Partur af því að vera til Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 10:00 "Ég ætla að hafa eitthvert smáfjör á völdum stað fyrir helstu móðursystur. Aðeins að minna fólk á mig,“ segir afmælisbarn dagsins, Bragi Valdimar. Vísir/Hanna „Mér finnst stórkostlegt að eiga afmæli,“ segir Bragi Valdimar Skúlason sem er fertugur í dag. „Það er partur af því að vera til og að láta minna sig reglulega á það,“ bætir hann við heimspekilega áður en grínið tekur völdin. „Svo fær maður fullt af kveðjum á Fésbók og stóra pakka. Ég er farinn að fá pakka bara á tíu ára fresti og nú er tilefni til að gleðja mig!“ En hvað langar þig helst í? spyr ég og bendi honum á tækifærið til að birta óskalista. „Bara einhverja sjaldgæfa Pokémona, er það ekki það sem alla dreymir um? – Held reyndar að það sé ekki hægt að gefa svoleiðis. Fólk verður bara að gefa mér aðgang að bankareikningunum sínum.“ Dregur svo í land. „Nei annars – mig vantar nú ekki margt.“ Bragi Valdimar ætlar hins vegar að gefa þjóðinni gjöf á næstu dögum því 4. september byrjar ný Orðbragðsþáttaröð í sjónvarpinu sem hann sér um, ásamt Brynju Þorgeirsdóttur. „Þar er bara meira af því sama og síðast, orðbragðið okkar er ótæmandi brunnur og alltaf af nógu að taka,“ segir hann. Ekki kveðst hann punkta hjá sér hugmyndir fyrir þáttinn dagsdaglega heldur poppi þær sjálfkrafa upp þegar þau Brynja byrji að undirbúa þættina. „Við þurfum að henda miklu fleiri hugmyndum en við komum fyrir. Það varð líka eins árs hlé hjá okkur og þá safnaðist í hugmyndabankann.“ En ætlar Bragi Valdimar að halda upp á afmælið í dag? „Ég ætla að hafa eitthvert smáfjör á völdum stað fyrir helstu móðursystur. Aðeins að minna fólk á mig.“ Hann kveðst alltaf hafa átt prýðileg afmæli. „Þriggja ára afmælið hefur örugglega verið hressandi. Ég reyni bara að hafa þetta svipað. Hafa nógu stóra köku – í hlutfalli við mig!“ Þegar Bragi Valdimar er spurður í lokin hvernig hann vilji láta titla sig í viðtalinu vefst það aðeins fyrir honum. „Kallaðu mig bara sumtmúligmann!“ verður niðurstaðan.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst 2016. Lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
„Mér finnst stórkostlegt að eiga afmæli,“ segir Bragi Valdimar Skúlason sem er fertugur í dag. „Það er partur af því að vera til og að láta minna sig reglulega á það,“ bætir hann við heimspekilega áður en grínið tekur völdin. „Svo fær maður fullt af kveðjum á Fésbók og stóra pakka. Ég er farinn að fá pakka bara á tíu ára fresti og nú er tilefni til að gleðja mig!“ En hvað langar þig helst í? spyr ég og bendi honum á tækifærið til að birta óskalista. „Bara einhverja sjaldgæfa Pokémona, er það ekki það sem alla dreymir um? – Held reyndar að það sé ekki hægt að gefa svoleiðis. Fólk verður bara að gefa mér aðgang að bankareikningunum sínum.“ Dregur svo í land. „Nei annars – mig vantar nú ekki margt.“ Bragi Valdimar ætlar hins vegar að gefa þjóðinni gjöf á næstu dögum því 4. september byrjar ný Orðbragðsþáttaröð í sjónvarpinu sem hann sér um, ásamt Brynju Þorgeirsdóttur. „Þar er bara meira af því sama og síðast, orðbragðið okkar er ótæmandi brunnur og alltaf af nógu að taka,“ segir hann. Ekki kveðst hann punkta hjá sér hugmyndir fyrir þáttinn dagsdaglega heldur poppi þær sjálfkrafa upp þegar þau Brynja byrji að undirbúa þættina. „Við þurfum að henda miklu fleiri hugmyndum en við komum fyrir. Það varð líka eins árs hlé hjá okkur og þá safnaðist í hugmyndabankann.“ En ætlar Bragi Valdimar að halda upp á afmælið í dag? „Ég ætla að hafa eitthvert smáfjör á völdum stað fyrir helstu móðursystur. Aðeins að minna fólk á mig.“ Hann kveðst alltaf hafa átt prýðileg afmæli. „Þriggja ára afmælið hefur örugglega verið hressandi. Ég reyni bara að hafa þetta svipað. Hafa nógu stóra köku – í hlutfalli við mig!“ Þegar Bragi Valdimar er spurður í lokin hvernig hann vilji láta titla sig í viðtalinu vefst það aðeins fyrir honum. „Kallaðu mig bara sumtmúligmann!“ verður niðurstaðan.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst 2016.
Lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira