Landaði fjórum löxum yfir 100 sm sama daginn Karl Lúðvíksson skrifar 5. september 2016 15:00 Nils Folmer með einn af stórlöxunum sem hann landaði á afmælisdaginn Hinn góðkunni veiðimaður Nils Folmer Jorgensen fagnaði 42 ára afmælinu sínu við bakka Laxár í Aðal á svæðinu kenndu við Nes. Það er óhætt að segja að afmælisdagurinn hafi verið viðburðaríkur hjá þessum farsæla veiðimanni en hann sló sitt eigið met þegar hann landaði ellefu löxum og þar af fjórum löxum yfir 100 sm.. Flesta dreymir bara um að ná einum svona á lífstíð svo þetta er ekkert en annað en draumadagur hvers veiðimanns. Stærsti laxinn var 108 sm úr Óseyri. Veiðin á Nessvæðinu hefur verið góð í sumar og það hafa margir veiðimenn bæst við í 20 punda klúbbinn við ánna. Stærstu laxar sumarsins hafa flestir veiðst í Laxá í sumar en þó hafa nokkrir risar einnig komið á land í Vatnsdalsá, Víðidalsá og Miðfjarðará en að öllum þessum ám ólöstuðum er varla nokkur á sem nær þeim fjölda laxa yfir 100 sm eins og Laxá í Aðaldal. Við óskum Nils til lukku, síðbúnar kveðjur en góðar engu að síður, með afmælið og þennan einstaka dag við Laxá. Mest lesið Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Fara á svig við makrílbann í Þingvallavatni Veiði Laxveiðisumarið 2011: Haffjarðará og Selá gáfu mest Veiði Teljarinn kominn upp í Elliðaánum Veiði Nú er tíminn fyrir smáflugurnar í laxveiðinni Veiði Veiðar hefjast í Þjórsá 1. júní Veiði Sveinskerið lífgað við á ný Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði
Hinn góðkunni veiðimaður Nils Folmer Jorgensen fagnaði 42 ára afmælinu sínu við bakka Laxár í Aðal á svæðinu kenndu við Nes. Það er óhætt að segja að afmælisdagurinn hafi verið viðburðaríkur hjá þessum farsæla veiðimanni en hann sló sitt eigið met þegar hann landaði ellefu löxum og þar af fjórum löxum yfir 100 sm.. Flesta dreymir bara um að ná einum svona á lífstíð svo þetta er ekkert en annað en draumadagur hvers veiðimanns. Stærsti laxinn var 108 sm úr Óseyri. Veiðin á Nessvæðinu hefur verið góð í sumar og það hafa margir veiðimenn bæst við í 20 punda klúbbinn við ánna. Stærstu laxar sumarsins hafa flestir veiðst í Laxá í sumar en þó hafa nokkrir risar einnig komið á land í Vatnsdalsá, Víðidalsá og Miðfjarðará en að öllum þessum ám ólöstuðum er varla nokkur á sem nær þeim fjölda laxa yfir 100 sm eins og Laxá í Aðaldal. Við óskum Nils til lukku, síðbúnar kveðjur en góðar engu að síður, með afmælið og þennan einstaka dag við Laxá.
Mest lesið Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Fara á svig við makrílbann í Þingvallavatni Veiði Laxveiðisumarið 2011: Haffjarðará og Selá gáfu mest Veiði Teljarinn kominn upp í Elliðaánum Veiði Nú er tíminn fyrir smáflugurnar í laxveiðinni Veiði Veiðar hefjast í Þjórsá 1. júní Veiði Sveinskerið lífgað við á ný Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði