Námsmenn eiga betra skilið en Illugafrumvarpið Óskar Steinn Ómarsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Ég þakka viðbrögðin sem ég hef fengið við grein minni, „Höfnum Illugafrumvarpinu“, sem birtist í Fréttablaðinu 22. ágúst sl. Þar gagnrýndi ég frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu og benti á að þær kæmu tekjulágum, barnafólki og námsmönnum erlendis illa. Í svari Hildar Sverrisdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, við greininni fullyrti hún að orð mín stæðust ekki skoðun. Skoðum þetta nánar. Í greiningu sem ráðgjafarfyrirtækið Summa gerði á Illugafrumvarpinu er farið yfir áhrif breytinganna á greiðslubyrði mismunandi hópa. Tökum tvö dæmi:1. Einstaklingur sem fer í fimm ára háskólanám og fær lánað fyrir framfærslu en ekki skólagjöldum. Til þess að vera með lægri greiðslubyrði í nýju kerfi þarf viðkomandi að vera með tekjur hærri en 550 þúsund krónur á mánuði. Allir undir þeim tekjum koma verr út í fyrirhuguðu kerfi Illuga. Í þeim hópi eru m.a. stéttir leikskóla- og grunnskólakennara.2. Einstaklingur fer í fimm ára háskólanám, fær lánað fyrir bæði framfærslu og skólagjöldum. Til þess að vera með lægri greiðslubyrði í nýju kerfi þarf viðkomandi að vera með tekjur hærri en 900 þúsund krónur á mánuði. Þessi breyting bitnar sérstaklega á þeim sem fá lánað fyrir skólagjöldum í háskólum erlendis. Staða einstaklinga með börn á framfæri versnar mikið í nýja kerfinu, eins og kemur fram í umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands við frumvarpið. Þar segir orðrétt: „Ef litið er til 5 ára náms, þá eru flestir einstæðir foreldar að koma verr út úr nýja frumvarpinu, burtséð frá því hvaða faggrein þeir hafa tekið sér fyrir hendur. Heildarendurgreiðsla þeirra yrði meiri í boðuðu kerfi, heldur en því sem þegar er til staðar.“Miklar skerðingar Námsmenn erlendis, sem þegar hafa mátt þola miklar skerðingar frá núverandi ríkisstjórn, koma illa út úr ýmsum breytingum frumvarpsins. Meðal þeirra breytinga sem SÍNE, Samband íslenskra námsmanna erlendis, hefur mótmælt er að afborganir lána miðist við heildarfjárhæð láns, ekki tekjur viðkomandi lánþega. Á vef SÍNE segir: „Það gefur augaleið að þetta ákvæði á eftir að bitna harðast á fjölskyldufólki sem oft þarf að taka hærri lán en aðrir og þeim einstaklingum sem sækja sér nám erlendis, en það hefur nánast undantekningarlaust í för með sér hærri kostnað, ýmist í framfærslu eða vegna skólagjalda.“ Af öllu þessu má vera ljóst að verði Illugafrumvarpið að lögum mun það hafa slæmar afleiðingar fyrir fólk með lág laun, fólk með börn og fólk sem fer í nám erlendis. Hlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem félagslegs jöfnunarsjóðs verður kippt úr sambandi. Þessum staðreyndum geta Hildur Sverrisdóttir og aðrir stuðningsmenn frumvarpsins ekki litið fram hjá. Ég er sannfærður um að hægt sé að innleiða styrki í íslensku menntakerfi án þess að gera námslán þessara hópa dýrari en þau eru í dag. Námsmenn eiga það skilið.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ég þakka viðbrögðin sem ég hef fengið við grein minni, „Höfnum Illugafrumvarpinu“, sem birtist í Fréttablaðinu 22. ágúst sl. Þar gagnrýndi ég frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu og benti á að þær kæmu tekjulágum, barnafólki og námsmönnum erlendis illa. Í svari Hildar Sverrisdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, við greininni fullyrti hún að orð mín stæðust ekki skoðun. Skoðum þetta nánar. Í greiningu sem ráðgjafarfyrirtækið Summa gerði á Illugafrumvarpinu er farið yfir áhrif breytinganna á greiðslubyrði mismunandi hópa. Tökum tvö dæmi:1. Einstaklingur sem fer í fimm ára háskólanám og fær lánað fyrir framfærslu en ekki skólagjöldum. Til þess að vera með lægri greiðslubyrði í nýju kerfi þarf viðkomandi að vera með tekjur hærri en 550 þúsund krónur á mánuði. Allir undir þeim tekjum koma verr út í fyrirhuguðu kerfi Illuga. Í þeim hópi eru m.a. stéttir leikskóla- og grunnskólakennara.2. Einstaklingur fer í fimm ára háskólanám, fær lánað fyrir bæði framfærslu og skólagjöldum. Til þess að vera með lægri greiðslubyrði í nýju kerfi þarf viðkomandi að vera með tekjur hærri en 900 þúsund krónur á mánuði. Þessi breyting bitnar sérstaklega á þeim sem fá lánað fyrir skólagjöldum í háskólum erlendis. Staða einstaklinga með börn á framfæri versnar mikið í nýja kerfinu, eins og kemur fram í umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands við frumvarpið. Þar segir orðrétt: „Ef litið er til 5 ára náms, þá eru flestir einstæðir foreldar að koma verr út úr nýja frumvarpinu, burtséð frá því hvaða faggrein þeir hafa tekið sér fyrir hendur. Heildarendurgreiðsla þeirra yrði meiri í boðuðu kerfi, heldur en því sem þegar er til staðar.“Miklar skerðingar Námsmenn erlendis, sem þegar hafa mátt þola miklar skerðingar frá núverandi ríkisstjórn, koma illa út úr ýmsum breytingum frumvarpsins. Meðal þeirra breytinga sem SÍNE, Samband íslenskra námsmanna erlendis, hefur mótmælt er að afborganir lána miðist við heildarfjárhæð láns, ekki tekjur viðkomandi lánþega. Á vef SÍNE segir: „Það gefur augaleið að þetta ákvæði á eftir að bitna harðast á fjölskyldufólki sem oft þarf að taka hærri lán en aðrir og þeim einstaklingum sem sækja sér nám erlendis, en það hefur nánast undantekningarlaust í för með sér hærri kostnað, ýmist í framfærslu eða vegna skólagjalda.“ Af öllu þessu má vera ljóst að verði Illugafrumvarpið að lögum mun það hafa slæmar afleiðingar fyrir fólk með lág laun, fólk með börn og fólk sem fer í nám erlendis. Hlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem félagslegs jöfnunarsjóðs verður kippt úr sambandi. Þessum staðreyndum geta Hildur Sverrisdóttir og aðrir stuðningsmenn frumvarpsins ekki litið fram hjá. Ég er sannfærður um að hægt sé að innleiða styrki í íslensku menntakerfi án þess að gera námslán þessara hópa dýrari en þau eru í dag. Námsmenn eiga það skilið.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun