Hannes: Okkur leið eins og við værum ósigrandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. júlí 2016 21:27 Hannes þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn í kvöld. vísir/afp „Ég held að allir geti borið höfuðið hátt eftir þessa keppni þó svo þessi leikur hafi tapast í kvöld,“ sagði ein af hetjum Íslands á EM, Hannes Þór Halldórsson. „Við hittum því miður á einn lélegan hálfleik á móti eina besta liði keppninnar. Það gekk ekkert upp hjá okkur en allt hjá þeim. Það varð okkur að falli en sem betur fer náðum við að bjarga andlitinu að einhverju leyti með því að vinna síðari hálfleikinn,“ segir Hannes en hann var í spjalli hjá Gumma Ben og Hugrúnu Halldórsdóttir í sjónvarpi Símans. Hannes var djúpt snortinn yfir þeim stuðningi sem liðið fékk í Frakklandi. „Ég veit ekki hvað ég að segja við öllu þessu fólki sem er hérna enn að klappa fyrir okkur. Þetta er búið að vera algjört ævintýri. Við erum þakklátir. Þetta fólk er búið að vera magnað alla keppnina og þetta hefur gefið okkur mikinn byr í leikjunum. Við finnum líka stuðninginn heima. Sjáum myndirnar frá Arnarhóli og í heimahúsum. Það er geðveikt að hafa fengið að upplifa þetta með þjóðinni.“ Hannes gat ekki tjáð sig um það hvort menn hefðu verið búnir á því en Ísland var að stilla upp sama byrjunarliðinu fimmta leikinn í röð. „Þetta er leikur þar sem ég hefði þurft að taka tvo til þrjá mikilvæga bolta en gerði það ekki. Ef og hefði og allt það. Vonandi fara Frakkar alla leið. Þá lítur þessi leikur betur út fyrir okkur,“ sagði Hannes og brosti. „Við teljum okkur geta unnið hvaða lið sem er ef við dettum á daginn okkar. Okkur leið fyrir leikinn eins og við værum ósigrandi og værum að fara út á völlinn til að vinna. Það þarf smá heppni líka í svona leikjum og það gerði það ekki. Svo vorum við ekki nógu góðir í fyrri hálfleik.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Minnir smá á örlög danska dýnamítsins fyrir 30 árum Íslenska fótboltalandsliðið varð að sætta sig við þriggja marka tap á Stade de France í kvöld í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Frakkar urðu þar með fjórða og síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. 3. júlí 2016 20:53 Twitter-umræðan: "Þið hafið gefið keppninni svo mikið“ Fólkið á Twitter hrósaði íslenska landsliðinu í hástert þrátt fyrir 5-2 tap fyrir gestgjöfum Frakka í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi. 3. júlí 2016 21:17 Giroud: Vil hrósa íslenska liðinu Olivier Giroud segir að leikurinn í kvöld hafi líklega verið hans besti leikur fyrir franska landsliðið á stórmóti. 3. júlí 2016 21:15 Einkunnir eftir tapið gegn Frökkum: Gylfi bestur Ísland er úr leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 5-2 tap gegn Frakklandi á Stade de France í kvöld. 3. júlí 2016 20:55 Payet: Besti leikur okkar á EM Dimitri Payet var magnaður í franska liðinu í kvöld og átti stóran þátt í sigri Frakklands á Íslandi. 3. júlí 2016 21:15 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. 3. júlí 2016 20:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
„Ég held að allir geti borið höfuðið hátt eftir þessa keppni þó svo þessi leikur hafi tapast í kvöld,“ sagði ein af hetjum Íslands á EM, Hannes Þór Halldórsson. „Við hittum því miður á einn lélegan hálfleik á móti eina besta liði keppninnar. Það gekk ekkert upp hjá okkur en allt hjá þeim. Það varð okkur að falli en sem betur fer náðum við að bjarga andlitinu að einhverju leyti með því að vinna síðari hálfleikinn,“ segir Hannes en hann var í spjalli hjá Gumma Ben og Hugrúnu Halldórsdóttir í sjónvarpi Símans. Hannes var djúpt snortinn yfir þeim stuðningi sem liðið fékk í Frakklandi. „Ég veit ekki hvað ég að segja við öllu þessu fólki sem er hérna enn að klappa fyrir okkur. Þetta er búið að vera algjört ævintýri. Við erum þakklátir. Þetta fólk er búið að vera magnað alla keppnina og þetta hefur gefið okkur mikinn byr í leikjunum. Við finnum líka stuðninginn heima. Sjáum myndirnar frá Arnarhóli og í heimahúsum. Það er geðveikt að hafa fengið að upplifa þetta með þjóðinni.“ Hannes gat ekki tjáð sig um það hvort menn hefðu verið búnir á því en Ísland var að stilla upp sama byrjunarliðinu fimmta leikinn í röð. „Þetta er leikur þar sem ég hefði þurft að taka tvo til þrjá mikilvæga bolta en gerði það ekki. Ef og hefði og allt það. Vonandi fara Frakkar alla leið. Þá lítur þessi leikur betur út fyrir okkur,“ sagði Hannes og brosti. „Við teljum okkur geta unnið hvaða lið sem er ef við dettum á daginn okkar. Okkur leið fyrir leikinn eins og við værum ósigrandi og værum að fara út á völlinn til að vinna. Það þarf smá heppni líka í svona leikjum og það gerði það ekki. Svo vorum við ekki nógu góðir í fyrri hálfleik.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Minnir smá á örlög danska dýnamítsins fyrir 30 árum Íslenska fótboltalandsliðið varð að sætta sig við þriggja marka tap á Stade de France í kvöld í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Frakkar urðu þar með fjórða og síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. 3. júlí 2016 20:53 Twitter-umræðan: "Þið hafið gefið keppninni svo mikið“ Fólkið á Twitter hrósaði íslenska landsliðinu í hástert þrátt fyrir 5-2 tap fyrir gestgjöfum Frakka í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi. 3. júlí 2016 21:17 Giroud: Vil hrósa íslenska liðinu Olivier Giroud segir að leikurinn í kvöld hafi líklega verið hans besti leikur fyrir franska landsliðið á stórmóti. 3. júlí 2016 21:15 Einkunnir eftir tapið gegn Frökkum: Gylfi bestur Ísland er úr leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 5-2 tap gegn Frakklandi á Stade de France í kvöld. 3. júlí 2016 20:55 Payet: Besti leikur okkar á EM Dimitri Payet var magnaður í franska liðinu í kvöld og átti stóran þátt í sigri Frakklands á Íslandi. 3. júlí 2016 21:15 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. 3. júlí 2016 20:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Minnir smá á örlög danska dýnamítsins fyrir 30 árum Íslenska fótboltalandsliðið varð að sætta sig við þriggja marka tap á Stade de France í kvöld í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Frakkar urðu þar með fjórða og síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. 3. júlí 2016 20:53
Twitter-umræðan: "Þið hafið gefið keppninni svo mikið“ Fólkið á Twitter hrósaði íslenska landsliðinu í hástert þrátt fyrir 5-2 tap fyrir gestgjöfum Frakka í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi. 3. júlí 2016 21:17
Giroud: Vil hrósa íslenska liðinu Olivier Giroud segir að leikurinn í kvöld hafi líklega verið hans besti leikur fyrir franska landsliðið á stórmóti. 3. júlí 2016 21:15
Einkunnir eftir tapið gegn Frökkum: Gylfi bestur Ísland er úr leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 5-2 tap gegn Frakklandi á Stade de France í kvöld. 3. júlí 2016 20:55
Payet: Besti leikur okkar á EM Dimitri Payet var magnaður í franska liðinu í kvöld og átti stóran þátt í sigri Frakklands á Íslandi. 3. júlí 2016 21:15
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi og er úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. 3. júlí 2016 20:45