Maradona: Ísland getur valdið frönsku vörninni usla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2016 10:16 Maradona mun örugglega horfa á Ísland spila í dag. Vísir/Getty Argentínumaðurinn Diego Maradona, einn besti knattspyrnumaður heims frá upphafi, á von á erfiðum leik fyrir Ísland sem mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM í dag. Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitunum en Maradona segir að Frakkland sé mun sterkari andstæðingur en England. „Frakkar eru hungarðir á heimavelli,“ skrifaði Maradona í pistli sínum í Times of India í dag. „Við höfum séð lið eins og Brasilíu brotna undir þeirri pressu sem fylgir því að spila á heimavelli á stórmóti en Frakkar nýttu sér þá pressu til að koma til baka eftir að hafa lent undir gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum.“ Hann segir að Frakkar hafi kraftmikla leikmenn á miðju sem hafi mikla hlaupagetu. „Ísland verður að hafa þétta vörn til að taka á móti áhlaupum Frakka snemma leiks. Maður verður að gera sínar áætlanir miðað við þau úrræði sem maður hefur. Ísland verst aftarlega og það er enginn glæpur.“ Maradona hefur þó áhyggjur af frönsku vörninni enda Raphael Varane ekki með á mótinu vegna meiðsla og þá verður annar miðvörður, Adil Rami, í banni í dag. „Ef að Ísland fær ekki mark á sig snemma í leiknum munum við fá alvöru leik því vörn heimamanna er ekki mjög traust.“ „Það gæti opnað svæði fyrir Ísland ef Frakkland mun sækja á mörgum mönnum og það myndi einnig henta leikáætlun Íslendinga að treysta á skyndisóknir.“ „Bakverðirnir Patrice Evra og Bacary Sagna eru ekki jafn beittir og þeir voru áður. Deschamps notar þá því kostir hans eru takmarkaðir. Það á enn eftir að láta reyna almennilega á frönsku vörnina.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Argentínumaðurinn Diego Maradona, einn besti knattspyrnumaður heims frá upphafi, á von á erfiðum leik fyrir Ísland sem mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM í dag. Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitunum en Maradona segir að Frakkland sé mun sterkari andstæðingur en England. „Frakkar eru hungarðir á heimavelli,“ skrifaði Maradona í pistli sínum í Times of India í dag. „Við höfum séð lið eins og Brasilíu brotna undir þeirri pressu sem fylgir því að spila á heimavelli á stórmóti en Frakkar nýttu sér þá pressu til að koma til baka eftir að hafa lent undir gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum.“ Hann segir að Frakkar hafi kraftmikla leikmenn á miðju sem hafi mikla hlaupagetu. „Ísland verður að hafa þétta vörn til að taka á móti áhlaupum Frakka snemma leiks. Maður verður að gera sínar áætlanir miðað við þau úrræði sem maður hefur. Ísland verst aftarlega og það er enginn glæpur.“ Maradona hefur þó áhyggjur af frönsku vörninni enda Raphael Varane ekki með á mótinu vegna meiðsla og þá verður annar miðvörður, Adil Rami, í banni í dag. „Ef að Ísland fær ekki mark á sig snemma í leiknum munum við fá alvöru leik því vörn heimamanna er ekki mjög traust.“ „Það gæti opnað svæði fyrir Ísland ef Frakkland mun sækja á mörgum mönnum og það myndi einnig henta leikáætlun Íslendinga að treysta á skyndisóknir.“ „Bakverðirnir Patrice Evra og Bacary Sagna eru ekki jafn beittir og þeir voru áður. Deschamps notar þá því kostir hans eru takmarkaðir. Það á enn eftir að láta reyna almennilega á frönsku vörnina.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira