Alþingi bæti kjör aldraðra og öryrkja! Björgvin Guðmundsson skrifar 28. júlí 2016 06:00 Um þetta leyti í fyrra skoraði ég á Alþingi að bæta kjör aldraðra og öryrkja það mikið, að þau dygðu til sómasamlegrar framfærslu. Ég gerði þetta í grein í Fréttablaðinu. Ég benti á, að þeir aldraðir og öryrkjar, sem aðeins hefðu lífeyri almannatrygginga, hefðu ekki fyrir öllum útgjöldum og gætu ekki leyst út lyfin sín eða yrðu að sleppa því að fara til læknis þó nauðsynlegt væri. Ég skoraði á Alþingi að leysa málið strax. Ég var svo grænn, að ég hélt að Alþingi mundi taka rögg á sig, gera þverpólitíska sátt og afgreiða kjarabætur til aldraðra og öryrkja í allsherjar sátt. Með því hefði álit á Alþingi stóraukist. Því hefði ekki verið vanþörf á.Ekkert gerðist Ekkert gerðist. Alþingi gerði ekki neitt. Alþingi hafði engan áhuga á að leysa vanda aldraðra og öryrkja. Alþingi hefur greinilega fundist þægilegra að aðhafast ekkert. Það hefði verið talsverð vinna að koma á þverpólitískri sátt. Ég skrifaði líka forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni; bað um að hann hefði forgöngu fyrir því, að Alþingi samþykkti kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja. Forseti Alþingis brást líka. Hann stakk bréfinu undir stól. Hann hafði sama hátt á og ráðherrarnir, þegar þeir fá bréf frá öldruðum og öryrkjum. Þeir stinga bréfunum ofan í skúffu.Alþingi brást í fyrra Alþingi brást öldruðum og öryrkjum í fyrra. Til þess að kóróna ósómann felldi Alþingi við afgreiðslu fjárlaga að veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur eins og öðrum í þjóðfélaginu. Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, ofbauð þetta. Hann gagnrýndi það í sjónvarpinu við umræður um forsetaembættið, að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá afturvirkar kjarabætur í fyrra eins og aðrir.Ný áskorun á Alþingi Ástandið er enn þannig í kjaramálum þeirra aldraðra og öryrkja, sem eingöngu verða að reiða sig á lífeyri frá almannatryggingum, að þeir eiga ekki fyrir öllum útgjöldum. Þeir hafa ekki nóg til framfærslu. Ég vil því enn á ný skora á Alþingi að leysa mál þessa fólks. Ég skora á Alþingi að hækka lífeyri þessa hóps þannig, að dugi til framfærslu. Ég tel, að hækka þurfi lífeyrinn um 50 þúsund krónur á mánuði að lágmarki til þess að lífeyrir dugi til sómasamlegrar framfærslu. Hækka á verst stadda hópinn um þessa fjárhæð og aðrir aldraðir og öryrkjar hækki hlutfallslega. Ég skora á Alþingi að gera þverpólitíska sátt til þess að leysa framfærsluvanda aldraðra og öryrkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Um þetta leyti í fyrra skoraði ég á Alþingi að bæta kjör aldraðra og öryrkja það mikið, að þau dygðu til sómasamlegrar framfærslu. Ég gerði þetta í grein í Fréttablaðinu. Ég benti á, að þeir aldraðir og öryrkjar, sem aðeins hefðu lífeyri almannatrygginga, hefðu ekki fyrir öllum útgjöldum og gætu ekki leyst út lyfin sín eða yrðu að sleppa því að fara til læknis þó nauðsynlegt væri. Ég skoraði á Alþingi að leysa málið strax. Ég var svo grænn, að ég hélt að Alþingi mundi taka rögg á sig, gera þverpólitíska sátt og afgreiða kjarabætur til aldraðra og öryrkja í allsherjar sátt. Með því hefði álit á Alþingi stóraukist. Því hefði ekki verið vanþörf á.Ekkert gerðist Ekkert gerðist. Alþingi gerði ekki neitt. Alþingi hafði engan áhuga á að leysa vanda aldraðra og öryrkja. Alþingi hefur greinilega fundist þægilegra að aðhafast ekkert. Það hefði verið talsverð vinna að koma á þverpólitískri sátt. Ég skrifaði líka forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni; bað um að hann hefði forgöngu fyrir því, að Alþingi samþykkti kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja. Forseti Alþingis brást líka. Hann stakk bréfinu undir stól. Hann hafði sama hátt á og ráðherrarnir, þegar þeir fá bréf frá öldruðum og öryrkjum. Þeir stinga bréfunum ofan í skúffu.Alþingi brást í fyrra Alþingi brást öldruðum og öryrkjum í fyrra. Til þess að kóróna ósómann felldi Alþingi við afgreiðslu fjárlaga að veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur eins og öðrum í þjóðfélaginu. Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, ofbauð þetta. Hann gagnrýndi það í sjónvarpinu við umræður um forsetaembættið, að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá afturvirkar kjarabætur í fyrra eins og aðrir.Ný áskorun á Alþingi Ástandið er enn þannig í kjaramálum þeirra aldraðra og öryrkja, sem eingöngu verða að reiða sig á lífeyri frá almannatryggingum, að þeir eiga ekki fyrir öllum útgjöldum. Þeir hafa ekki nóg til framfærslu. Ég vil því enn á ný skora á Alþingi að leysa mál þessa fólks. Ég skora á Alþingi að hækka lífeyri þessa hóps þannig, að dugi til framfærslu. Ég tel, að hækka þurfi lífeyrinn um 50 þúsund krónur á mánuði að lágmarki til þess að lífeyrir dugi til sómasamlegrar framfærslu. Hækka á verst stadda hópinn um þessa fjárhæð og aðrir aldraðir og öryrkjar hækki hlutfallslega. Ég skora á Alþingi að gera þverpólitíska sátt til þess að leysa framfærsluvanda aldraðra og öryrkja.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar