Pogba: Gerðum þetta af virðingu fyrir Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2016 12:08 Paul Pogba fagnar með víkingaklappinu eftir leik með félögum sínum í franska landsliðinu. Vísir/EPA Paul Pogba og félagar í franska landsliðinu tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta með 2-0 sigur á Þýskalandi í undanúrslitaleiknum í gær. Það sem hefur vakið kannski enn meiri athygli hér á landi er hvernig franska landsliðið fagnaði sigrinum í leikslok. Frakkarnir fengu þá lánað „íslenska" víkingaklappið sem hefur öðlast heimsfrægð á síðustu vikum. Frönsku leikmennirnir tóku víkingaklappið með stuðningsmönnum eftir leikinn á Stade Vélodrome í Marseille í gærkvöldi. Margir Íslendingar voru kannski ekki sáttir við að sjá Frakkana fá íslenska fagnið lánað en Frakkarnir hafa alltaf talað vel um íslenska liðið hvort sem það var í aðdraganda leiks liðanna í átta liða úrslitunum eða eftir hann. Paul Pogba útskýrði málið aðeins á Instagram-reikningu sínum: „Gott kvöld allir. Við berum virðingu fyrir Íslandi og þeirra stórkostlegu og hvetjandi fagnaðalátum," skrifaði Paul Pogba. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hafði áður sett það inn á Twitter að það væri ekki fallegt að stela. Alfreð er þó líklega sammála mörgum löndum sínum um það að það væri ein rósin til viðbótar í happagat íslenska liðsins ef Frakkar, eina liðið sem vann Ísland á EM, færi alla leið og tæki Evrópumeistaratitilinn. Það er annars nóg af frétta af Paul Pogba sem verður væntanlega dýrasti knattspyrnumaður heims á næstunni takist Manchester United að kaupa hann af Juventus. Mikill áhugi Real Madrid á leikmanninum hefur líka ratað í heimspressuna. Bonne nuit a tous good evening everyone @equipedefrance #fiersdetrebleus #firstneverfollows #euro2016 and respect for Iceland and their amazing inspiring celebration A video posted by Paul Labile Pogba (@paulpogba) on Jul 7, 2016 at 5:47pm PDT EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mark Kolbeins fór langleiðina með að tryggja sigurinn „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Paul Pogba og félagar í franska landsliðinu tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta með 2-0 sigur á Þýskalandi í undanúrslitaleiknum í gær. Það sem hefur vakið kannski enn meiri athygli hér á landi er hvernig franska landsliðið fagnaði sigrinum í leikslok. Frakkarnir fengu þá lánað „íslenska" víkingaklappið sem hefur öðlast heimsfrægð á síðustu vikum. Frönsku leikmennirnir tóku víkingaklappið með stuðningsmönnum eftir leikinn á Stade Vélodrome í Marseille í gærkvöldi. Margir Íslendingar voru kannski ekki sáttir við að sjá Frakkana fá íslenska fagnið lánað en Frakkarnir hafa alltaf talað vel um íslenska liðið hvort sem það var í aðdraganda leiks liðanna í átta liða úrslitunum eða eftir hann. Paul Pogba útskýrði málið aðeins á Instagram-reikningu sínum: „Gott kvöld allir. Við berum virðingu fyrir Íslandi og þeirra stórkostlegu og hvetjandi fagnaðalátum," skrifaði Paul Pogba. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hafði áður sett það inn á Twitter að það væri ekki fallegt að stela. Alfreð er þó líklega sammála mörgum löndum sínum um það að það væri ein rósin til viðbótar í happagat íslenska liðsins ef Frakkar, eina liðið sem vann Ísland á EM, færi alla leið og tæki Evrópumeistaratitilinn. Það er annars nóg af frétta af Paul Pogba sem verður væntanlega dýrasti knattspyrnumaður heims á næstunni takist Manchester United að kaupa hann af Juventus. Mikill áhugi Real Madrid á leikmanninum hefur líka ratað í heimspressuna. Bonne nuit a tous good evening everyone @equipedefrance #fiersdetrebleus #firstneverfollows #euro2016 and respect for Iceland and their amazing inspiring celebration A video posted by Paul Labile Pogba (@paulpogba) on Jul 7, 2016 at 5:47pm PDT
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mark Kolbeins fór langleiðina með að tryggja sigurinn „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira