Fyrirsagnir erlendu miðlanna: Gestgjafarnir binda enda á ævintýrið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2016 22:18 Strákarnir okkar fagna með stuðningsmönnum í leikslok. vísir/epa Eins og vera ber er fjallað um leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á öllum helstu fréttamiðlum heims. Umfjallanir og fyrirsagnir bera margar keim af því að Íslendingar voru að keppa á EM í fyrsta sinn, því að Frakkar voru gestgjafarnir og unnu okkur með þremur mörkum í kvöld, 5-2. Í umfjöllun Guardian um leikinn segir meðal annars að verðugur andstæðingur, Frakkar, hafi traðkað á ævintýri minnstu þjóðarinnar sem nokkurn tímann hefur komist á EM. Ævintýrinu er slegið upp í fyrirsögn á fótboltamiðlinum Four Four Two þar sem segir að gestgjafarnir hafi bundið enda á ævintýri liðsins sem var að þreyta frumraun sína á EM. Á Goal.com segir að Frakkar hafi loksins brotið ísinn og sent Þjóðverjum skýr skilaboð. Á forsíðu Sky Sports er skemmtilegur orðaleikur, Hot French toast Iceland, en einhverjir kannast við morgunverðinn „french toast.“ Orðaleikurinn er langt því frá eins skemmtilegur á íslensku en útleggst þó einhvern veginn svona: Heitir Frakkar rista Ísland. Í umfjöllun BBC segir Danny Mills, sparkspekingur, að Ísland þurfi nú að einbeita sér að því að komast á HM í Rússlandi árið 2018. „Þessi leikmannahópur getur gert það, þeirra hafa gríðarlega mikið sjálfstraust eftir þessa frammistöðu á EM,“ segir Mills. Á vef Telegraph segir í fyrirsögn að sigur Frakka hafi verið afgerandi á lítilmagnanum. Þá segir á vef AFP að Frakkar hafi hamrað Íslendinga og þannig bókað lokauppgjör við Þjóðverja. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Gleymum þessum vikum aldrei "Þetta er erfitt. Við erum mjög svekktir með það hvernig við byrjuðum leikinn en ég held að Frakkarnir hafi verið of góðir fyrir okkur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:45 Hannes: Okkur leið eins og við værum ósigrandi "Ég held að allir geti borið höfuðið hátt eftir þessa keppni þó svo þessi leikur hafi tapast í kvöld,“ sagði ein af hetjum Íslands á EM, Hannes Þór Halldórsson. 3. júlí 2016 21:27 Kolbeinn: Held að við höfum verið að spila við verðandi Evrópumeistara Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrra mark Íslands gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:33 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira
Eins og vera ber er fjallað um leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á öllum helstu fréttamiðlum heims. Umfjallanir og fyrirsagnir bera margar keim af því að Íslendingar voru að keppa á EM í fyrsta sinn, því að Frakkar voru gestgjafarnir og unnu okkur með þremur mörkum í kvöld, 5-2. Í umfjöllun Guardian um leikinn segir meðal annars að verðugur andstæðingur, Frakkar, hafi traðkað á ævintýri minnstu þjóðarinnar sem nokkurn tímann hefur komist á EM. Ævintýrinu er slegið upp í fyrirsögn á fótboltamiðlinum Four Four Two þar sem segir að gestgjafarnir hafi bundið enda á ævintýri liðsins sem var að þreyta frumraun sína á EM. Á Goal.com segir að Frakkar hafi loksins brotið ísinn og sent Þjóðverjum skýr skilaboð. Á forsíðu Sky Sports er skemmtilegur orðaleikur, Hot French toast Iceland, en einhverjir kannast við morgunverðinn „french toast.“ Orðaleikurinn er langt því frá eins skemmtilegur á íslensku en útleggst þó einhvern veginn svona: Heitir Frakkar rista Ísland. Í umfjöllun BBC segir Danny Mills, sparkspekingur, að Ísland þurfi nú að einbeita sér að því að komast á HM í Rússlandi árið 2018. „Þessi leikmannahópur getur gert það, þeirra hafa gríðarlega mikið sjálfstraust eftir þessa frammistöðu á EM,“ segir Mills. Á vef Telegraph segir í fyrirsögn að sigur Frakka hafi verið afgerandi á lítilmagnanum. Þá segir á vef AFP að Frakkar hafi hamrað Íslendinga og þannig bókað lokauppgjör við Þjóðverja.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Gleymum þessum vikum aldrei "Þetta er erfitt. Við erum mjög svekktir með það hvernig við byrjuðum leikinn en ég held að Frakkarnir hafi verið of góðir fyrir okkur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:45 Hannes: Okkur leið eins og við værum ósigrandi "Ég held að allir geti borið höfuðið hátt eftir þessa keppni þó svo þessi leikur hafi tapast í kvöld,“ sagði ein af hetjum Íslands á EM, Hannes Þór Halldórsson. 3. júlí 2016 21:27 Kolbeinn: Held að við höfum verið að spila við verðandi Evrópumeistara Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrra mark Íslands gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:33 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira
Gylfi: Gleymum þessum vikum aldrei "Þetta er erfitt. Við erum mjög svekktir með það hvernig við byrjuðum leikinn en ég held að Frakkarnir hafi verið of góðir fyrir okkur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:45
Hannes: Okkur leið eins og við værum ósigrandi "Ég held að allir geti borið höfuðið hátt eftir þessa keppni þó svo þessi leikur hafi tapast í kvöld,“ sagði ein af hetjum Íslands á EM, Hannes Þór Halldórsson. 3. júlí 2016 21:27
Kolbeinn: Held að við höfum verið að spila við verðandi Evrópumeistara Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrra mark Íslands gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:33