Þeir dýrustu berjast í Lyon Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2016 06:00 vísir/epa Mikið hefur verið gert úr meintum ríg milli þessara tveggja dýrustu fótboltamanna sögunnar, og kannski ekki að ósekju þar sem það virðist oft vera kergja á milli þeirra. Þeir eiga þó fleira sameiginlegt en ekki, eins og Chris Coleman, þjálfari Wales, talaði um á blaðamannafundinum fyrir leikinn í kvöld. „Ef þú talar við Ryan Giggs eða Alex Ferguson segja þeir að hann [Ronaldo] sé einn af bestu leikmönnum sem þeir hafa unnið með. En hæfileikar eru ekki allt, þú þarft að vera með rétta hugarfarið, sem hann hefur. Það sama á við um okkar mann, Bale,“ sagði Coleman. Bale er kannski sá fótboltamaður sem kemst næst því að líkjast Ronaldo. Þeir eru báðir líkamleg undur sem hlaupa hraðar, hoppa hærra og sparka fastar en hinn venjulegi leikmaður. Og þeir skila óteljandi mörkum og stoðsendingum.graf/fréttablaðiðRonaldo, sem er fjórum árum eldri, hefur meiri reynslu á stóra sviðinu en hann er að taka þátt í sínum fjórða undanúrslitaleik á stórmóti. Bale og félagar eru hins vegar á ókunnugum slóðum en Walesverjar eru aðeins á sínu öðru stórmóti og því fyrsta síðan á HM 1958 þegar þeir komust í 8 liða úrslit. Ronaldo hefur verið mikið í fréttunum af EM í Frakklandi, ekki bara fyrir frammistöðuna inni á vellinum. Hann tók míkrófón af sjónvarpsmanni og henti út í vatn og lét miður falleg ummæli um Ísland falla sem gerðu hann að óvini íslenska ríkisins númer eitt áður en Björn Steinbekk og Steven Lennon stálu þeim titli. En þrátt fyrir allt, og þá staðreynd að Portúgal hefur ekki enn unnið leik í venjulegum leiktíma á EM, eru Ronaldo og félagar komnir í undanúrslit og eru aðeins tveimur leikjum frá því að verða Evrópumeistarar. Til þess að sá draumur Ronaldos verði að veruleika þarf Portúgal að komast yfir velsku hindrunina. Bale og félagar hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Frakklandi en þeir fara langt á góðu skipulagi, frábærum liðsanda og svo að sjálfsögðu snilli Bales sem hefur skorað þrjú mörk á EM. Það er þó hætt við því að Bale þurfi að eiga sinn allra besta leik í Lyon í kvöld í ljósi þess að miðjumaðurinn öflugi Aaron Ramsey verður ekki með Wales vegna leikbanns. Portúgalar eru sigurstranglegri en velsku drekarnir hafa sýnt að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
Mikið hefur verið gert úr meintum ríg milli þessara tveggja dýrustu fótboltamanna sögunnar, og kannski ekki að ósekju þar sem það virðist oft vera kergja á milli þeirra. Þeir eiga þó fleira sameiginlegt en ekki, eins og Chris Coleman, þjálfari Wales, talaði um á blaðamannafundinum fyrir leikinn í kvöld. „Ef þú talar við Ryan Giggs eða Alex Ferguson segja þeir að hann [Ronaldo] sé einn af bestu leikmönnum sem þeir hafa unnið með. En hæfileikar eru ekki allt, þú þarft að vera með rétta hugarfarið, sem hann hefur. Það sama á við um okkar mann, Bale,“ sagði Coleman. Bale er kannski sá fótboltamaður sem kemst næst því að líkjast Ronaldo. Þeir eru báðir líkamleg undur sem hlaupa hraðar, hoppa hærra og sparka fastar en hinn venjulegi leikmaður. Og þeir skila óteljandi mörkum og stoðsendingum.graf/fréttablaðiðRonaldo, sem er fjórum árum eldri, hefur meiri reynslu á stóra sviðinu en hann er að taka þátt í sínum fjórða undanúrslitaleik á stórmóti. Bale og félagar eru hins vegar á ókunnugum slóðum en Walesverjar eru aðeins á sínu öðru stórmóti og því fyrsta síðan á HM 1958 þegar þeir komust í 8 liða úrslit. Ronaldo hefur verið mikið í fréttunum af EM í Frakklandi, ekki bara fyrir frammistöðuna inni á vellinum. Hann tók míkrófón af sjónvarpsmanni og henti út í vatn og lét miður falleg ummæli um Ísland falla sem gerðu hann að óvini íslenska ríkisins númer eitt áður en Björn Steinbekk og Steven Lennon stálu þeim titli. En þrátt fyrir allt, og þá staðreynd að Portúgal hefur ekki enn unnið leik í venjulegum leiktíma á EM, eru Ronaldo og félagar komnir í undanúrslit og eru aðeins tveimur leikjum frá því að verða Evrópumeistarar. Til þess að sá draumur Ronaldos verði að veruleika þarf Portúgal að komast yfir velsku hindrunina. Bale og félagar hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Frakklandi en þeir fara langt á góðu skipulagi, frábærum liðsanda og svo að sjálfsögðu snilli Bales sem hefur skorað þrjú mörk á EM. Það er þó hætt við því að Bale þurfi að eiga sinn allra besta leik í Lyon í kvöld í ljósi þess að miðjumaðurinn öflugi Aaron Ramsey verður ekki með Wales vegna leikbanns. Portúgalar eru sigurstranglegri en velsku drekarnir hafa sýnt að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira