Svikinn um miða í gær en fékk áritaðan bolta í dag Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júlí 2016 23:45 "Að þeir hafi verið til í að gera okkur þennan greiða var ómetanlegt, brosið sem Mikael Darri gaf okkur öllum að launum var hinsvegar nógu stórt til að bræða hálfan hnöttinn. Á myndinni er lítið annað en geðshræring þegar hann er enn að reyna átta sig á þessu,“ skrifar Óskar. mynd/óskar páll „Ég heyrði bara í Hannesi,“ segir Óskar Páll Elfarsson í samtali við Vísi. Óskar reddaði bolta, árituðum af landsliðsmönnunum okkar, fyrir son félaga síns sem missti af leiknum við Frakka í gær. Vinur Óskars Páls var einn þeirra sem keypti miða af Birni Steinbekk á leikinn. Hann var einnig einn af þeim sem sat eftir með sárt ennið. „Þessi leikur átti að vera yndisleg stund með níu ára stráknum mínum. Því miður breyttist það í martröð, fengum ekki miðana sem okkur var lofað og búnir að borga fyrir,“ skrifar Stefán Svan Stefánsson í Ferðagrúppa fyrir EM2016. Óskar segir að hann hafi fyrst byrjað á því að tala við fólk hjá KSÍ en það gat lítið fyrir hann gert. Hann hafi því prófað að senda skilaboð á markvörðinn Hannes Þór Halldórsson þar sem hann fór yfir stöðuna. „Ég valdi Hannes eiginlega af handahófi. Margir aðrir í liðinu eru með aðdáendasíður á Facebook en Hannes er þar bara sem hann sjálfur,“ segir Óskar. Hannes svaraði kallinu og bauð þeim að líta við í kvöld þar sem landsliðsmennirnir voru að borða á veitingastað ásamt kærustum, unnustum og eiginkonum. Þar árituðu nokkrir úr liðinu bolta fyrir drenginn. „Það er eiginlega ótrúlegt að eftir alla þessa leiki og þetta ferðalag hafi þeir gefið sér tíma í þetta. Ég er viss um að þetta væri ekkert endilega hægt með önnur landslið,“ segir Óskar. „Mér þykir þetta meðal annars sýna það svart á hvítu hvað það eru frábærir strákar í þessu liði.“ Boltinn áritaði verður vel varðveittur af drengnum. „Ég veit ekki hvort það verður mikið sparkað í hann. Hann var allavega að tala um það að það þyrfti að finna eitthvað til að varðveita hann.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02 Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31 UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Talsmaður UEFA kannast ekki við þann sem Björn Steinbekk sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og á að hafa útvegað honum miðana umdeildu. 4. júlí 2016 14:13 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Ég heyrði bara í Hannesi,“ segir Óskar Páll Elfarsson í samtali við Vísi. Óskar reddaði bolta, árituðum af landsliðsmönnunum okkar, fyrir son félaga síns sem missti af leiknum við Frakka í gær. Vinur Óskars Páls var einn þeirra sem keypti miða af Birni Steinbekk á leikinn. Hann var einnig einn af þeim sem sat eftir með sárt ennið. „Þessi leikur átti að vera yndisleg stund með níu ára stráknum mínum. Því miður breyttist það í martröð, fengum ekki miðana sem okkur var lofað og búnir að borga fyrir,“ skrifar Stefán Svan Stefánsson í Ferðagrúppa fyrir EM2016. Óskar segir að hann hafi fyrst byrjað á því að tala við fólk hjá KSÍ en það gat lítið fyrir hann gert. Hann hafi því prófað að senda skilaboð á markvörðinn Hannes Þór Halldórsson þar sem hann fór yfir stöðuna. „Ég valdi Hannes eiginlega af handahófi. Margir aðrir í liðinu eru með aðdáendasíður á Facebook en Hannes er þar bara sem hann sjálfur,“ segir Óskar. Hannes svaraði kallinu og bauð þeim að líta við í kvöld þar sem landsliðsmennirnir voru að borða á veitingastað ásamt kærustum, unnustum og eiginkonum. Þar árituðu nokkrir úr liðinu bolta fyrir drenginn. „Það er eiginlega ótrúlegt að eftir alla þessa leiki og þetta ferðalag hafi þeir gefið sér tíma í þetta. Ég er viss um að þetta væri ekkert endilega hægt með önnur landslið,“ segir Óskar. „Mér þykir þetta meðal annars sýna það svart á hvítu hvað það eru frábærir strákar í þessu liði.“ Boltinn áritaði verður vel varðveittur af drengnum. „Ég veit ekki hvort það verður mikið sparkað í hann. Hann var allavega að tala um það að það þyrfti að finna eitthvað til að varðveita hann.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02 Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31 UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Talsmaður UEFA kannast ekki við þann sem Björn Steinbekk sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og á að hafa útvegað honum miðana umdeildu. 4. júlí 2016 14:13 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02
Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31
UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Talsmaður UEFA kannast ekki við þann sem Björn Steinbekk sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og á að hafa útvegað honum miðana umdeildu. 4. júlí 2016 14:13
Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38