesið 112 sm lax stærsti laxinn í sumar Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Aðalfundur SVFR Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði Lifnar yfir veiði í Varmá Veiði Risaurriði veiddist í Grænavatni Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Mokveiði í Urriðafossi Veiði