Spennusaga í fríinu Berglind Pétursdóttir skrifar 20. júní 2016 07:00 Ég er stödd í höfuðstað Katalóníu um þessar mundir og nýt þess að vera í fríi og slaka vel á (drekka allt of mikið á kvöldin og sofna úti í sólinni á daginn). Frí er frábært konsept en það getur þó ýmislegt komið upp á þegar maður en langt frá heimahögum, á ókunnugum slóðum. Undarlegur spánverji kitlaði kærastann minn látlaust fyrir utan skemmtistað fyrir nokkrum kvöldum og fannst okkur þetta undarlegur siður hins innfædda. Hann reyndist, mér til furðu, ekki einungis vilja kitla hann honum til ánægju heldur notfærði sér nálægðina til að veiða síma og veski úr vösunum og hverfa á brott. Það sem þessi angans maður vissi ekki að hann hafði veitt veski úr kolröngum vasa. Hér voru á ferð upplitsdjarfir Íslendingar, nýbúnir að gera jafntefli við Ronaldo. Maðurinn var því eltur uppi og varð skyndilega hluti af spennufléttunni Law and Order, Icelanders in Barcelona. Hann flúði inn í blokk nærri ránsstaðnum og við sáum hann pukrast í glugga. Eftir bank og dingl hleypti granninn okkur inn, til þess að öskra á okkur að hér væri fólk sofandi. Hinir íslensku riddarar réttvísinnar útskýrðu mál sitt og granninn róaðist. Á þessum tímapunkti voru allar fjölskyldur hússins komnar fram á gang á náttfötum með stírur. Þegar bankað var á dyr þjófsins kom hann undrandi til dyra, greinilega ekki vanur því að fórnarlömb hans hættu sér inn í forstofu til hans. Hann leit í kringum sig, heilsaði ekki nágrönnum sínum heldur lét þýfið af hendi og kvaddi okkur með orðunum: þið eruð ruglaðir tíkarsynir. Blessaður drengurinn. Ég vildi ekki vera í hans sporum á næsta húsfundi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun
Ég er stödd í höfuðstað Katalóníu um þessar mundir og nýt þess að vera í fríi og slaka vel á (drekka allt of mikið á kvöldin og sofna úti í sólinni á daginn). Frí er frábært konsept en það getur þó ýmislegt komið upp á þegar maður en langt frá heimahögum, á ókunnugum slóðum. Undarlegur spánverji kitlaði kærastann minn látlaust fyrir utan skemmtistað fyrir nokkrum kvöldum og fannst okkur þetta undarlegur siður hins innfædda. Hann reyndist, mér til furðu, ekki einungis vilja kitla hann honum til ánægju heldur notfærði sér nálægðina til að veiða síma og veski úr vösunum og hverfa á brott. Það sem þessi angans maður vissi ekki að hann hafði veitt veski úr kolröngum vasa. Hér voru á ferð upplitsdjarfir Íslendingar, nýbúnir að gera jafntefli við Ronaldo. Maðurinn var því eltur uppi og varð skyndilega hluti af spennufléttunni Law and Order, Icelanders in Barcelona. Hann flúði inn í blokk nærri ránsstaðnum og við sáum hann pukrast í glugga. Eftir bank og dingl hleypti granninn okkur inn, til þess að öskra á okkur að hér væri fólk sofandi. Hinir íslensku riddarar réttvísinnar útskýrðu mál sitt og granninn róaðist. Á þessum tímapunkti voru allar fjölskyldur hússins komnar fram á gang á náttfötum með stírur. Þegar bankað var á dyr þjófsins kom hann undrandi til dyra, greinilega ekki vanur því að fórnarlömb hans hættu sér inn í forstofu til hans. Hann leit í kringum sig, heilsaði ekki nágrönnum sínum heldur lét þýfið af hendi og kvaddi okkur með orðunum: þið eruð ruglaðir tíkarsynir. Blessaður drengurinn. Ég vildi ekki vera í hans sporum á næsta húsfundi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní