Volkswagen kynnir rafmagnsbíl með 600 km drægni í París Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2016 11:14 Ef til vill verður Volkswagen BUDD-e Concept einn þeirra rafmagnsbíla sem standa mun á pöllunum í París. Volkswagen mun kynna rafmagnsbíl á bílasýningunni í París sem kemst 600 km á hverri hleðslu. Volkswagen telur að um mikinn tímamótabíl sé að ræða og jafnar honum við tilkomu Bjöllunnar og Golf á sínum tíma. Vænta má margra rafmagnsbíla frá Volkswagen á næstu árum en eftir dísilvélasvindl Volkswagen síðasta haust var stefnu fyrirtækisins breytt og mikil áhersla mun verða lögð á framleiðslu rafmagnsbíla. Volkswagen ætlar reyndar að kynna nokkra rafmagnsbíla í París og engan þeirra með minni drægni en 400 km. Það er meiri drægni en nýji Bolt rafmagnsbíllinn frá Chevrolet og talsvert meira en tilvonandi Tesla Model 3 bíll. Volkswagen hefur smíðað nýja gerð undirvagna fyrir rafmagnsbíla sína og munu þeir allir verða byggðir á sama undirvagni. Hætt er við því að rafmagnsbílar steli senunni á bílasýningunni í París, en þegar eru komnar margar fréttir af kynningu hinna ýmsu bílaframleiðenda á nýjum rafmagnsbílum. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent
Volkswagen mun kynna rafmagnsbíl á bílasýningunni í París sem kemst 600 km á hverri hleðslu. Volkswagen telur að um mikinn tímamótabíl sé að ræða og jafnar honum við tilkomu Bjöllunnar og Golf á sínum tíma. Vænta má margra rafmagnsbíla frá Volkswagen á næstu árum en eftir dísilvélasvindl Volkswagen síðasta haust var stefnu fyrirtækisins breytt og mikil áhersla mun verða lögð á framleiðslu rafmagnsbíla. Volkswagen ætlar reyndar að kynna nokkra rafmagnsbíla í París og engan þeirra með minni drægni en 400 km. Það er meiri drægni en nýji Bolt rafmagnsbíllinn frá Chevrolet og talsvert meira en tilvonandi Tesla Model 3 bíll. Volkswagen hefur smíðað nýja gerð undirvagna fyrir rafmagnsbíla sína og munu þeir allir verða byggðir á sama undirvagni. Hætt er við því að rafmagnsbílar steli senunni á bílasýningunni í París, en þegar eru komnar margar fréttir af kynningu hinna ýmsu bílaframleiðenda á nýjum rafmagnsbílum.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent